10 sneggstu jeppar heims Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 09:04 Tesla Model X er sneggsti jeppi heims. Jeppar hafa verið óhemju vinsælir um allan heim á síðustu árum og bílaframleiðendur keppast við að rúlla þeim af færiböndunum til anna allri eftirspurninni eftir þeim. Ekki síst hafa mjög öflugir og rándýrir jeppar átt uppá pallborðið í síríkari heimi þar sem milljónamæringum fjölgar eins og sveppum að hausti. Það er því ekki úr vegi að líta yfir sviðið meðal 10 sneggstu jeppa heims, en allir eru þeir sneggri í hundraðið en 4,4 sekúndur og flestir þeirra eru hlaðnir hestöflum og glæsileika. 1. Sneggsti jeppi heims er ekki með 43 lítra sprengirými og 6 forþjöppur, heldur er hann rafmagnsbíll. Tesla Model X P100D jeppinn er litlar 3,2 sekúndur í hundraðið, það er ef hann er stilltur á Ludricrous Mode. Hann verður þó eins og hver annar letingi í samanburði við nýjan Tesla Roadster sportbíl sem Tesla er nú að gera tilbúinn fyrir fjöldaframleiðslu, en hann verður 1,9 sekúndur í hundraðið og sneggsti fjöldaframleiddi bíll í heimi.Jeep Grand Cherokee Trackhawk er 3,4 sek. í 100.2. Næst sneggsti jeppinn er Jeep Grand Cherokee Trackhawk og 6,2 lítra V8 og 707 hestafl vél hans hendir bnílnum í 100 á 3,4 sekúndum og er með því sneggri en McLaren 540C. Þessi jeppi er með hámarkshraðann 290 km/klst.Lamborghini Urus.Þriðji sneggsti jeppinn er hinn tilvonandi Lamborghini Urus og með sín 641 hestöfl undir húddinu er hann 3,6 sekúndur í hundraðið og fyrir vikið vikið er hann sneggri en ódýrasta gerðin af Lamborghini Huracán.Alfa Romeo Stelvio Quadrifiglio er ári snöggur þrátt fyrir ekki svo stóra vél.Jeppinn í fjórða sætinu er Alfa Romeo Stelvio Quadrifiglio. Segja má að hann sé með nokkuð hófstilltari vél en þeir allra sneggstu, eða 2,9 lítra vél, en með sínum tveimur forþjöppum orkar hann samt heil 505 hestöfl og hendir bílnum í 100 á 3,8 sekúndum.Mercedes GLE Coupe frá Brabus.Jafn Stelvio jeppanum er breyttur Mercedes GLE Coupe frá Brabus breytingafyrirtækinu. Hann er með 6,0 lítra V8 sleggju sem skilar honum í hundraðið líka á 3,8 sekúndum.Bentley Bentayga er með 600 hestafla vél.Hans heilagleiki Bentley Bentayga er 4 sekúndur sléttar í 100, enda 600 hestöfl undir húddinu á þessum fyrsta jeppa úr smiðju Bentley. Elizabeth II fékk afhent fyrsta eintakið af Bentley Bentayga og sómir hann sér örugglega vel fyrir utan Buckingham Palace.Porsche Cayenne Turbo.Porsche Cayenne Turbo er sjöundi sneggsti jeppi heims og aðeins 4,1 sekúndu í hundraðið. Hann er 542 hestöfl og algerlega frábær akstursbíll sem hegðar sér líkt og um sportbíl væri að ræða. Hvað annað úr smiðju Porsche!BMW X6 M skilar 567 hestöflum til allra hjólanna.Aðeins tíunda hluta úr sekúndu seinni er svo BMW X6 M jeppinn, en hann skreppur í 100 á 4,2 sekúndum og munar lítið um það. Hann er með 4,4 lítra vél og skilar 567 hestöflum til allra hjólanna, líkt og allir jepparnir á þessum lista.Mercedes Benz-AMG GLE 63 S Coupe.Í níunda sætinu situr Mercedes Benz-AMG GLE 63 S Coupe og er hann líkt og BMW M6 jeppinn 4,2 sekúndur upp að öðru hundraðinu. Hann er með 5,5 lítra V8 vél og tvær forþjöppur. Alls ekki slæmt úr smiðju AMG. Í síðasta sæti þessa lista situr eiginlega ekki jeppi en samt er Mercedes Benz-AMG GLA 45 smádýrið talinn hér með. Þetta er ekki stór bíll og þarf ekki nema 375 hestöfl til að henda honum í 100 á 4,4 sekúndum. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Jeppar hafa verið óhemju vinsælir um allan heim á síðustu árum og bílaframleiðendur keppast við að rúlla þeim af færiböndunum til anna allri eftirspurninni eftir þeim. Ekki síst hafa mjög öflugir og rándýrir jeppar átt uppá pallborðið í síríkari heimi þar sem milljónamæringum fjölgar eins og sveppum að hausti. Það er því ekki úr vegi að líta yfir sviðið meðal 10 sneggstu jeppa heims, en allir eru þeir sneggri í hundraðið en 4,4 sekúndur og flestir þeirra eru hlaðnir hestöflum og glæsileika. 1. Sneggsti jeppi heims er ekki með 43 lítra sprengirými og 6 forþjöppur, heldur er hann rafmagnsbíll. Tesla Model X P100D jeppinn er litlar 3,2 sekúndur í hundraðið, það er ef hann er stilltur á Ludricrous Mode. Hann verður þó eins og hver annar letingi í samanburði við nýjan Tesla Roadster sportbíl sem Tesla er nú að gera tilbúinn fyrir fjöldaframleiðslu, en hann verður 1,9 sekúndur í hundraðið og sneggsti fjöldaframleiddi bíll í heimi.Jeep Grand Cherokee Trackhawk er 3,4 sek. í 100.2. Næst sneggsti jeppinn er Jeep Grand Cherokee Trackhawk og 6,2 lítra V8 og 707 hestafl vél hans hendir bnílnum í 100 á 3,4 sekúndum og er með því sneggri en McLaren 540C. Þessi jeppi er með hámarkshraðann 290 km/klst.Lamborghini Urus.Þriðji sneggsti jeppinn er hinn tilvonandi Lamborghini Urus og með sín 641 hestöfl undir húddinu er hann 3,6 sekúndur í hundraðið og fyrir vikið vikið er hann sneggri en ódýrasta gerðin af Lamborghini Huracán.Alfa Romeo Stelvio Quadrifiglio er ári snöggur þrátt fyrir ekki svo stóra vél.Jeppinn í fjórða sætinu er Alfa Romeo Stelvio Quadrifiglio. Segja má að hann sé með nokkuð hófstilltari vél en þeir allra sneggstu, eða 2,9 lítra vél, en með sínum tveimur forþjöppum orkar hann samt heil 505 hestöfl og hendir bílnum í 100 á 3,8 sekúndum.Mercedes GLE Coupe frá Brabus.Jafn Stelvio jeppanum er breyttur Mercedes GLE Coupe frá Brabus breytingafyrirtækinu. Hann er með 6,0 lítra V8 sleggju sem skilar honum í hundraðið líka á 3,8 sekúndum.Bentley Bentayga er með 600 hestafla vél.Hans heilagleiki Bentley Bentayga er 4 sekúndur sléttar í 100, enda 600 hestöfl undir húddinu á þessum fyrsta jeppa úr smiðju Bentley. Elizabeth II fékk afhent fyrsta eintakið af Bentley Bentayga og sómir hann sér örugglega vel fyrir utan Buckingham Palace.Porsche Cayenne Turbo.Porsche Cayenne Turbo er sjöundi sneggsti jeppi heims og aðeins 4,1 sekúndu í hundraðið. Hann er 542 hestöfl og algerlega frábær akstursbíll sem hegðar sér líkt og um sportbíl væri að ræða. Hvað annað úr smiðju Porsche!BMW X6 M skilar 567 hestöflum til allra hjólanna.Aðeins tíunda hluta úr sekúndu seinni er svo BMW X6 M jeppinn, en hann skreppur í 100 á 4,2 sekúndum og munar lítið um það. Hann er með 4,4 lítra vél og skilar 567 hestöflum til allra hjólanna, líkt og allir jepparnir á þessum lista.Mercedes Benz-AMG GLE 63 S Coupe.Í níunda sætinu situr Mercedes Benz-AMG GLE 63 S Coupe og er hann líkt og BMW M6 jeppinn 4,2 sekúndur upp að öðru hundraðinu. Hann er með 5,5 lítra V8 vél og tvær forþjöppur. Alls ekki slæmt úr smiðju AMG. Í síðasta sæti þessa lista situr eiginlega ekki jeppi en samt er Mercedes Benz-AMG GLA 45 smádýrið talinn hér með. Þetta er ekki stór bíll og þarf ekki nema 375 hestöfl til að henda honum í 100 á 4,4 sekúndum.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent