Lífið

Ed Sheeran reyndi við Fairytale of New York

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Anne-Marie og Ed Sheeran lifðu sig inn í flutninginn.
Anne-Marie og Ed Sheeran lifðu sig inn í flutninginn. skjáskot
Enskir miðlar keppast nú við að greina frá ábreiðu Ed Sheeran, Anne-Marie og Beoga á hinu sígilda jólalagi Fairytale of New York - sem hin írsk-breska hljómsveit The Pogues gerði frægt á sínum tíma. Lagið fluttu þau í beinni hjá breska ríkisútvarpinu og má heyra flutninginn hér að neðan.

Mörgum kann að þykja undarlegt að heyra Ed Sheeran syngja lagið með sinni silkimjúku rödd enda er lagið ekki síst þekkt fyrir hinn hrjúfa blæ sem söngvarinn Shane MacGowan ljáði því.

Engu að síður er það mat Variety að Sheeran takist nokkuð vel til. Hann hafi ekki reynt að herma eftir upprunalega flutningnum heldur gert lagið að sínu. Þá sé frammistaða Anne-Marie engu minna eftirtektarverð og segir Variety flutning hennar einkennast af ástríðunni og hortugheitunum sem hin sáluga Kirsty MacColl var víðfræg fyrir.

Variety er þó á því að það hefði mátt sleppa síðasta hlutanum í flutningnum - sem heyra má hér að neðan.

Að neðan má heyra upprunalegu útgáfuna með The Pogues.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×