NBC með klukkutíma þátt í dag um bílaferð á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2017 09:56 Mike Spinelli búinn að festa Ford F-150 Raptor bílinn og dreginn upp af íslenskum ökumanni. Í dag verður sýndur klukkutíma þáttur á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC um bílaferð um Ísland og er hann á dagskrá kl. 9. Þátturinn heitir DRIVE og er síðasti þátturinn í fjórðu þáttaröð hans. Það voru bílaspekúlantarnir Chris Harris og Mike Spinelli sem komu með Ford F-150 Raptor og McLaren 570GT bíla til Íslands og þeystu Raptor bílnum um hálendi Íslands og McLaren bílnum um malbikaða akvegi landsins. Hér má sjá eitt atriði þáttarins þar sem þeir kumpánar hafa afrekað að festa Ford F-150 Raptor bílinn á Langjökli, eða í fremur sakleysislegum skafli í nágrenni hans ef marka má nágrenni Skjalbreiðar sem virðist vera í bakgrunni. Er hann dreginn upp af breyttum Toyota Hilux bíl með íslenskum ökumanni. Í þessu myndskeiði virðist Chris Harris ekki mjög upprifinn af ökuhæfileikum Mike Spinelli á Raptor bílnum sem tekist hefur að festa bílinn við fremur sakleysislegar aðstæður og kennir honum að stíga vægt á bensíngjöfina þegar hann er dreginn upp. Ljóst má vera að það er hinn íslenski ökumaður sem hefur ráðlegt þeim tveimur hvernig á að koma Raptor bílnum úr festunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Í dag verður sýndur klukkutíma þáttur á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC um bílaferð um Ísland og er hann á dagskrá kl. 9. Þátturinn heitir DRIVE og er síðasti þátturinn í fjórðu þáttaröð hans. Það voru bílaspekúlantarnir Chris Harris og Mike Spinelli sem komu með Ford F-150 Raptor og McLaren 570GT bíla til Íslands og þeystu Raptor bílnum um hálendi Íslands og McLaren bílnum um malbikaða akvegi landsins. Hér má sjá eitt atriði þáttarins þar sem þeir kumpánar hafa afrekað að festa Ford F-150 Raptor bílinn á Langjökli, eða í fremur sakleysislegum skafli í nágrenni hans ef marka má nágrenni Skjalbreiðar sem virðist vera í bakgrunni. Er hann dreginn upp af breyttum Toyota Hilux bíl með íslenskum ökumanni. Í þessu myndskeiði virðist Chris Harris ekki mjög upprifinn af ökuhæfileikum Mike Spinelli á Raptor bílnum sem tekist hefur að festa bílinn við fremur sakleysislegar aðstæður og kennir honum að stíga vægt á bensíngjöfina þegar hann er dreginn upp. Ljóst má vera að það er hinn íslenski ökumaður sem hefur ráðlegt þeim tveimur hvernig á að koma Raptor bílnum úr festunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent