Jólasveinninn stöðvar ökuníðing Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 16:02 Ökuníðingurinn handtekinn eftir eltingaleikinn langa. Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent
Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent