Lífið

Breytir hitakompu í Þingholtsstræti í stúdíóíbúð: „Hvað ertu búinn að gera“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er rosalegt verkefni.
Þetta er rosalegt verkefni.
Gulli Byggir er hæfileikaríkur maður og í þáttunum hans á Stöð 2 hafa áhorfendur fengið að fylgjast með gríðarlegum breytingum á íbúðum og húsum í gegnum tíðina.

Í þættinum í gær var fylgst með andlitslyftingu á hitakompu í Þingholtsstræti en fyrirhugað var að breyta kompunni í litla stúdíóíbúð.

Eigandi íbúðarinnar heitir Guðmundur Árni Árnason og er hann mikill áhugamaður um að gera upp gamlar íbúðir. Húsið var byggt árið 1898 og er til að mynda lofthæðin í kompunni of lág til að hægt sé að búa þar. Það þarf því að grafa vel niður og lækka gólfið umtalsvert.

Sævar Helgason er mikill sérfræðingur þegar kemur að gömlum húsum og kíkti hann á verkið í þættinum í gær og gaf Gulla og Guðmundi ákveðnar leiðbeiningar eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.