Borgward hefur sölu í Evrópu í byrjun næsta árs Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2017 09:48 Borgward BX7 er á stærð við Audi Q5. Evrópubúar geta valið úr einu bílamerki enn á næst ári því kínversk-þýska bílafyrirtækið Borgward mun bætast við bílaflóru álfunnar og það strax á fyrsta ársfjórðungi. Borgward er fornfrægt þýskt bílamerki sem reist var upp úr öskustónni fyrir örfáum árum síðan með kínversku fjármagni. Nú eru Borgward bílar framleiddir í Kína og þeir bílar sem seldir verða í Evrópu munu koma þaðan. Borgward ætlar að hefja söluna í upprunalandinu Þýskalandi og það í upphafi aðeins með einni bílgerð, jeppann BX7. Sá bíll hefur selst ágætlega í Kína. Hann er á stærð við Audi Q5 og þónokkur íburður er í honum líkt og í þeim þýska. Borgward mun svo fjölga bæði löndunum í Evrópu og bílgerðunum sem þar skal selja, en minni BX5 jepplingur mun fylgja í kjölfarið. Borgward BX7 jeppinn er í grunngerð boðinn með 224 hestafla 2,0 lítra bensínvél sem togar 300 Nm. Hann kostar í sinni ódýrustu útfærslu 26.000 evrur í Þýskalandi, eða 3,2 milljónir króna og er því talsvert ódýrari bíll en Audi Q5, hans helsti keppinautur, að mati Borgward. Borgward ætlar ekki að fara hefðbundnar leiðir við sölu bíla sinna í Evrópu og setja upp sýningarsali um víðan völl. Þess í stað verður lögð aðaláhersla á að selja bíla Borgward gegnum vefinn og halda með því kostnaði við markaðssetningu í algjöru lágmarki og verði bílann í leiðinni.Borgward BX5 verður svo næstur í röðinni í sölu Borgward í Evrópu.Borgward Isabella seldist vel á árum áður og flokkaðist á sínum tíma meðal lúxusbíla. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent
Evrópubúar geta valið úr einu bílamerki enn á næst ári því kínversk-þýska bílafyrirtækið Borgward mun bætast við bílaflóru álfunnar og það strax á fyrsta ársfjórðungi. Borgward er fornfrægt þýskt bílamerki sem reist var upp úr öskustónni fyrir örfáum árum síðan með kínversku fjármagni. Nú eru Borgward bílar framleiddir í Kína og þeir bílar sem seldir verða í Evrópu munu koma þaðan. Borgward ætlar að hefja söluna í upprunalandinu Þýskalandi og það í upphafi aðeins með einni bílgerð, jeppann BX7. Sá bíll hefur selst ágætlega í Kína. Hann er á stærð við Audi Q5 og þónokkur íburður er í honum líkt og í þeim þýska. Borgward mun svo fjölga bæði löndunum í Evrópu og bílgerðunum sem þar skal selja, en minni BX5 jepplingur mun fylgja í kjölfarið. Borgward BX7 jeppinn er í grunngerð boðinn með 224 hestafla 2,0 lítra bensínvél sem togar 300 Nm. Hann kostar í sinni ódýrustu útfærslu 26.000 evrur í Þýskalandi, eða 3,2 milljónir króna og er því talsvert ódýrari bíll en Audi Q5, hans helsti keppinautur, að mati Borgward. Borgward ætlar ekki að fara hefðbundnar leiðir við sölu bíla sinna í Evrópu og setja upp sýningarsali um víðan völl. Þess í stað verður lögð aðaláhersla á að selja bíla Borgward gegnum vefinn og halda með því kostnaði við markaðssetningu í algjöru lágmarki og verði bílann í leiðinni.Borgward BX5 verður svo næstur í röðinni í sölu Borgward í Evrópu.Borgward Isabella seldist vel á árum áður og flokkaðist á sínum tíma meðal lúxusbíla.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent