Lífið

Daði Freyr bræðir hjörtu þjóðarinnar með frábærri ábreiðu af Það snjóar

Birgir Olgeirsson skrifar
Daði Freyr hefur heldur betur slegið í gegn í ár.
Daði Freyr hefur heldur betur slegið í gegn í ár.
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur heldur betur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í ár. Nú fyrir jólin ákvað hann að breiða yfir uppáhalds jólalagið sitt, Það snjóar.

Lagið hefur heldur betur slegið í gegn síðan Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sendu það frá sér árið 2009.

Lagið er upprunalega frá 1967 og heitir upprunalega It Makes No Diffrence Now. Bandaríska hljómsveitin The Walker Brothers gerði það vinsælt en höfundar lagsins eru þeir Norman Newell og Iller Pattacini.

Íslenska textann á Bragi Valdimar Skúlason.

Daði Freyr birti ábreiðu sína af laginu á Facebook-síðu sinni í gær en síðan þá hafa yfir þúsund manns sett „læk“ við færsluna og 340 deilt henni. Það má því sanni segja að viðbrögðin við þessari útgáfu Daða Freys séu jákvæð, enda nokkuð vel gert hjá þessum snjalla tónlistarmanni sem sló í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár með laginu Hvað með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.