Allir bílar Jaguar Land Rover verða rafvæddir frá og með 2020 Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2017 09:53 Sayer framtíðarstýrið. Frá og með árinu 2020 verða allir nýir bílar frá Jaguar Land Rover búnir rafmótor sem fram á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar stóð nýlega fyrir í Lundúnum þar sem bílaframleiðandinn kynnti framtíðarsýn sína til næstu ára. Í máli Ralf Speth, forstjóra Jaguar Land Rover kom fram að árið 2020 muni marka viss þáttaskil og auka fjölbreytni í vali viðskiptavina þegar kemur að kaupum á hentugasta nýja bílnum.Fyrsti rafbíllinn er I-PaceJaguar setur nýjan lúxusbíl á markað á næsta ári, I-Pace, sem verður fyrsti hreini rafmagnsbíll fyrirtækisins á almennum markaði. Fyrir er í notkun kappakstursbíll í sérkeppni FIA Formula E Championship, en hann hefur leikið stórt hlutverk hjá fyrirtækinu í þróun rafmagnstækninnar sem nú er verið að innleiða í bílum Jaguar Land Rover fyrir almennan markað.Jaguar E-Type Concept ZeroÁ Tech Fest sýndi Jaguar t.d. endurgerða útgáfu af frægasta kappakstursbíl sögunnar, E-Type Roadster árgerð 1968 sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður. Bílnum hefur verið breytt á þann veg að í stað bensínvélarinnar hefur verið komið fyrir mjög öflugum rafmótor sem skilar Jaguar E-Type Concept Zero á rétt rúmum 5 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Jaguar íhugar framleiðslu á bílnum fyrir almennan markað skapist nægileg eftirspurn frá viðskiptavinum.Sayer í Future-TypeÞá hefur Jaguar ennfremur viðrað frekari hugmyndir í samgöngumálum sem fyrirtækið sér fyrir sér að verði veruleikinn í heimi ökumanna þegar á árinu 2040. Framtíðarsýnin endurspeglast í Jaguar FUTURE-TYPE, hreinum rafmagnsbíl sem verður fullkomlega sjálfvirkur í umferðinni. FUTURE-TYPE munu viðskiptavinir Jaguar Land Rover geta pantað til sín þegar þeim hentar, hvort sem er heim, á vinnustaðinn eða þangað þar sem viðkomandi eru staddir hverju sinni. Meginhugmynd Jaguar er falin í Sayer, fyrsta gagnvirka og tengda stýrishjóli sinnar tegundar í heiminum sem verður í raun eini hluturinn sem ökumenn munu eiga sjálfir í bifreiðum framtíðarinnar. Sayer taka eigendur með sér hvert sem er á ferðum sínum og verður stýrið hluti heimilishaldsins og fært um að sinna margvíslegum verkefnum fyrir fjölskylduna. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent
Frá og með árinu 2020 verða allir nýir bílar frá Jaguar Land Rover búnir rafmótor sem fram á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar stóð nýlega fyrir í Lundúnum þar sem bílaframleiðandinn kynnti framtíðarsýn sína til næstu ára. Í máli Ralf Speth, forstjóra Jaguar Land Rover kom fram að árið 2020 muni marka viss þáttaskil og auka fjölbreytni í vali viðskiptavina þegar kemur að kaupum á hentugasta nýja bílnum.Fyrsti rafbíllinn er I-PaceJaguar setur nýjan lúxusbíl á markað á næsta ári, I-Pace, sem verður fyrsti hreini rafmagnsbíll fyrirtækisins á almennum markaði. Fyrir er í notkun kappakstursbíll í sérkeppni FIA Formula E Championship, en hann hefur leikið stórt hlutverk hjá fyrirtækinu í þróun rafmagnstækninnar sem nú er verið að innleiða í bílum Jaguar Land Rover fyrir almennan markað.Jaguar E-Type Concept ZeroÁ Tech Fest sýndi Jaguar t.d. endurgerða útgáfu af frægasta kappakstursbíl sögunnar, E-Type Roadster árgerð 1968 sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður. Bílnum hefur verið breytt á þann veg að í stað bensínvélarinnar hefur verið komið fyrir mjög öflugum rafmótor sem skilar Jaguar E-Type Concept Zero á rétt rúmum 5 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Jaguar íhugar framleiðslu á bílnum fyrir almennan markað skapist nægileg eftirspurn frá viðskiptavinum.Sayer í Future-TypeÞá hefur Jaguar ennfremur viðrað frekari hugmyndir í samgöngumálum sem fyrirtækið sér fyrir sér að verði veruleikinn í heimi ökumanna þegar á árinu 2040. Framtíðarsýnin endurspeglast í Jaguar FUTURE-TYPE, hreinum rafmagnsbíl sem verður fullkomlega sjálfvirkur í umferðinni. FUTURE-TYPE munu viðskiptavinir Jaguar Land Rover geta pantað til sín þegar þeim hentar, hvort sem er heim, á vinnustaðinn eða þangað þar sem viðkomandi eru staddir hverju sinni. Meginhugmynd Jaguar er falin í Sayer, fyrsta gagnvirka og tengda stýrishjóli sinnar tegundar í heiminum sem verður í raun eini hluturinn sem ökumenn munu eiga sjálfir í bifreiðum framtíðarinnar. Sayer taka eigendur með sér hvert sem er á ferðum sínum og verður stýrið hluti heimilishaldsins og fært um að sinna margvíslegum verkefnum fyrir fjölskylduna.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent