Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 16:02 Í póstinum segir að Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar Pressunnar, séu enn skráðir í stjórn samkvæmt RSK. Vísir/Valli Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Fjölmiðlar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur, sendi bréf til Ómars R. Valdimarssonar sem undanfarna daga hefur farið fram fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar. Þar segir að á meðan breytt stjórn hefur ekki tilkynnt umboð sitt séu skuldbindingar hennar gagnvart félaginu takmarkaðar. Segja þeir að í bókum ríkisskattstjóra séu þeir Björn Ingi og Arnar enn skráðir stjórnarmenn. Vísir greindi frá því í gær þegar nýkjörin stjórn Pressunnar sagði allar eignir félagsins vera til sölu „fyrir skynsamlegt verð“. Búið væri að setja öll landshlutablöð útgáfunnar á sölu en í tilkynningunni kom þar einnig fram að öllum tveimur launamönnum fyrirtækisins hefði verið sagt uppSjá einnig:Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“Reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum Í póstinum, sem Sveinn Andri sendir á Ómar, kemur fram að Björn Ingi og Arnar telji að með yfirlýsingum í fjölmiðlum hafi Ómar ekki gefið réttar upplýsingar um hagi Pressunnar. Þar kemur einnig fram að stjórnarmennirnir fráfarandi séu reiðubúnir að svara öllum fyrirspurnum um rekstur og stöðu félagsins og er ný stjórn minnt á að samkvæmt ákvæðum einkahlutafélaga geti það varðað stjórnarmann refsiábyrgð að greina rangt frá um hagi félags. Björn Ingi og Arnar fara aukinheldur, sem hluthafar félagsins, fram á útskýringar þess efnis að útgáfa landshlutablaðanna hafi verið stöðvuð. Með þeirri ákvörðun sé verið að „kasta á glæ fjárhagslegum verðmætum, enda um rótgróna útgáfu að ræða sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna kr.“ Í lokin segir Sveinn Andri umbjóðendur sína reiðubúna að setjast niður með núverandi stjórn og fara yfir með henni þær yfirlýsingar um að Björn Ingi og Arnar kunni að hafa brotið á sér í störfum. Kemur fram í póstinum að „orð beri ábyrgð“ og að kalli nýkjörin stjórn ekki eftir skýringum þeirra verði ekki litið öðruvísi en svo á að „rangar upplýsingar um hagi félagsins séu gefnar af ásettu ráði.“Gruna fráfarandi stjórn um misferliNý stjórn tók við félagi Pressunnar síðastliðinn föstudag og greindi hún frá því að grunur lægi á að fyrri stjórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Þá kom einnig fram að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna skulda gagnvart tollstjóra upp á 150 milljónir króna í opinber gjöld.Sjá einnig: Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson svaraði nýkjörinni stjórn síðastliðinn föstudag í yfirlýsingu. Þar sakar hann Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félagi Pressunnar, um að reyna að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.Sjá einnig: Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot
Fjölmiðlar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira