Hó, hó, hó: Stjörnurnar komnar í jólaskap Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 21:30 Er þetta það jólalegasta sem þið hafið séð í dag? Vísir / Samsett mynd Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári. Jól Jólaskraut Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári.
Jól Jólaskraut Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira