Mikilvægt að velja dekk við hæfi Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 16:33 Eitt stærsta öryggistæki hvers bíls eru dekkin sem undir honum eru. Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent
Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent