Bílarnir sem hurfu í ár Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 16:44 Mitsubishi Lancer er einn þeirra bíla sem framleiðslu var hætt á á árinu. Hætt var að framleiða talsvert margar bílgerðir í ár og sannarlega er eftissjá í sumum þeirra, en jafn lítil hvað aðra varðar. Það eru langt í frá allar bílgerðir sem endast marga áratugina eins og Volkswagen Golf og Passat eða Toyota Corolla og Land Cruiser. Því hverfa nokkrar bílgerðir af sjónarsviðinu á hverju ári. Þróun næstu árin gæti orðið sú að margar fólksbílagerðir munu sjá sína síðustu daga á kostnað sívaxandi fjölda jepplinga og jeppa og er sú þrún reyndar þegar hafin. Af þeim bílum sem víst er að margir munu sjá á eftir en hætt hefur verið við framleiðslu á þessu ári eru til dæmis Volkswagen CC, Eos og Scirocco, BMW Z4, Volvo S80 Rolls Royce Phantom, Mitsubishi Lancer, Subaru WRX STI sem hætt verður að framleiða fyrir Evrópumarkað, Dodge Viper, Chevrolet SS og Honda Accord Coupe. Líklega er minni eftirsjá eftir Mitsubishi iMiEV, Honda CR-Z, Subaru Crosstrek Hybrid, Chevrolet Spark EV, Chrysler 200, Cadillac ELR, Cadillac SRX, Chrysler Town and Country, Dodge Dart, Jeep Patriot, Mercedes Benz B-Class Electric Drive, Lincoln MKS og Buick Verano. Um eftirsjána eru örugglega skiptar skoðanir, en víst er þó að hér er um að ræða býsna margar bílgerðir.Volkswagen Sciorocco er annað dæmi.Og BMW þriðja dæmið. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Hætt var að framleiða talsvert margar bílgerðir í ár og sannarlega er eftissjá í sumum þeirra, en jafn lítil hvað aðra varðar. Það eru langt í frá allar bílgerðir sem endast marga áratugina eins og Volkswagen Golf og Passat eða Toyota Corolla og Land Cruiser. Því hverfa nokkrar bílgerðir af sjónarsviðinu á hverju ári. Þróun næstu árin gæti orðið sú að margar fólksbílagerðir munu sjá sína síðustu daga á kostnað sívaxandi fjölda jepplinga og jeppa og er sú þrún reyndar þegar hafin. Af þeim bílum sem víst er að margir munu sjá á eftir en hætt hefur verið við framleiðslu á þessu ári eru til dæmis Volkswagen CC, Eos og Scirocco, BMW Z4, Volvo S80 Rolls Royce Phantom, Mitsubishi Lancer, Subaru WRX STI sem hætt verður að framleiða fyrir Evrópumarkað, Dodge Viper, Chevrolet SS og Honda Accord Coupe. Líklega er minni eftirsjá eftir Mitsubishi iMiEV, Honda CR-Z, Subaru Crosstrek Hybrid, Chevrolet Spark EV, Chrysler 200, Cadillac ELR, Cadillac SRX, Chrysler Town and Country, Dodge Dart, Jeep Patriot, Mercedes Benz B-Class Electric Drive, Lincoln MKS og Buick Verano. Um eftirsjána eru örugglega skiptar skoðanir, en víst er þó að hér er um að ræða býsna margar bílgerðir.Volkswagen Sciorocco er annað dæmi.Og BMW þriðja dæmið.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent