Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 20:30 Instagram-árið gert upp. Vísir / Skjáskot af Instagram Eitt eiga söngkonan Beyoncé, fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo og söngkonan Selena Gomez sameiginlegt fyrir utan hæfileikana - þau eru gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram. Samkvæmt árslista Instagram eru það eingöngu þessar þrjár stjörnur sem eiga myndir á listanum yfir tíu vinsælustu Instagram-myndir ársins. Beyoncé á tvær myndir, báðar tengdar börnunum sínum, Ronaldo á þrjár, einnig tengdar börnum og Selena á rest, eða fimm myndir af tíu. Það er kannski ekki skrýtið að Selena eigi svo margar myndir á topp tíu, en hún er vinsælasta manneskjan á Instagram með yfir 130 milljónir fylgjenda. Í öðru sæti er fyrrnefndur Cristiano Ronaldo með 116 milljónir fylgjenda. Rétt á eftir honum er söngkonan Ariana Grande með 115 milljónir fylgjenda og Beyoncé vermir fjórða sætið með 108 milljónir fylgjenda. Þegar sögunni víkur að því fólki sem bætti við sig flestum fylgjendum á árinu sem er að líða, trónir Ronaldo á toppnum. Hann bætti við sig þrjátíu milljónum fylgjenda á árinu. Í öðru sæti er Selena Gomez með 24 milljónir nýrra fylgjenda og Ariana Grande nælir sér í þriðja sætið með 22 milljónir nýrra fylgjenda. Á þessum lista er söngkonan Beyoncé í áttunda sæti, en hún bætti við sig 17 milljónum fylgjenda á árinu 2017. Lífið ákvað að kíkja á þessar tíu Instagram-myndir sem hlutu mesta ást á árinu og eflaust kannast einhverjir við þær. We would like to share our love and happiness. We have been blessed two times over. We are incredibly grateful that our family will be growing by two, and we thank you for your well wishes. - The Carters A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Feb 1, 2017 at 10:39am PST 1. Beyoncé tilkynnir óléttuna - 11,2 milljónum líkar við Internetið fór næstum því á hliðina þann 1. febrúar á þessu ári þegar söngkonan Beyoncé tilkynnti á Instagram að hún ætti von á tvíburum með eiginmanni sínum Jay-Z. „Við erum óstjórnlega þakklát fyrir að fjölskyldan okkar stækkar um tvo og þökkum ykkur fyrir kveðjurnar,“ skrifaði Beyoncé, en fyrir áttu hjónin dótturina Blue Ivy, sem verður sex ára í janúar. Þess má geta að Beyoncé og Jay-Z virðast elska að setja met þegar kemur að barneignum. Þau tilkynntu að Beyoncé bæri Blue Ivy undir belti á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni í ágúst árið 2011. Beyoncé steig á svið og flutti lagið Love on Top og endaði lagið á að strjúka kvið sinn og með því opinbera óléttuna. Þetta gerði það að verkum að verðlaunahátíðin náði hæstu áhorfi í sögu sjónvarpsstöðvarinnar MTV, en 12,4 milljónir horfðu á. Þá var orðasambandið Beyoncé pregnant, eða Beyoncé ólétt, slegið oftast upp á Google í vikunni eftir hátíðina. A Alana Martina acaba de nascer! Tanto a Geo como a Alana estão muito bem! Estamos todos muito felizes! A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Nov 12, 2017 at 12:19pm PST 2. Ronaldo á fæðingardeildinni - 11,1 milljón líkar við Það varð allt vitlaust þann 12. nóvember þegar fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo birti mynd af sér og fjölskyldu sinni á fæðingardeildinni til að tilkynna að hann og kærasta hans, Georgina Rodriguez, hefðu eignast dótturina Alana Martina. Þetta er ekki fyrsta barn Ronaldo, ekki einu sinni á þessu ári. Í júní staðfesti hann að hann væri orðinn stoltur faðir tvíbura sem fæddust með hjálp staðgöngumóður. Þá á Ronaldo einnig soninn Cristiano Ronaldo Jr., sjö ára, en fótboltakappinn hefur aldrei gefið upp hver móðir hans er. I'm very aware some of my fans had noticed I was laying low for part of the summer and questioning why I wasn't promoting my new music, which I was extremely proud of. So I found out I needed to get a kidney transplant due to my Lupus and was recovering. It was what I needed to do for my overall health. I honestly look forward to sharing with you, soon my journey through these past several months as I have always wanted to do with you. Until then I want to publicly thank my family and incredible team of doctors for everything they have done for me prior to and post-surgery. And finally, there aren't words to describe how I can possibly thank my beautiful friend Francia Raisa. She gave me the ultimate gift and sacrifice by donating her kidney to me. I am incredibly blessed. I love you so much sis. Lupus continues to be very misunderstood but progress is being made. For more information regarding Lupus please go to the Lupus Research Alliance website: www.lupusresearch.org/ -by grace through faith A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Sep 14, 2017 at 3:07am PDT 3. Selena á spítala - 10,3 milljónum líkar við Söngkonan Selena Gomez birti einlæga færslu á Instagram þann 14. september ásamt mynd af sér og vinkonu sinni, Francia Raisa, liggjandi í spítalarúmum. Við myndina skrifaði Selena að hún hefði þurft ígræðslu nýra vegna þess að hún þjáist af rauðum úlfum. Um leið þakkaði hún vinkonu sinni Francia Raisa fyrir að gefa sér nýra. Sir Carter and Rumi 1 month today. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Jul 13, 2017 at 10:10pm PDT 4. Beyoncé og tvíburarnir - 10,2 milljónum líkar við Fyrst að óléttumyndin af Beyoncé vakti svona mikla lukku, þá vakti myndin af Beyoncé með nýfæddum tvíburunum Sir Carter og Rumi einnig mikla athygli. Beyoncé birti myndina þann 14. júlí en þá voru tvíburarnir eins mánaðar gamlir. Myndin þótti nokkuð kostuleg og ákváðu foreldrar um heim allan að slá á létta strengi og endurgera myndina frægu. So happy to be able to hold the two new loves of my life A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jun 29, 2017 at 10:09am PDT 5. Ronaldo og tvíburarnir - 8,2 milljónum líkar við Og meira af börnum. Þann 29. júní birti Ronaldo mynd af sér með fyrrnefndum tvíburum. „Svo hamingjusamur að geta haldið á þessum tveimur ástum í lífi mínu,“ skrifaði Ronaldo við myndina, en Ronaldo fékk að fara fyrr heim úr Álfukeppninni til að vera með börnunum sínum. Hann missti því af því að leika um þriðja sætið í keppninni, en fékk eitthvað miklu betra í staðinn. A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Apr 15, 2017 at 6:04pm PDT 6. Með fyrrverandi - 8,1 milljón líkar við Selena Gomez birti sæta mynd af sér og þáverandi kærasta sínum, The Weeknd, á Coachella-tónlistarhátíðinni þann 15. apríl. Parið hætti saman í október. A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on May 1, 2017 at 8:32pm PDT 7. Hönd í hönd - 7,7 milljónum líkar við Selena og The Weeknd eiga einnig sjöunda sætið. Sú mynd var birt 2. maí, deginum eftir að parið opinberaði samband sitt á rauða dreglinum í Met Gala-veislunni. Family mood A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Aug 27, 2017 at 12:18pm PDT 8. Enn af Ronaldo og börnunum - 7,2 milljónum líkar við Aðdáendur Ronaldo elskuðu þessa mynd af kappanum þar sem hann sést slappa af í sófanum með kærustu sinni, Georgina Rodriguez, Cristiano Ronaldo Jr. og tvíburunum. A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Mar 17, 2017 at 10:21am PDT 9. Fyrsta forsíðan - 7,1 milljón líkar við Selena Gomez birti mynd úr fyrstu forsíðumyndatöku sinni fyrir tímaritið Vogue þann 17. mars og það fór svona líka vel ofan í mannskapinn. Thank you for all of my bday love. I couldn't be more blessed. A lot of you don't realize how much you mean to me. I. Love. You. --think 25 is going to be epic. xo A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Jul 22, 2017 at 10:46pm PDT 10. Til hamingju með afmælið - 7 milljónum líkar við Selena á síðustu myndina á topp tíu listanum. Hún fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 22. júlí og degi seinna birti hún þessa fallegu mynd af sér. „Takk fyrir alla ástina á afmælisdaginn,“ skrifaði Selena og bætti við: „Margir ykkar fatta ekki hve mikils virði þið eruð mér. Ég. Elska. Ykkur.“ Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þetta eru tíu vinsælustu myndböndin á YouTube árið 2017 YouTube hefur birt lista yfir mest "viral“ myndbönd ársins. 7. desember 2017 10:15 Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Eitt eiga söngkonan Beyoncé, fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo og söngkonan Selena Gomez sameiginlegt fyrir utan hæfileikana - þau eru gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram. Samkvæmt árslista Instagram eru það eingöngu þessar þrjár stjörnur sem eiga myndir á listanum yfir tíu vinsælustu Instagram-myndir ársins. Beyoncé á tvær myndir, báðar tengdar börnunum sínum, Ronaldo á þrjár, einnig tengdar börnum og Selena á rest, eða fimm myndir af tíu. Það er kannski ekki skrýtið að Selena eigi svo margar myndir á topp tíu, en hún er vinsælasta manneskjan á Instagram með yfir 130 milljónir fylgjenda. Í öðru sæti er fyrrnefndur Cristiano Ronaldo með 116 milljónir fylgjenda. Rétt á eftir honum er söngkonan Ariana Grande með 115 milljónir fylgjenda og Beyoncé vermir fjórða sætið með 108 milljónir fylgjenda. Þegar sögunni víkur að því fólki sem bætti við sig flestum fylgjendum á árinu sem er að líða, trónir Ronaldo á toppnum. Hann bætti við sig þrjátíu milljónum fylgjenda á árinu. Í öðru sæti er Selena Gomez með 24 milljónir nýrra fylgjenda og Ariana Grande nælir sér í þriðja sætið með 22 milljónir nýrra fylgjenda. Á þessum lista er söngkonan Beyoncé í áttunda sæti, en hún bætti við sig 17 milljónum fylgjenda á árinu 2017. Lífið ákvað að kíkja á þessar tíu Instagram-myndir sem hlutu mesta ást á árinu og eflaust kannast einhverjir við þær. We would like to share our love and happiness. We have been blessed two times over. We are incredibly grateful that our family will be growing by two, and we thank you for your well wishes. - The Carters A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Feb 1, 2017 at 10:39am PST 1. Beyoncé tilkynnir óléttuna - 11,2 milljónum líkar við Internetið fór næstum því á hliðina þann 1. febrúar á þessu ári þegar söngkonan Beyoncé tilkynnti á Instagram að hún ætti von á tvíburum með eiginmanni sínum Jay-Z. „Við erum óstjórnlega þakklát fyrir að fjölskyldan okkar stækkar um tvo og þökkum ykkur fyrir kveðjurnar,“ skrifaði Beyoncé, en fyrir áttu hjónin dótturina Blue Ivy, sem verður sex ára í janúar. Þess má geta að Beyoncé og Jay-Z virðast elska að setja met þegar kemur að barneignum. Þau tilkynntu að Beyoncé bæri Blue Ivy undir belti á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni í ágúst árið 2011. Beyoncé steig á svið og flutti lagið Love on Top og endaði lagið á að strjúka kvið sinn og með því opinbera óléttuna. Þetta gerði það að verkum að verðlaunahátíðin náði hæstu áhorfi í sögu sjónvarpsstöðvarinnar MTV, en 12,4 milljónir horfðu á. Þá var orðasambandið Beyoncé pregnant, eða Beyoncé ólétt, slegið oftast upp á Google í vikunni eftir hátíðina. A Alana Martina acaba de nascer! Tanto a Geo como a Alana estão muito bem! Estamos todos muito felizes! A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Nov 12, 2017 at 12:19pm PST 2. Ronaldo á fæðingardeildinni - 11,1 milljón líkar við Það varð allt vitlaust þann 12. nóvember þegar fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo birti mynd af sér og fjölskyldu sinni á fæðingardeildinni til að tilkynna að hann og kærasta hans, Georgina Rodriguez, hefðu eignast dótturina Alana Martina. Þetta er ekki fyrsta barn Ronaldo, ekki einu sinni á þessu ári. Í júní staðfesti hann að hann væri orðinn stoltur faðir tvíbura sem fæddust með hjálp staðgöngumóður. Þá á Ronaldo einnig soninn Cristiano Ronaldo Jr., sjö ára, en fótboltakappinn hefur aldrei gefið upp hver móðir hans er. I'm very aware some of my fans had noticed I was laying low for part of the summer and questioning why I wasn't promoting my new music, which I was extremely proud of. So I found out I needed to get a kidney transplant due to my Lupus and was recovering. It was what I needed to do for my overall health. I honestly look forward to sharing with you, soon my journey through these past several months as I have always wanted to do with you. Until then I want to publicly thank my family and incredible team of doctors for everything they have done for me prior to and post-surgery. And finally, there aren't words to describe how I can possibly thank my beautiful friend Francia Raisa. She gave me the ultimate gift and sacrifice by donating her kidney to me. I am incredibly blessed. I love you so much sis. Lupus continues to be very misunderstood but progress is being made. For more information regarding Lupus please go to the Lupus Research Alliance website: www.lupusresearch.org/ -by grace through faith A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Sep 14, 2017 at 3:07am PDT 3. Selena á spítala - 10,3 milljónum líkar við Söngkonan Selena Gomez birti einlæga færslu á Instagram þann 14. september ásamt mynd af sér og vinkonu sinni, Francia Raisa, liggjandi í spítalarúmum. Við myndina skrifaði Selena að hún hefði þurft ígræðslu nýra vegna þess að hún þjáist af rauðum úlfum. Um leið þakkaði hún vinkonu sinni Francia Raisa fyrir að gefa sér nýra. Sir Carter and Rumi 1 month today. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Jul 13, 2017 at 10:10pm PDT 4. Beyoncé og tvíburarnir - 10,2 milljónum líkar við Fyrst að óléttumyndin af Beyoncé vakti svona mikla lukku, þá vakti myndin af Beyoncé með nýfæddum tvíburunum Sir Carter og Rumi einnig mikla athygli. Beyoncé birti myndina þann 14. júlí en þá voru tvíburarnir eins mánaðar gamlir. Myndin þótti nokkuð kostuleg og ákváðu foreldrar um heim allan að slá á létta strengi og endurgera myndina frægu. So happy to be able to hold the two new loves of my life A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jun 29, 2017 at 10:09am PDT 5. Ronaldo og tvíburarnir - 8,2 milljónum líkar við Og meira af börnum. Þann 29. júní birti Ronaldo mynd af sér með fyrrnefndum tvíburum. „Svo hamingjusamur að geta haldið á þessum tveimur ástum í lífi mínu,“ skrifaði Ronaldo við myndina, en Ronaldo fékk að fara fyrr heim úr Álfukeppninni til að vera með börnunum sínum. Hann missti því af því að leika um þriðja sætið í keppninni, en fékk eitthvað miklu betra í staðinn. A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Apr 15, 2017 at 6:04pm PDT 6. Með fyrrverandi - 8,1 milljón líkar við Selena Gomez birti sæta mynd af sér og þáverandi kærasta sínum, The Weeknd, á Coachella-tónlistarhátíðinni þann 15. apríl. Parið hætti saman í október. A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on May 1, 2017 at 8:32pm PDT 7. Hönd í hönd - 7,7 milljónum líkar við Selena og The Weeknd eiga einnig sjöunda sætið. Sú mynd var birt 2. maí, deginum eftir að parið opinberaði samband sitt á rauða dreglinum í Met Gala-veislunni. Family mood A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Aug 27, 2017 at 12:18pm PDT 8. Enn af Ronaldo og börnunum - 7,2 milljónum líkar við Aðdáendur Ronaldo elskuðu þessa mynd af kappanum þar sem hann sést slappa af í sófanum með kærustu sinni, Georgina Rodriguez, Cristiano Ronaldo Jr. og tvíburunum. A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Mar 17, 2017 at 10:21am PDT 9. Fyrsta forsíðan - 7,1 milljón líkar við Selena Gomez birti mynd úr fyrstu forsíðumyndatöku sinni fyrir tímaritið Vogue þann 17. mars og það fór svona líka vel ofan í mannskapinn. Thank you for all of my bday love. I couldn't be more blessed. A lot of you don't realize how much you mean to me. I. Love. You. --think 25 is going to be epic. xo A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) on Jul 22, 2017 at 10:46pm PDT 10. Til hamingju með afmælið - 7 milljónum líkar við Selena á síðustu myndina á topp tíu listanum. Hún fagnaði 25 ára afmæli sínu þann 22. júlí og degi seinna birti hún þessa fallegu mynd af sér. „Takk fyrir alla ástina á afmælisdaginn,“ skrifaði Selena og bætti við: „Margir ykkar fatta ekki hve mikils virði þið eruð mér. Ég. Elska. Ykkur.“
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þetta eru tíu vinsælustu myndböndin á YouTube árið 2017 YouTube hefur birt lista yfir mest "viral“ myndbönd ársins. 7. desember 2017 10:15 Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þetta eru tíu vinsælustu myndböndin á YouTube árið 2017 YouTube hefur birt lista yfir mest "viral“ myndbönd ársins. 7. desember 2017 10:15
Árið 2017 gert upp: Skilnaðir skekja stjörnuheiminn Þessi pör fóru hvort sína leiðina, mörgum að óvörum. 17. nóvember 2017 21:30