Sport

Liðsmenn Pittsburg Steelers í NFL farnir að minna á ÍBV og Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Pittsburg Steelers fagna í gær.
Leikmenn Pittsburg Steelers fagna í gær. Vísir/Getty
Eyjamenn slógu í gegn með frumleg fögn á tíunda áratugnum og fögn Stjörnumanna urðu hreinlega heimsfræg. Nú eru lið í NFL-deildinni farin að slá í gegn með frumleg fögn.

Liðsmenn Pittsburg Steelers fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í NFL-deild ameríska fótboltans í gær þegar liðið vann Detroit Lions á útivelli.

Leikurinn var svokallaður Sunnudagskvöldsleikur í NFL-deildinni og fær alla athygli fótboltaáhugamanna í Bandaríkjunum því enginn leikur er á sama tíma.

Um síðustu helgi fögnuðu leikmenn Pittsburg Steelers með því að fara í feluleik en að þessu sinni buðu þeir upp á bekkpressuæfingu eins og sjá má hér fyrir neðan.





Reglur um fagnaðarlæti leikmanna eftir snertimörk voru rýmkaðar fyrir þetta tímabil og því leyfist leikmönnum aðeins meira  svo framarlega sem þeir brjóta engin velsæmismörk.

Liðsmenn Pittsburg Steelers hafa nýtt sér þetta og út úr því hafa komið mörg fyndin og frumleg fögn. Þessi fögn virðast líka hafa rifið upp stemmninguna innan liðsins og síðustu þrír sigurleikir hafa breytt mikið stöðu liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Pittsburg Steelers er þó ekki eina félagið sem nýtti sér þessa reglubreytingu því Philadelphia Eagles liðið bauð líka upp á öðruvísi fagn eins og sjá má hér fyrir neðan.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×