Lífið

Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina

Atli Ísleifsson skrifar
Þessir herramenn fengu miða.
Þessir herramenn fengu miða. Nexus
Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi.

Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus, segir að þeir fyrstu hafi verið mættir klukkan fjögur í nótt en verslunin opnaði klukkan ellefu. „Þeir voru í Kraftgöllum, með teppi og með stóla. Þeir vissu alveg hvað þeir voru að fara út í þannig að þeir mættu vel búnir,“ segir Gísli, en um tíu stiga frost var í höfuðborginni í morgun.

Nexus stendur fyrir forsýningu á myndina á þriðjudagskvöldið klukkan 22:30. Gísli segir ljóst að margir gestanna muni mæta í búningum og má búast við mikilli stemmningu enda eftirvæntingin mikil. Gísli sagði að núna klukkan 12 væri enn ekki orðið uppselt á myndina.

Last Jedi er áttunda myndin í Star Wars kvikmyndaröðinni og framhald myndarinnar The Force Awakens.

Að neðan má sjá myndir af #röðinni og viðskiptavinum Nexus í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.