Lífið

Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefnt er að því að þau gangi í hjónaband næsta vor.
Stefnt er að því að þau gangi í hjónaband næsta vor. Vísir/Getty
Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonunnar Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling.

Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali BBC við parið en tilkynnt var um trúlofun þeirra fyrr í dag. Þau munu ganga í hjónaband næsta vor.

Í viðtalinu sögðu þau frá því hvernig þau kynntust en sameiginlegur vinur þeirra stefndi þeim saman á blindu stefnumóti. Eftir það hafi sambandið þróast hratt.

„Hún bara féll inn í líf mitt,“ sagði Harry um unnustu sína. Þau hafi orðið ástfangin „ótrúlega hratt“.

Þá sagði Harry að kvöldið sem hann bað hennar hafi bara verið „venjulegt og hefðbundið kvöld hjá þeim,“ þar sem þau voru að elda saman kjúkling.

„Þetta kom mér svo innilega á óvart. Þetta var svo sætt, svo náttúrúlegt og rómantískt,“ sagði Markle sem best er þekkt fyrir leik sinn í bandarísku sjónvarpsþáttunum Suits.

„Hún leyfði mér ekki einu sinni að klára setninguna. Hún sagði bara: „Get ég sagt já?““ sagði Harry en aðspurður að blaðamanni hvenær hann hafi áttað sig á því að leikkonan væri hin eina sanna fyrir hann kom svarið fljótt.

„Um leið og ég hitti hana“.


Tengdar fréttir

Meghan Markle frumsýndi trúlofunarhringinn

Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en þetta kom fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í morgun.

Hver er Meghan Markle?

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.