Ronaldo skoraði loksins og tryggði Real Madrid sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2017 17:15 Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu. vísir/getty Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid 3-2 sigur á Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var aðeins annað deildarmark Ronaldos á tímabilinu en það kom á 76. mínútu. Portúgalinn fylgdi þá eftir sinni eigin vítaspyrnu sem Roberto Jiménez varði. Karim Benzema kom Madrídingum yfir á 9. mínútu en Diego Rolán jafnaði metin níu mínútum síðar. Casemiro kom Real Madrid í 2-1 á 21. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Chory Castro jafnaði í 2-2 á 58. mínútu en Ronaldo átti síðasta orðið eins og áður sagði. Real Madrid er nú sjö stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða. Spænski boltinn
Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid 3-2 sigur á Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var aðeins annað deildarmark Ronaldos á tímabilinu en það kom á 76. mínútu. Portúgalinn fylgdi þá eftir sinni eigin vítaspyrnu sem Roberto Jiménez varði. Karim Benzema kom Madrídingum yfir á 9. mínútu en Diego Rolán jafnaði metin níu mínútum síðar. Casemiro kom Real Madrid í 2-1 á 21. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Chory Castro jafnaði í 2-2 á 58. mínútu en Ronaldo átti síðasta orðið eins og áður sagði. Real Madrid er nú sjö stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti