Vertu úti Magnús Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Það er margt fólgið í því að eiga sér mannsæmandi líf í nútíma samfélagi. Að eiga til hnífs og skeiðar, hafa þak yfir höfuðið, tækifæri til menntunar, rétt til starfa og eiga þess kost að lifa eins og manneskja í félagsskap við aðrar slíkar. Mannskepnan er nefnilega félagsvera í eðli sínu og þarf á samneyti við annað fólk að halda til þess að þroskast, dafna og líða bærilega. Þessi réttur til félagslegs samneytis er mikilvægur okkur öllum og þá ekki síst ungu fólki sem þarf á því að halda að tengjast jafningjum, bera sig saman við þá og deila með þeim lífsreynslu. Það verður því að teljast til stórtíðinda að Hæstiréttur Íslands hafi fyrir skömmuð úrskurðað um að mannréttindi einstaklings til félagslegs lífs, bæru minna vægi en eignarréttur ríkissjóðs. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði þá máli þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í niðurstöðu dómsins var þeim rökum beitt að ekki væri til nægjanlegt fjármagn í túlkasjóði til þess að standa straum af þessum kostnaði. Áslaug Ýr er daufblind og sumarbúðirnar sem hún sótti voru fyrir önnur daufblind ungmenni og bauðst sænska ríkið til þess að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Túlkasjóður hefur áður verið til umræðu og þá ekki síst fyrir þær sakir að vera ekki fjármagnaður með viðunandi hætti. Þar sem sjóðurinn er á fastri fjárlagatölu eru skilaboð stjórnvalda að það sé aðeins svo og svo mikið, eða öllu heldur lítið, til skiptanna til grundvallarmannréttinda þeirra sem þurfa á sjóðnum að halda. Að sjóðurinn tæmist eða að Samskiptamiðstöð heyrnalausra sé almennt í þeirri stöðu að þurfa að stýra því hver eigi að njóta fullra mannréttinda og hver ekki er auðvitað rót vandans. En ef Hæstiréttur Íslands er farinn að taka að sér aðhald með ríkissjóði þá er það ekki síður alvarlegt umhugsunarefni svo ekki sé meira sagt. Hið sama má svo segja um margendurteknar sneypufarir íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En það sem er ekki síður umhugsunarefni fyrir íslenskt samfélag í heild sinni er að fjöldi Íslendinga þarf að eyða miklu af tíma sínum, peningum og orku í að berjast við ríkið fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Æska einstaklinga á ekki að fara í að berjast við kerfið fyrir sjálfsögðum mannréttindum heldur í að lifa lífinu. Læra, þroskast, dafna og skemmta sér með jafnöldrum og jafningjum í samfélagi sem lætur sig varða um einstaklingana sem mynda þessa blessuðu þjóð. Dómur Hæstaréttar og þröng staða túlkasjóðs felur í sér ákveðna höfnun á þessu. Höfnun á því að einstaklingar sem þurfa að takast á við takmarkanir á hverjum degi fái að lifa lífinu í samfélagi við annað fólk. Í því er líka fólgin jaðarsetning á einstaklingum sem eru hluti af þessu samfélagi rétt eins og hvert annað mannsbarn, einstaklingum sem er sagt að vera úti svo ríkissjóður geti nú haft fjármagnið inni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun
Það er margt fólgið í því að eiga sér mannsæmandi líf í nútíma samfélagi. Að eiga til hnífs og skeiðar, hafa þak yfir höfuðið, tækifæri til menntunar, rétt til starfa og eiga þess kost að lifa eins og manneskja í félagsskap við aðrar slíkar. Mannskepnan er nefnilega félagsvera í eðli sínu og þarf á samneyti við annað fólk að halda til þess að þroskast, dafna og líða bærilega. Þessi réttur til félagslegs samneytis er mikilvægur okkur öllum og þá ekki síst ungu fólki sem þarf á því að halda að tengjast jafningjum, bera sig saman við þá og deila með þeim lífsreynslu. Það verður því að teljast til stórtíðinda að Hæstiréttur Íslands hafi fyrir skömmuð úrskurðað um að mannréttindi einstaklings til félagslegs lífs, bæru minna vægi en eignarréttur ríkissjóðs. Áslaug Ýr Hjartardóttir tapaði þá máli þar sem hún sóttist eftir því að fá túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblinda greidda af íslenska ríkinu. Í niðurstöðu dómsins var þeim rökum beitt að ekki væri til nægjanlegt fjármagn í túlkasjóði til þess að standa straum af þessum kostnaði. Áslaug Ýr er daufblind og sumarbúðirnar sem hún sótti voru fyrir önnur daufblind ungmenni og bauðst sænska ríkið til þess að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Túlkasjóður hefur áður verið til umræðu og þá ekki síst fyrir þær sakir að vera ekki fjármagnaður með viðunandi hætti. Þar sem sjóðurinn er á fastri fjárlagatölu eru skilaboð stjórnvalda að það sé aðeins svo og svo mikið, eða öllu heldur lítið, til skiptanna til grundvallarmannréttinda þeirra sem þurfa á sjóðnum að halda. Að sjóðurinn tæmist eða að Samskiptamiðstöð heyrnalausra sé almennt í þeirri stöðu að þurfa að stýra því hver eigi að njóta fullra mannréttinda og hver ekki er auðvitað rót vandans. En ef Hæstiréttur Íslands er farinn að taka að sér aðhald með ríkissjóði þá er það ekki síður alvarlegt umhugsunarefni svo ekki sé meira sagt. Hið sama má svo segja um margendurteknar sneypufarir íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En það sem er ekki síður umhugsunarefni fyrir íslenskt samfélag í heild sinni er að fjöldi Íslendinga þarf að eyða miklu af tíma sínum, peningum og orku í að berjast við ríkið fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Æska einstaklinga á ekki að fara í að berjast við kerfið fyrir sjálfsögðum mannréttindum heldur í að lifa lífinu. Læra, þroskast, dafna og skemmta sér með jafnöldrum og jafningjum í samfélagi sem lætur sig varða um einstaklingana sem mynda þessa blessuðu þjóð. Dómur Hæstaréttar og þröng staða túlkasjóðs felur í sér ákveðna höfnun á þessu. Höfnun á því að einstaklingar sem þurfa að takast á við takmarkanir á hverjum degi fái að lifa lífinu í samfélagi við annað fólk. Í því er líka fólgin jaðarsetning á einstaklingum sem eru hluti af þessu samfélagi rétt eins og hvert annað mannsbarn, einstaklingum sem er sagt að vera úti svo ríkissjóður geti nú haft fjármagnið inni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. nóvember.