Volkswagen tvöfaldar framleiðslu e-Golf Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 10:34 Volkswagen e-Golf. Rúnar Hreinsson Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent