Sport

Pistorius meiddist í slagsmálum í steininum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fangelsisdómur Oscars Pistorius var þyngdur í síðasta mánuði.
Fangelsisdómur Oscars Pistorius var þyngdur í síðasta mánuði. vísir/getty
Morðinginn og hlaupagarpurinn Oscar Pistorius lenti í slagsmálum í fangelsi í Suður-Afríku á dögunum.

Samkvæmt heimildum BBC brutust slagsmálin út vegna óánægju annarra fanga með hversu lengi Pistorius talaði í síma sem er ætlaður öllum.

Pistorius meiddist í átökunum en aðrir sluppu með minniháttar áverka.

Pistorius, sem vann til sex gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra, myrti kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra 2013.

Hann var fundinn sekur um morð 2015 og dæmdur í sex ára fangelsi. Í síðasta mánuði var dómurinn yfir Pistorius svo þyngdur í 13 ár og fimm mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×