Íslensk raftónlistarveisla á Paloma Tinni Sveinsson skrifar 1. desember 2017 17:30 Oculus flytur nýtt efni á Paloma á morgun og sér um tónleikaröð þar sem íslensk raftónlist er í aðalhlutverki. Tónlistarmaðurinn Oculus mun á næstu mánuðum standa fyrir nýrri tónleikaseríu á skemmtistaðnum Paloma. Lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi og verður staðurinn fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum. Fyrsta kvöldið verður laugardaginn 2.desember. Þá fær Oculus til liðs við sig frábæran hóp af tónlistarmönnum en auk hans koma fram Púlsvídd, Orang Volante og Kraftgalli. Oculus ætlar að trylla lýðinn með frumflutningi á nýju og óútgefnu efni en hann hefur að undanförnu unnið hörðum höndum í hljóðverinu að nýrri útgáfu. Tvíeykið Púlsvídd skipa listamennirnir Xylic og Daveeth. Hljómsveitin er þekkt fyrir seiðandi „acid“ tóna og heldur upp á eins árs afmæli sitt á laugardag. Orang Volante nýtir áralanga reynslu sína fyrir dansgólfið og fangar eyru sem fætur með taktfastri hús- og teknótónlist. Svo er það Kraftgalli en það er nýtt verkefni Arnljóts Sigurðssonar úr Ojbarasta sem á dögunum gaf út sitt fyrsta lag, Halló Fokking Húrra. Lagið kom út á safnskífu hjá þýska plötufyrirtækinu HFN Music. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu tónleikanna. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Oculus mun á næstu mánuðum standa fyrir nýrri tónleikaseríu á skemmtistaðnum Paloma. Lifandi íslensk dans- og raftónlist verður höfð í fyrirrúmi og verður staðurinn fylltur af trommuheilum og hljóðgervlum. Fyrsta kvöldið verður laugardaginn 2.desember. Þá fær Oculus til liðs við sig frábæran hóp af tónlistarmönnum en auk hans koma fram Púlsvídd, Orang Volante og Kraftgalli. Oculus ætlar að trylla lýðinn með frumflutningi á nýju og óútgefnu efni en hann hefur að undanförnu unnið hörðum höndum í hljóðverinu að nýrri útgáfu. Tvíeykið Púlsvídd skipa listamennirnir Xylic og Daveeth. Hljómsveitin er þekkt fyrir seiðandi „acid“ tóna og heldur upp á eins árs afmæli sitt á laugardag. Orang Volante nýtir áralanga reynslu sína fyrir dansgólfið og fangar eyru sem fætur með taktfastri hús- og teknótónlist. Svo er það Kraftgalli en það er nýtt verkefni Arnljóts Sigurðssonar úr Ojbarasta sem á dögunum gaf út sitt fyrsta lag, Halló Fokking Húrra. Lagið kom út á safnskífu hjá þýska plötufyrirtækinu HFN Music. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu tónleikanna.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira