AMG E63 S hraðasti skutbíllinn kringum Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 16:52 Mercedes AMG E63 S bíllinn á Nürburgring brautinni. Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent
Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent