City skoraði fjögur í Napoli og er komið áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2017 21:30 Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-4 útisigur á Napoli í F-riðli í kvöld. City-menn hafa unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum með markatölunni 12-3. Napoli er hins vegar aðeins með þrjú stig og á litla möguleika á að komast upp úr riðlinum. Lorenzo Insigne kom Napoli yfir á 21. mínútu en Nicolás Otamendi jafnaði metin 13 mínútum síðar. Eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom John Stones City í 2-1. Jorginho jafnaði metin af vítapunktinum á 62. mínútu en sjö mínútum síðar kom Sergio Agüero City aftur yfir eftir skyndisókn. Það var svo Raheem Sterling gulltryggði sigur City er hann skoraði fjórða mark liðsins í uppbótartíma. Lokatölur 2-4, City í vil. Meistaradeild Evrópu
Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-4 útisigur á Napoli í F-riðli í kvöld. City-menn hafa unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum með markatölunni 12-3. Napoli er hins vegar aðeins með þrjú stig og á litla möguleika á að komast upp úr riðlinum. Lorenzo Insigne kom Napoli yfir á 21. mínútu en Nicolás Otamendi jafnaði metin 13 mínútum síðar. Eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom John Stones City í 2-1. Jorginho jafnaði metin af vítapunktinum á 62. mínútu en sjö mínútum síðar kom Sergio Agüero City aftur yfir eftir skyndisókn. Það var svo Raheem Sterling gulltryggði sigur City er hann skoraði fjórða mark liðsins í uppbótartíma. Lokatölur 2-4, City í vil.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti