Fjör og fordómar í blokkinni Helga Birgisdóttir skrifar 15. desember 2017 10:00 Fólkið í blokkinni: Dýragarðurinn - kápa Bækur Fólkið í blokkinni: Dýragarðurinn Ólafur Haukur Símonarson Útgefandi: Sögur útgáfa Prentun: Prentmiðlun ehf., Lettlandi Fjöldi síðna: 125 Kápa: Guðjón Ingi Hauksson Fólkið í blokkinni: Dýragarðurinn er sjálfstætt framhald bókarinnar Fólkið í blokkinni sem kom út árið 2001. Dýragarðurinn gerist í sömu blokk og fyrri bókin og þar býr að mestu sama fólk og áður. Sagan er sögð í fyrstu persónu, út frá sjónarhorni Viggu, stálpaðrar stúlku sem þarf að hafa hemil á uppátækjasömum bróður sínum og vinum hans tveimur, tvíburunum Ara og Bjarna. Dýragarðurinn sver sig í ætt prakkarasagna sem eiga sér langa sögu hér á Íslandi og rekja má aftur til Nonnabóka Jóns Sveinssonar. Sagðar eru ýmsar skemmtisögur en stóra málið er uppbygging heils dýragarðs en í þá framkvæmd ráðast Óli, tvíburarnir og sjálfur afi sem fluttur er inn til Óla, Viggu og foreldra þeirra. Það er heilmikið líf og fjör og stundum má brosa að hamaganginum. Prakkarasögur eru drifnar áfram af atburðum frekar en djúpri persónusköpun og á það við um Dýragarðinn. Persónurnar eru týpur og flestar ágætar sem slíkar. Vigga er til að mynda rödd viskunnar og strákarnir dæmigerðir athafnapiltar sem framkvæma áður en þeir hugsa – og minna svolítið á uppáhaldstvíbura allra, Jón Odd og Jón Bjarna. Aðrar týpur eru öllu síðri. Húsvörðurinn Robbi er dæmigerður fúll húsvörður og verður síður en svo ánægður þegar í húsið flytur kona að nafni Valerí. Hann er sannfærður um að hún sé „hóra“, eins og það er orðað í bókinni. Hann virðist illa haldinn af Pólverjafordómum og er líka illa við „svertingja“ sem að hans sögn ljúga allir og svíkja. Þegar Robbi hefur þrisvar sinnum kallað Valerí „hóru“ ákveður hún að „leiðrétta þennan undarlega misskilning“ (93) með því að færa honum glæsilega heimabakaða köku, hella upp á kaffi og þrífa íbúðina hans. Að lokum nuddar hún meira að segja á honum herðarnar. Hér er óskaplega margt sem mætti fara betur. Fyrir hið fyrsta er afskaplega óviðeigandi að nota orðið hóra í barnabók sem og fáránlegt að leika sér að úr sér gengnum mýtum um lauslátar austurevrópskar konur. Þá er enn bagalegra að það er Valerí sjálf sem leysir þennan fordómafulla „misskilning“. Valerí er líka gerð mjög hjákátleg og gert er áberandi grín að íslenskukunnáttu hennar og framburði. Ágætt dæmi um þetta er þegar Valerí segir frá samtali sínu við Robba þess efnis að hún sé ekki hóra: „Ég segja Robbí að ég ekki vera húrra heldur bara núddari og hann segja fýrirgefðu, það vera allír þessír karlmenn sem heimsækja þíg um helgúr …“ (94-95). Málefni á borð við þessi eru alvarleg og ætli barnabókahöfundar að gera þau að viðfangsefni sínu þurfa þeir að fara mjög varlega, bæði af virðingu við það fólk og málefni sem til umfjöllunar er sem og lesendur sína. Á fordómum Robba er til dæmis ekki tekið af neinni alvöru í bókinni og lausnirnar til að uppræta fordóma hans ala einvörðungu á öðrum. Í Dýragarðinum er að finna marga ágæta brandara og bókin sjálf er í heild ágætlega skrifuð þótt á henni sé viss hroðvirknisbragur og bygginguna mætti skoða betur. Það má þó alls ekki gleyma því að það má ekki gera grín að öllu, síst þegar um barnabækur er að ræða, og framsetning viðkvæmra málefna skiptir gríðarlegu máli.Niðurstaða: Sæmileg afþreying sem ætti alls ekki að taka alvarlega þótt óhjákvæmilegt sé að hrökkva við á stöku stað. Bókmenntir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Fólkið í blokkinni: Dýragarðurinn Ólafur Haukur Símonarson Útgefandi: Sögur útgáfa Prentun: Prentmiðlun ehf., Lettlandi Fjöldi síðna: 125 Kápa: Guðjón Ingi Hauksson Fólkið í blokkinni: Dýragarðurinn er sjálfstætt framhald bókarinnar Fólkið í blokkinni sem kom út árið 2001. Dýragarðurinn gerist í sömu blokk og fyrri bókin og þar býr að mestu sama fólk og áður. Sagan er sögð í fyrstu persónu, út frá sjónarhorni Viggu, stálpaðrar stúlku sem þarf að hafa hemil á uppátækjasömum bróður sínum og vinum hans tveimur, tvíburunum Ara og Bjarna. Dýragarðurinn sver sig í ætt prakkarasagna sem eiga sér langa sögu hér á Íslandi og rekja má aftur til Nonnabóka Jóns Sveinssonar. Sagðar eru ýmsar skemmtisögur en stóra málið er uppbygging heils dýragarðs en í þá framkvæmd ráðast Óli, tvíburarnir og sjálfur afi sem fluttur er inn til Óla, Viggu og foreldra þeirra. Það er heilmikið líf og fjör og stundum má brosa að hamaganginum. Prakkarasögur eru drifnar áfram af atburðum frekar en djúpri persónusköpun og á það við um Dýragarðinn. Persónurnar eru týpur og flestar ágætar sem slíkar. Vigga er til að mynda rödd viskunnar og strákarnir dæmigerðir athafnapiltar sem framkvæma áður en þeir hugsa – og minna svolítið á uppáhaldstvíbura allra, Jón Odd og Jón Bjarna. Aðrar týpur eru öllu síðri. Húsvörðurinn Robbi er dæmigerður fúll húsvörður og verður síður en svo ánægður þegar í húsið flytur kona að nafni Valerí. Hann er sannfærður um að hún sé „hóra“, eins og það er orðað í bókinni. Hann virðist illa haldinn af Pólverjafordómum og er líka illa við „svertingja“ sem að hans sögn ljúga allir og svíkja. Þegar Robbi hefur þrisvar sinnum kallað Valerí „hóru“ ákveður hún að „leiðrétta þennan undarlega misskilning“ (93) með því að færa honum glæsilega heimabakaða köku, hella upp á kaffi og þrífa íbúðina hans. Að lokum nuddar hún meira að segja á honum herðarnar. Hér er óskaplega margt sem mætti fara betur. Fyrir hið fyrsta er afskaplega óviðeigandi að nota orðið hóra í barnabók sem og fáránlegt að leika sér að úr sér gengnum mýtum um lauslátar austurevrópskar konur. Þá er enn bagalegra að það er Valerí sjálf sem leysir þennan fordómafulla „misskilning“. Valerí er líka gerð mjög hjákátleg og gert er áberandi grín að íslenskukunnáttu hennar og framburði. Ágætt dæmi um þetta er þegar Valerí segir frá samtali sínu við Robba þess efnis að hún sé ekki hóra: „Ég segja Robbí að ég ekki vera húrra heldur bara núddari og hann segja fýrirgefðu, það vera allír þessír karlmenn sem heimsækja þíg um helgúr …“ (94-95). Málefni á borð við þessi eru alvarleg og ætli barnabókahöfundar að gera þau að viðfangsefni sínu þurfa þeir að fara mjög varlega, bæði af virðingu við það fólk og málefni sem til umfjöllunar er sem og lesendur sína. Á fordómum Robba er til dæmis ekki tekið af neinni alvöru í bókinni og lausnirnar til að uppræta fordóma hans ala einvörðungu á öðrum. Í Dýragarðinum er að finna marga ágæta brandara og bókin sjálf er í heild ágætlega skrifuð þótt á henni sé viss hroðvirknisbragur og bygginguna mætti skoða betur. Það má þó alls ekki gleyma því að það má ekki gera grín að öllu, síst þegar um barnabækur er að ræða, og framsetning viðkvæmra málefna skiptir gríðarlegu máli.Niðurstaða: Sæmileg afþreying sem ætti alls ekki að taka alvarlega þótt óhjákvæmilegt sé að hrökkva við á stöku stað.
Bókmenntir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira