Passið ykkur Þjóðverjar! Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 14:45 Kia Stinger er sérlega vel teiknaður bíll, enda ekki von á öðru úr smiðju Peter Schreyer. Reynsluakstur - Kia StingerLoksins, loksins, sportbíll frá Kia og það engin smá kerra og með allt að 370 hestafla rokki. Á tímum endalaust fleiri jepplinga blása ferskir vindar um tilkomu fyrsta sportbíls Kia og segja má að það hafi verið alveg rakið fyrir S-kóreska framleiðandann að bæta sportbíl við bílaflóruna. Það sárvantaði svona flaggskip hjá Kia sem hingað til hefur verið þekkt fyrir smíði hófsamra bíla, en afar vel smíðaðra. Það má hæglega fullyrða að Stinger sé fæddur í heiminn til að storka þýsku lúxusbílaframleiðendunum sem munu ekki geta keppt við þennan bíl í verði, en svona öflugir sportbílar þeirra eru allir með mun hærri verðmiða hangandi á hurðahúnunum. Kia þarf svona “top og the line”- bíl og hæglega má segja að það auki hreinlega á virði og upplifun minni bíla Kia. Það þarf jú að gæta að ímyndinni og það er einmitt með svona bíl eins og Stinger sem ímyndin vex og stimpillinn sem framleiðandi bíla án mikils skemmtanagildis hverfur. Hér er nefnilega kominn bíll með skemmtanagildi, en þetta er samt í leiðinni frekar stór bíll sem tekur alla fjölskylduna, en líklega bara í skemmtilega bíltúra.Magnaður brautarakstur Það voru að minnsta kosti bara skemmtilegir bíltúrar sem boðið var uppá á Mallorca fyrir stuttu þar sem bílablaðamönnum gafst tækifæri á að kynnast Kia Stinger. Ekki skemmdi mikið fyrir að á meðal þeirra var akstur á keppnisbraut þar sem allra kosta bílsins mátti njóta og það án þess að brjóta nein umferðarlög. Þar var Stinger þaninn til hins ítrasta og við slíkar aðstæður kemur í ljós hversu bílar eru megnugir og hæfir í akstri. Ekki sveik Stingerinn við þær aðstæður og ekki leiðinlegt að leyfa öllum 370 hestöflum að grípa sem fastast í malbikið. Farnir voru nokkrir hringir með undanfara og hraðinn sífellt aukinn eftir hæfni þeirra sem honum fylgdu. Vandlega var passað uppá að bíllinn væri stilltur í Sport+ akstursstillingu svo hegðun bílsins væri í takti við aðstæðurnar. Þessi brautarakstur var ekki til þess að minnka hrifninguna á þessum ógnarskemmtilega bíl. Kom skemmtilega á óvart hve hægt var að henda bílnum til í hröðum akstri þó svo skrikvörnin væri ennþá á. Ekki var í boði að aftengja hana og mátti skilja þá afstöðu betur er í ljós kom að sama dag og við Íslendingarnir vorum í brautinn voru tveir glænýir Stinger bílar eyðilagðir í árekstri þar.Virkjar glápiþörfinaEn það er ekki nóg með að Kia Stinger sé öflugur og skemmtilegur akstursbíll sem getur tekið marga farþega í gleðiaksturinn, heldur er þarna kominn hörkuflottur bíll sem dregur augun að sér ef marka má glápiþörfina sem vegfarendur sýndu er hann rann um göturnar á Mallorca. Víst er að hann er enginn eftirbátur bíla í sama stærðar- og kraftaflokki hvað fegurð varðar, þ.e. bíla eins og BMW 5, Audi A6, Mercedes Benz E-Class og Lexus GS og að margra áliti slær þeim hreinlega við. Coupe lag bílsins, sterkar línur og lengd bæði húdds og bílsins alls ljær honum mikinn eðalsvip og hann á sannarlega eftir að vekja athygli hér á landi er hann fer að streyma á göturnar hér innan tíðar. Innrétting bílsins er einnig til fyrirmyndar og vandað til smíðinnar í hvívetna, eins og Kia er reyndar von og vísa. Bíllinn er með hörkflott leðursæti og umfram allt þægileg og með góðan stuðning. Sérstök ástæða er til að nefna stillingu fyrir hliðarstuðning á framsætum sem þrengir að ökumanni ef hann kýs að vera pikkfastur í sætinu við frísklegan akstur. Efnisnotkun í innréttingunni er ríkuleg en engir stælar með yfirhönnun eða takkaflóði. Ódýr draumurKia Stinger verður í boði hér á landi með tveimur vélarkostum. Með 2,2 lítra dísilvél, 200 hestafla og sömu vél og finna má í núverandi Kia Sorrento. Drífur þessi vél Stinger í hundraðið á 7,6 sekúndum. Með þessa vél verður Stinger vafalaust mjög eyðslugrannur, en samt enginn letingi. Hinn vélarkosturinn er þó með öllu meira skemmtanagildi, þ.e. 3,3 lítra bensívél, 370 hestafla. Með henni rýkur Stinger í 100 á litlum 4,9 sekúndum. Með þessari vél er Stinger kominn í kraftaflokk með bílum eins og Audi S6, BMW M5 og Mercedes Benz E 43 AMG, en kosturinn sá að Stingerinn verður þeirra ódýrastur og mun kosta kringum 10 milljónir. Kia býður reyndar Stinger með einum vélarkostinum enn, þ.e. með 250 hestafla bensínvél og áhugasamir geta vafalaust sérpantað hann hjá Öskju. Það verður að segjast að það var hreinn unaður að njóta Stinger með 370 hestafla vélinni bæði á götunum á Mallorca og í akstursbrautinni. Þarna fer fyrnaskemmtilegur akstursbíll sem er þéttur og stífur eins og sportbílar eiga að vera, án þess að vera á nokkurn hátt óþægilegur. Með þessum bíl stígur Kia upp mörg þrep á töffaraskalanum og gefur sportbílaáhugamönnum mun ódýrari kost til að uppfylla drauma sína. Vel gert Kia, þetta er besta smíði ykkar hingað til!Ókostir: Ekki í boði beinskipturKostir: Stærð innanrýmis, aksturseiginleikar, útlit 3,3 lítra bensínvél, 370 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 10,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 244 g/km CO2 Hröðun: 4,9 sek. Hámarkshraði: 270 km/klst Verð frá: 7.990.777 kr. Umboð: AskjaFríður frá öllum hliðum og fremur stór sportbíll sem rúmar alla fjölskylduna.Frá reynsluakstrinum á Mallorca og Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia á Íslandi virðist dansandi kátur með bílinn, enda full ástæða til.Ferlega flottur að innan líka og stuðningur við ökumann í frábærum framsætunum er einstakur og hægt að þrengja að hliðarstuðningi þegar tekið er á bílnum.Flott ljósaumgjörð, líkt og flest annað í þessum vel smíðaða bíl. Ekki slæmt að vita af 7 ára ábyrgðinni.Eftir reynsluaksturinn fyrir utan glæsihótelið sem gist var á. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Reynsluakstur - Kia StingerLoksins, loksins, sportbíll frá Kia og það engin smá kerra og með allt að 370 hestafla rokki. Á tímum endalaust fleiri jepplinga blása ferskir vindar um tilkomu fyrsta sportbíls Kia og segja má að það hafi verið alveg rakið fyrir S-kóreska framleiðandann að bæta sportbíl við bílaflóruna. Það sárvantaði svona flaggskip hjá Kia sem hingað til hefur verið þekkt fyrir smíði hófsamra bíla, en afar vel smíðaðra. Það má hæglega fullyrða að Stinger sé fæddur í heiminn til að storka þýsku lúxusbílaframleiðendunum sem munu ekki geta keppt við þennan bíl í verði, en svona öflugir sportbílar þeirra eru allir með mun hærri verðmiða hangandi á hurðahúnunum. Kia þarf svona “top og the line”- bíl og hæglega má segja að það auki hreinlega á virði og upplifun minni bíla Kia. Það þarf jú að gæta að ímyndinni og það er einmitt með svona bíl eins og Stinger sem ímyndin vex og stimpillinn sem framleiðandi bíla án mikils skemmtanagildis hverfur. Hér er nefnilega kominn bíll með skemmtanagildi, en þetta er samt í leiðinni frekar stór bíll sem tekur alla fjölskylduna, en líklega bara í skemmtilega bíltúra.Magnaður brautarakstur Það voru að minnsta kosti bara skemmtilegir bíltúrar sem boðið var uppá á Mallorca fyrir stuttu þar sem bílablaðamönnum gafst tækifæri á að kynnast Kia Stinger. Ekki skemmdi mikið fyrir að á meðal þeirra var akstur á keppnisbraut þar sem allra kosta bílsins mátti njóta og það án þess að brjóta nein umferðarlög. Þar var Stinger þaninn til hins ítrasta og við slíkar aðstæður kemur í ljós hversu bílar eru megnugir og hæfir í akstri. Ekki sveik Stingerinn við þær aðstæður og ekki leiðinlegt að leyfa öllum 370 hestöflum að grípa sem fastast í malbikið. Farnir voru nokkrir hringir með undanfara og hraðinn sífellt aukinn eftir hæfni þeirra sem honum fylgdu. Vandlega var passað uppá að bíllinn væri stilltur í Sport+ akstursstillingu svo hegðun bílsins væri í takti við aðstæðurnar. Þessi brautarakstur var ekki til þess að minnka hrifninguna á þessum ógnarskemmtilega bíl. Kom skemmtilega á óvart hve hægt var að henda bílnum til í hröðum akstri þó svo skrikvörnin væri ennþá á. Ekki var í boði að aftengja hana og mátti skilja þá afstöðu betur er í ljós kom að sama dag og við Íslendingarnir vorum í brautinn voru tveir glænýir Stinger bílar eyðilagðir í árekstri þar.Virkjar glápiþörfinaEn það er ekki nóg með að Kia Stinger sé öflugur og skemmtilegur akstursbíll sem getur tekið marga farþega í gleðiaksturinn, heldur er þarna kominn hörkuflottur bíll sem dregur augun að sér ef marka má glápiþörfina sem vegfarendur sýndu er hann rann um göturnar á Mallorca. Víst er að hann er enginn eftirbátur bíla í sama stærðar- og kraftaflokki hvað fegurð varðar, þ.e. bíla eins og BMW 5, Audi A6, Mercedes Benz E-Class og Lexus GS og að margra áliti slær þeim hreinlega við. Coupe lag bílsins, sterkar línur og lengd bæði húdds og bílsins alls ljær honum mikinn eðalsvip og hann á sannarlega eftir að vekja athygli hér á landi er hann fer að streyma á göturnar hér innan tíðar. Innrétting bílsins er einnig til fyrirmyndar og vandað til smíðinnar í hvívetna, eins og Kia er reyndar von og vísa. Bíllinn er með hörkflott leðursæti og umfram allt þægileg og með góðan stuðning. Sérstök ástæða er til að nefna stillingu fyrir hliðarstuðning á framsætum sem þrengir að ökumanni ef hann kýs að vera pikkfastur í sætinu við frísklegan akstur. Efnisnotkun í innréttingunni er ríkuleg en engir stælar með yfirhönnun eða takkaflóði. Ódýr draumurKia Stinger verður í boði hér á landi með tveimur vélarkostum. Með 2,2 lítra dísilvél, 200 hestafla og sömu vél og finna má í núverandi Kia Sorrento. Drífur þessi vél Stinger í hundraðið á 7,6 sekúndum. Með þessa vél verður Stinger vafalaust mjög eyðslugrannur, en samt enginn letingi. Hinn vélarkosturinn er þó með öllu meira skemmtanagildi, þ.e. 3,3 lítra bensívél, 370 hestafla. Með henni rýkur Stinger í 100 á litlum 4,9 sekúndum. Með þessari vél er Stinger kominn í kraftaflokk með bílum eins og Audi S6, BMW M5 og Mercedes Benz E 43 AMG, en kosturinn sá að Stingerinn verður þeirra ódýrastur og mun kosta kringum 10 milljónir. Kia býður reyndar Stinger með einum vélarkostinum enn, þ.e. með 250 hestafla bensínvél og áhugasamir geta vafalaust sérpantað hann hjá Öskju. Það verður að segjast að það var hreinn unaður að njóta Stinger með 370 hestafla vélinni bæði á götunum á Mallorca og í akstursbrautinni. Þarna fer fyrnaskemmtilegur akstursbíll sem er þéttur og stífur eins og sportbílar eiga að vera, án þess að vera á nokkurn hátt óþægilegur. Með þessum bíl stígur Kia upp mörg þrep á töffaraskalanum og gefur sportbílaáhugamönnum mun ódýrari kost til að uppfylla drauma sína. Vel gert Kia, þetta er besta smíði ykkar hingað til!Ókostir: Ekki í boði beinskipturKostir: Stærð innanrýmis, aksturseiginleikar, útlit 3,3 lítra bensínvél, 370 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 10,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 244 g/km CO2 Hröðun: 4,9 sek. Hámarkshraði: 270 km/klst Verð frá: 7.990.777 kr. Umboð: AskjaFríður frá öllum hliðum og fremur stór sportbíll sem rúmar alla fjölskylduna.Frá reynsluakstrinum á Mallorca og Þorgeir Pálsson sölustjóri Kia á Íslandi virðist dansandi kátur með bílinn, enda full ástæða til.Ferlega flottur að innan líka og stuðningur við ökumann í frábærum framsætunum er einstakur og hægt að þrengja að hliðarstuðningi þegar tekið er á bílnum.Flott ljósaumgjörð, líkt og flest annað í þessum vel smíðaða bíl. Ekki slæmt að vita af 7 ára ábyrgðinni.Eftir reynsluaksturinn fyrir utan glæsihótelið sem gist var á.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent