Mikilvægt að velja dekk við hæfi Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 16:33 Eitt stærsta öryggistæki hvers bíls eru dekkin sem undir honum eru. Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent
Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent