Sport

Besti leikur Íslands á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir vísir/björgvin harðarson
Keppni í þrímenning á Heimsmeistaramótinu í keilu hófst í gær. Ísland sendi tvö lið til keppni í bæði karla- og kvennaflokki.

Lið Ísland 1 í kvennaflokki, sem var skipað þeim Katrínu Fjólu Bragadóttur, Lindu Hrönn Magnúsdóttur og Dagný Eddu Þórisdóttur spilaði þokkalega og skoruðu 1628 stig sem skilaði þeim í 40. sæti af 56.

Hvert lið lék þrjá leiki og var þriðji leikur Ísland 1 frábær. Þar skoruðu þær 627. Linda Hrönn fór fyrir liðinu og skoraði 243 stig. Það er besti leikur íslensku stelpnanna það sem af er mótinu.

Ísland 2, þær Guðný Gunnarsdóttir, Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Hafdís Pála Jónasdóttir, skoraði 1524 stig og eru í 51. sæti.

Lið Ísland 2 í karlaflokki, þeir Gunnar Þór Ásgeirsson, Gústaf Smári Björnsson og Skúli Freyr Sigurðsson spiluðu mjög fel, 1799 stig sem skilaði þeim 27. sæti af 69 liðum.

Ísland 1 var skipað Jóni Inga Ragnarssyni, Arnari Davíð Jónssyni og Hafþóri Harðarssyni náði 1692 stigum og er í 55. sæti. Jón Ingi spilaði mjög vel í gær og var með 215 að meðaltali í leik.

Keppni í þrímenning heldur áfram í dag.


Tengdar fréttir

HM í keilu hafið

Heimsmeistaramótið í keilu hófst í Las Vegas í gær þegar einstaklingskeppni kvenna hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×