Lífið

Ben Frost á Sónar Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ben Frost þykir mjög fær raftónlistarmaður.
Ben Frost þykir mjög fær raftónlistarmaður. mynd/ Salar Kheradpejouh
Rafstónlistarmaðurinn góðkunni Ben Frost kemur fram á Sónar Reykjavík í byrjun næsta árs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar.

Hróður Ben Frost hefur stöðugt farið vaxandi undanfarin ár og hefur hann meðal annars verið á mála hjá hinu virta plötufyrirtæki, Mute.

Nýjasta plata hans, The Centre Cannot Hold, var unnin með hinum goðsagnakennda upptökustjóra Steve Albini sem áður hefur unnið pötur með listamönnum á borð við Nirvana, Pixies, Joanna Newsome, Mogwai, PJ Harvey og mörgum fleirum.

Ben mun á Sónar Reykjavík setja á svið glænýja tónleikaútgáfu sem inniheldur meðal annars mynd- og ljósahönnun eftir hinn margverðlaunaða sjónlistamann MFO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×