United tapaði í Sviss Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 21:30 Marouane Fellaini í baráttunni í kvöld. vísir/getty Manchester United mistókst að tryggja sér sigur í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld þegar að liðið tapaði fyrir svissnesku meisturunum í Basel, 1-0, á útivelli. Eina mark leiksins skoraði Michael Lang á 89. mínútu en hann laumaði sér á fjærstöngina þar sem Daley Blind gleymdi sér og skoraði sigurmarkið. United þurfti aðeins eitt stig til að vinna riðilinn en það var komið áfram í 16 liða úrslitin fyrir leikinn. Það þarf sömuleiðis aðeins eitt stig á móti CSKA Moskvu á útivelli í lokaumferðinni heima til að vinna A-riðilinn. Basel sækir Benfica heim í lokaumferðinni og þarf að ná betri úrslitum en CSKA til að komast í 16 liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu
Manchester United mistókst að tryggja sér sigur í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld þegar að liðið tapaði fyrir svissnesku meisturunum í Basel, 1-0, á útivelli. Eina mark leiksins skoraði Michael Lang á 89. mínútu en hann laumaði sér á fjærstöngina þar sem Daley Blind gleymdi sér og skoraði sigurmarkið. United þurfti aðeins eitt stig til að vinna riðilinn en það var komið áfram í 16 liða úrslitin fyrir leikinn. Það þarf sömuleiðis aðeins eitt stig á móti CSKA Moskvu á útivelli í lokaumferðinni heima til að vinna A-riðilinn. Basel sækir Benfica heim í lokaumferðinni og þarf að ná betri úrslitum en CSKA til að komast í 16 liða úrslitin.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti