Ronaldo hélt uppá fimmta gullboltann með tveim mörkum og sigri

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Cristiano Ronaldo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk
Cristiano Ronaldo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk Vísir/Getty
Christiano Ronaldo, sem vann gullboltann (Ballon d'or) í fimmta skipti í vikunni, fór fyrir sínum mönnum í Real Madrid í dag og skoraði tvö mörk í auðveldum sigri á Sevilla á heimavelli, 5-0.

Lið Sevilla sá aldrei til sólar í leiknum og lentu undir strax á 3. mínútu leiksins, þegar að varnarmaðurinn Nacho Fernandes skoraði.

Ronaldo tók næst við keflinu og skoraði tvö mörk á 8 mínútna kafla, það síðara úr víti eftir að Jesus Navas hafði handleikið boltann klaufalega í vítateig Sevilla.

Þar næst skoraði Toni Kroos eftir glæsilega skyndisókn Real og jók muninn í 4-0.

Marakóinn ungi, Achraf Hakimi sló síðan naglann í kistu Sevilla og kom heimamönnum í 5-0 á 42 mínútu. Þar við sat og eftirleikurinn einkar þægilegur fyrir heimamenn.

Lítið markvert gerðist í síðari hálfleik og voru gestirnir frá Sevilla aldrei líklegir til þess að bæta stöðuna.

Þrátt fyrir sigurinn er lið Real Madrid í 3. sæti spænsku úrvalsdeildinnar, 5 stigum á eftir toppliði Barcelona sem á auk þess leik til góða.

Barcelona heimsækir Villareal kl 19:40 á morgun í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira