Um borð í Koenigsegg á 458 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 15:33 Hér sýnir hraðamælirinn 457,5 km/klst. motor1.com Fyrir um mánuði síðan sló Koenigsegg Agera RS bíll ein 5 heimsmet við akstur á afar góðum þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar náði hann til dæmis 457,94 km hraða sem eðlilega er eitt þessara meta, en það er mesti mældi hraði sem nokkur bíll hefur náð á vegi ætluðum almenningi. Er þar um að ræða ríflega fimmfaldan hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Um borð í bílnum var myndavél sem sýndi akstur Niklas Lilja, en hann er starfsmaður Koenigsegg og fékk það öfundsverða hlutverk að aka þessum 1.360 hestafla ofurbíl þennan dag. Í myndskeiðinu sést að Niklas fer fremur rólega uppí 300 km hraða en eftir það var þyngra stigið á bensíngjöfina og bíllinn í raun ekki svo lengi að ná þessum 458 km hraða. Meiningin í þessum bíltúr var nefnilega að ná sem hæstum hraða en ekki endilega á sem stystum tíma. Því var ekki ætlun ökumannsins að leggja of mikið á vél bílsins uns hún á endanum fékk þó að reyna sitt ítrasta. Þegar Agera RS bíllinn fer sem hraðast í þessari ökuferð klárar hann 127 metra vegalengd á hverri sekúndu, en það er gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Allan tímann virðist þó stöðugleiki bílsins á þjóðveginum óaðfinnanlegur. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent
Fyrir um mánuði síðan sló Koenigsegg Agera RS bíll ein 5 heimsmet við akstur á afar góðum þjóðvegi í Nevada í Bandaríkjunum. Þar náði hann til dæmis 457,94 km hraða sem eðlilega er eitt þessara meta, en það er mesti mældi hraði sem nokkur bíll hefur náð á vegi ætluðum almenningi. Er þar um að ræða ríflega fimmfaldan hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Um borð í bílnum var myndavél sem sýndi akstur Niklas Lilja, en hann er starfsmaður Koenigsegg og fékk það öfundsverða hlutverk að aka þessum 1.360 hestafla ofurbíl þennan dag. Í myndskeiðinu sést að Niklas fer fremur rólega uppí 300 km hraða en eftir það var þyngra stigið á bensíngjöfina og bíllinn í raun ekki svo lengi að ná þessum 458 km hraða. Meiningin í þessum bíltúr var nefnilega að ná sem hæstum hraða en ekki endilega á sem stystum tíma. Því var ekki ætlun ökumannsins að leggja of mikið á vél bílsins uns hún á endanum fékk þó að reyna sitt ítrasta. Þegar Agera RS bíllinn fer sem hraðast í þessari ökuferð klárar hann 127 metra vegalengd á hverri sekúndu, en það er gott betur en lengd knattspyrnuvallar. Allan tímann virðist þó stöðugleiki bílsins á þjóðveginum óaðfinnanlegur.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent