Þáttastjórnandi NBC dásamar jeppa björgunarsveitanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 07:40 Chris Harris bendir hér á 44 tommu dekk Land Cruiseranna. Skjáskot Ísland verður í brennidepli í næsta þætti /Drive, sem sýndur verður á NBC Sports á fimmtudaginn. Þátturinn hóf göngu sína á Youtube og er nú um að ræða eina vinsælustu bílarásina á myndbandaveitunni. /Drive er í dag með rúmlega 1,8 milljón fylgjendur en alls hefur verið horft rúmlega 300 milljón sinnum á myndbönd rásarinnar. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á fimmtudaginn þar sem jeppar björgunarsveitanna eru dásamaðir. Einn af stjórnendum þáttarins, Chris Harris, segir þá til að mynda vera í „fullkomnum hlutföllum“ og á vart orð yfir það hversu lítill þrýstingur er í dekkjunum.Ljóst er að áhorfendur þáttanna geta hugsað sér gott til glóðarinnar ef marka má kitlu þáttarins. Hér að neðan er stiklað á mjög stóru í Íslandsheimsókn /Drive og má meðal annars sjá þáttastjórnendur bruna á glæsikerrum og mjakast þunglamalega yfir íslenska hálendið. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent
Ísland verður í brennidepli í næsta þætti /Drive, sem sýndur verður á NBC Sports á fimmtudaginn. Þátturinn hóf göngu sína á Youtube og er nú um að ræða eina vinsælustu bílarásina á myndbandaveitunni. /Drive er í dag með rúmlega 1,8 milljón fylgjendur en alls hefur verið horft rúmlega 300 milljón sinnum á myndbönd rásarinnar. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á fimmtudaginn þar sem jeppar björgunarsveitanna eru dásamaðir. Einn af stjórnendum þáttarins, Chris Harris, segir þá til að mynda vera í „fullkomnum hlutföllum“ og á vart orð yfir það hversu lítill þrýstingur er í dekkjunum.Ljóst er að áhorfendur þáttanna geta hugsað sér gott til glóðarinnar ef marka má kitlu þáttarins. Hér að neðan er stiklað á mjög stóru í Íslandsheimsókn /Drive og má meðal annars sjá þáttastjórnendur bruna á glæsikerrum og mjakast þunglamalega yfir íslenska hálendið.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent