Innra net og þræðir hjartans Sigríður Jónsdóttir skrifar 5. desember 2017 10:15 Flakkað er á milli raunheima og sýndarveruleika í sýningunni SOL. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhópurinn Sómi þjóðar sýnir nú nýtt leikrit að nafni SOL í Tjarnarbíói, vettvangi sjálfstæðu sviðslistasenunnar. Hugmyndaheimur leikhópsins er iðulega stærri og flóknari heldur en fábrotnar leikmyndir þeirra gefa til kynna en í þetta skiptið fer hópurinn í nýja átt og þeytir leikhúsáhorfendum inn í tölvuleikjaveruleikann sem þróast nú á ljóshraða, hraðar en sálarlíf manneskjunnar getur stundum tekist á við með góðu móti. SOL er hægt að staðsetja með tveimur fyrri sýningum Sóma þjóðar, MP5 og Könnunarleiðangrinum til Koi, saman mynda verkin eins konar tæknivæddan þríleik þar sem samskipti mannverunnar og tækninnar eru rannsökuð. Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson eru driffjaðrir hópsins og handritshöfundar SOL. Þeirra besti kostur á textasviðinu er einlægnin, óvanaleg efnistök og sá einstaki hæfileiki að finna húmor á óvæntustu stöðum. Aftur á móti getur einlægnin orsakað ákveðið agaleysi og komið þeim í koll. Internetið á sínar skuggahliðar þar sem fordómar grassera, málfrelsið er afskræmt og í verstu tilvikum getur vefnotkun haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. En hver er raunverulegi munurinn á því að spila byssuleiki á sjónvarpsskjá eða hafa snjallsímann límdan við höndina? Er Tinder eitthvað annað en tölvuleikur? Tilgerð í raunveruleikanum er ekki svo ólík því að umbreytast í yfirvaraskeggjaðan pípara sem hoppar ofan á sveppi í sýndarveruleikaheimi. Við erum flest að reyna að finna okkar stað í tilvistinni, sumir þurfa bara að umbreyta sjálfum sér í geimtröll til að takast það. SOL segir frá baráttu Davíðs við myrkraöfl félags- og víðáttufælninnar. Hann finnur frelsi og vináttu í netheimum sem hetjan Splinter en missir á endanum tökin á hinni raunverulegu tilvist. Hilmir ber af í hlutverki Davíðs og leikur hann af miklum skilningi. Davíð skautar frá ofsahræðslu til ofsagleði en skilur ekki hvernig hann á að takast á við þessar tilfinningar, sérstaklega eftir að hann hittir SOL. Þetta gerir Hilmir vel. Salóme Rannveig Gunnarsdóttir leikur hina dulmögnuðu SOL, sýndarveruleikavalkyrju og draumadís. Í fyrri hluta sýningar er hún heft af handritinu en blómstrar í hinum seinni þegar hin raunverulega manneskja á bak við SOL er afhjúpuð. Kolbeinn Arnbjörnsson fer með hlutverk Hauks, sem flýr raunveruleikann í gegnum áfengi, en er jafnframt síðasta tenging Davíðs við hans gamla líf. Kolbeinn er kraftmikill leikari en þarf að finna stærri tilfinningalega breidd í sinni nálgun því Haukur er alveg jafn áhugaverð persóna og Davíð. Sjálfstæðir leikhópar glíma oftar en ekki við skort, þá sérstaklega á tíma og fjármunum. Listrænir stjórnendur verða að sinna mörgum hlutverkum til þess að hreinlega koma sýningunni á svið en spyrja má hvort Tryggvi hefði getað sett aðeins meiri tíma í leikstjórnina. Hún er oft á tíðum þunglamaleg og aftengd, sérstaklega þegar persónum er stillt upp á sviði til að tala út til áhorfenda. Öll sviðshönnun ber merki um gríðarlegan metnað. Leikmyndin virðist kannski einföld en er allt annað en svo. Valdimar Jóhannsson á heiður skilinn fyrir tækniundrið sem hann skapar í hljóð- og myndheimi sýningarinnar. Þar eru myndbönd, upptökur af ýmsu tagi, frumskapaður tækniheimur og síðast en alls ekki síst dýrðleg tónlistarnotkun þar sem nostalgían hittir þráðbeint í hjartastað Nintendo kynslóðarinnar. Sigríður Soffía Níelsdóttir sér um sviðshreyfingarnar sem eru bæði skarpar og stundum bráðfyndnar. Aftur á móti var síðasta danssenan alltof löng þó að uppbrotið hafi verið skynsamlegt og hugljúft með aðstoð yndislegrar tónlistar. Leikhópurinn Sómi þjóðar hikar ekki við að hnoða leikhúsformið sundur og saman, útkoman er ávallt forvitnileg þó að hún sé ekki endilega slétt og felld. Allir hnútar handritsins eru hnýttir aðeins of fallega saman og það er aðeins of langt, aftur á móti hitta sumar senurnar þráðbeint í mark. Þó að tilfinningasemin daðri reglulega við velsæmismörkin þá nær SOL yfirleitt að rétta sig af. En ekki má gleyma að raunveruleikinn er oft skrýtnari en sýndarveruleikinn.Niðurstaða: Virkilega metnaðarfull efnistök sem þurfa agaðri mótunaraðferð. Leikhús Tengdar fréttir Óður til tölvuleikjanna og aðvörun á sama tíma SOL er nýtt leikverk sem Sómi þjóðar frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld, 1. desember. Það byggir á ástarsögu úr samtímanum. Tryggvi Gunnarsson er meðhöfundur og leikstjóri. 30. nóvember 2017 10:45 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhópurinn Sómi þjóðar sýnir nú nýtt leikrit að nafni SOL í Tjarnarbíói, vettvangi sjálfstæðu sviðslistasenunnar. Hugmyndaheimur leikhópsins er iðulega stærri og flóknari heldur en fábrotnar leikmyndir þeirra gefa til kynna en í þetta skiptið fer hópurinn í nýja átt og þeytir leikhúsáhorfendum inn í tölvuleikjaveruleikann sem þróast nú á ljóshraða, hraðar en sálarlíf manneskjunnar getur stundum tekist á við með góðu móti. SOL er hægt að staðsetja með tveimur fyrri sýningum Sóma þjóðar, MP5 og Könnunarleiðangrinum til Koi, saman mynda verkin eins konar tæknivæddan þríleik þar sem samskipti mannverunnar og tækninnar eru rannsökuð. Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson eru driffjaðrir hópsins og handritshöfundar SOL. Þeirra besti kostur á textasviðinu er einlægnin, óvanaleg efnistök og sá einstaki hæfileiki að finna húmor á óvæntustu stöðum. Aftur á móti getur einlægnin orsakað ákveðið agaleysi og komið þeim í koll. Internetið á sínar skuggahliðar þar sem fordómar grassera, málfrelsið er afskræmt og í verstu tilvikum getur vefnotkun haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. En hver er raunverulegi munurinn á því að spila byssuleiki á sjónvarpsskjá eða hafa snjallsímann límdan við höndina? Er Tinder eitthvað annað en tölvuleikur? Tilgerð í raunveruleikanum er ekki svo ólík því að umbreytast í yfirvaraskeggjaðan pípara sem hoppar ofan á sveppi í sýndarveruleikaheimi. Við erum flest að reyna að finna okkar stað í tilvistinni, sumir þurfa bara að umbreyta sjálfum sér í geimtröll til að takast það. SOL segir frá baráttu Davíðs við myrkraöfl félags- og víðáttufælninnar. Hann finnur frelsi og vináttu í netheimum sem hetjan Splinter en missir á endanum tökin á hinni raunverulegu tilvist. Hilmir ber af í hlutverki Davíðs og leikur hann af miklum skilningi. Davíð skautar frá ofsahræðslu til ofsagleði en skilur ekki hvernig hann á að takast á við þessar tilfinningar, sérstaklega eftir að hann hittir SOL. Þetta gerir Hilmir vel. Salóme Rannveig Gunnarsdóttir leikur hina dulmögnuðu SOL, sýndarveruleikavalkyrju og draumadís. Í fyrri hluta sýningar er hún heft af handritinu en blómstrar í hinum seinni þegar hin raunverulega manneskja á bak við SOL er afhjúpuð. Kolbeinn Arnbjörnsson fer með hlutverk Hauks, sem flýr raunveruleikann í gegnum áfengi, en er jafnframt síðasta tenging Davíðs við hans gamla líf. Kolbeinn er kraftmikill leikari en þarf að finna stærri tilfinningalega breidd í sinni nálgun því Haukur er alveg jafn áhugaverð persóna og Davíð. Sjálfstæðir leikhópar glíma oftar en ekki við skort, þá sérstaklega á tíma og fjármunum. Listrænir stjórnendur verða að sinna mörgum hlutverkum til þess að hreinlega koma sýningunni á svið en spyrja má hvort Tryggvi hefði getað sett aðeins meiri tíma í leikstjórnina. Hún er oft á tíðum þunglamaleg og aftengd, sérstaklega þegar persónum er stillt upp á sviði til að tala út til áhorfenda. Öll sviðshönnun ber merki um gríðarlegan metnað. Leikmyndin virðist kannski einföld en er allt annað en svo. Valdimar Jóhannsson á heiður skilinn fyrir tækniundrið sem hann skapar í hljóð- og myndheimi sýningarinnar. Þar eru myndbönd, upptökur af ýmsu tagi, frumskapaður tækniheimur og síðast en alls ekki síst dýrðleg tónlistarnotkun þar sem nostalgían hittir þráðbeint í hjartastað Nintendo kynslóðarinnar. Sigríður Soffía Níelsdóttir sér um sviðshreyfingarnar sem eru bæði skarpar og stundum bráðfyndnar. Aftur á móti var síðasta danssenan alltof löng þó að uppbrotið hafi verið skynsamlegt og hugljúft með aðstoð yndislegrar tónlistar. Leikhópurinn Sómi þjóðar hikar ekki við að hnoða leikhúsformið sundur og saman, útkoman er ávallt forvitnileg þó að hún sé ekki endilega slétt og felld. Allir hnútar handritsins eru hnýttir aðeins of fallega saman og það er aðeins of langt, aftur á móti hitta sumar senurnar þráðbeint í mark. Þó að tilfinningasemin daðri reglulega við velsæmismörkin þá nær SOL yfirleitt að rétta sig af. En ekki má gleyma að raunveruleikinn er oft skrýtnari en sýndarveruleikinn.Niðurstaða: Virkilega metnaðarfull efnistök sem þurfa agaðri mótunaraðferð.
Leikhús Tengdar fréttir Óður til tölvuleikjanna og aðvörun á sama tíma SOL er nýtt leikverk sem Sómi þjóðar frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld, 1. desember. Það byggir á ástarsögu úr samtímanum. Tryggvi Gunnarsson er meðhöfundur og leikstjóri. 30. nóvember 2017 10:45 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Óður til tölvuleikjanna og aðvörun á sama tíma SOL er nýtt leikverk sem Sómi þjóðar frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld, 1. desember. Það byggir á ástarsögu úr samtímanum. Tryggvi Gunnarsson er meðhöfundur og leikstjóri. 30. nóvember 2017 10:45