Lífið samstarf

Jólapartí Stella Artois

Gestir fengu að smakka hátíðarútgáfu Stellu Artois.
Gestir fengu að smakka hátíðarútgáfu Stellu Artois.
KYNNING Stella Artois hélt sitt árlega jólapartí í vikunni. Partíið er haldið til að fagna hátíðarútgáfu Stella Artois í 750 ml flösku.



Að þessu sinni var fögnuðurinn á Hverfisbarnum og var þar margt um manninn. Tríóið Hot Eskimos lék ljúfa tóna og Sigríður Thorlacius tók nokkur vel valin lög með þeim félögum. Björn Bragi stjórnaði fögnuðinum af sinni alkunnu snilld.

 

Partíið var haldið á Hverfisbarnum og var margt um manninn.
Stella Artois, í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag, var upphaflega bruggaður sem jólabjór fyrir íbúa Leuven, heimabæjar Stellu. Bjórinn sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að brugga hann allt árið um kring. Í dag er Stella Artois mest seldi belgíski bjór heims og lang vinsælasti flöskubjórinn á Íslandi.

Gestir voru áhugasamir eins og sjá má.
Í veislunni var tilkynnt að Stella Artois hyggðist leggja 10 krónur af hverri seldri einingu á tímabilinu 16. nóvember til 16. desember til Umhyggju – félags langveikra barna.

Umboðsaðili Stella Artois á Íslandi reið á vaðið með 100.000 kr. framlagi.

 

Kátir gestir.
Hægt er að fylgjast með gangi söfnunarinar á www.stellaartois.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×