Ford ætlar að selja bíla á Alibaba Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 11:47 Bílasjálfsöluturn eins og Ford ætlar að setja upp í Kína. Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent
Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent