Í leit að Paradísargarðinum Magnús Guðmundsson skrifar 20. október 2017 09:30 Tíminn er ekki allur þar sem hann sýnist. Öll upplifum við hann með ólíkum hætti okkar á milli og ekki síður eftir því hvernig okkur líður; hvort við njótum stundarinnar í gleði eða þreyjum þorrann í sorg. Tíminn er illskiljanlegur fjári. „Ég þvældist um í tímanum líkt og ég rásaði um lífið. Eða kannski rásaði ég um tímann með sama hætti og ég þvældist um í lífinu ...“ (Tímagarðurinn, bls. 9) Þessi orð Brynjars, aðalpersónu skáldsögunnar Tímagarðurinn eftir Guðmund S. Brynjólfsson, eru dálítið eins og manifesto höfundar. Verkið, líkt og sögupersónan sem syrgir föður sinn og bróður eftir sjóslys, rásar frjálslega um tímann í leit að einhvers konar innra friði – í leit að sátt. Friðsælt líf er efalaust helst að finna í garði, okkar eigin garði, í kirkjugarði þeirra sem við syrgjum, eða guðsgarði Paradís og þar liggur þessi skemmtilega tenging höfundar á milli tímans og garðsins. Pilturinn Brynjar er í ofanálag frá bæjarfélaginu Garði og fjölmargar fleiri slíkar vísanir og tengingar og leikir á milli tíma og garðs er einnig að finna í verkinu. Á stundum verða þeir reyndar helst til margar og hefði Guðmundur kannski mátt toga aðeins í skottið á sjálfum sér með að tefla ekki fram svo mörgum vísunum. Lesandinn þarf að geta séð skóginn fyrir trjánum. Tímagarðurinn er fyrst og fremst þroskasaga Brynjars, römmuð inn í ferðalag. Aðalpersónan Brynjar vaknar í Hveragerði eftir fjörlegt nætursvall og fær föðurbróður sinn, Begga, til þess að koma frá Garði til þess að koma honum heim. Beggi gerir það auðvitað svikalaust en þarf aðeins að koma við annars staðar fyrst og fer svo að þeir aka hringferð um landið, á skemmtilega óræðum tíma, og í hópinn bætist Tóti í tauinu, valinkunnur drykkjumaður og vasaheimspekingur af bestu gerð. Saman fara þeir um landið og á vegi þeirra verður fjölbreytt og skemmtilegt persónugallerí auk þess sem mikið er unnið með persónu móður Brynjars, konu af gamla skólanum, sterka og dugmikla. Þrátt fyrir fjölda vísana og eilítið óvenjulega innrömmun sögunnar er frásögnin í rauninni einföld og skemmtileg. Sitthvað fyndið og skemmtilegt dillar lesandanum svo lengi sem þess er gætt að taka alla lífsspekina ekki of alvarlega, það er helst til mikið af henni, því hún rennur stöðugt upp úr drykkjumanninum valinkunna og svo hrökkva líka einhverjir molar frá bílakallinum Begga. Það er auðvitað stórmerkilegt að þeir sem hafa virkilega klúðrað lífi sínu frá a til ö séu allra best til þess fallnir að ráðleggja ungum manni um það hvernig því sé best lifað. En styrkur Tímagarðsins og góðrar stílfimi Guðmundar liggur ekki í skemmtilegheitum. Bestu kaflarnir eru ótvírætt þeir kyrrlátu og einlægu þar sem Brynjar tekst í raun á við sorgina. Þar er allt svo spart og hreint frá höfundi og það er virkilega vel gert. Það gefur til kynna að Tímagarðurinn hefði orðið enn sterkari bók ef aðeins meiri einfaldleiki hefði fengið að ráða. Það breytir því þó ekki að Tímagarðurinn er skemmtileg lesning og vel stundarinnar virði.Niðurstaða: Tímagarðurinn er skemmtilegt tímaferðalag um Ísland með skemmtilegum persónum sem er vel þess virði að kynnast. Bókmenntir Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tíminn er ekki allur þar sem hann sýnist. Öll upplifum við hann með ólíkum hætti okkar á milli og ekki síður eftir því hvernig okkur líður; hvort við njótum stundarinnar í gleði eða þreyjum þorrann í sorg. Tíminn er illskiljanlegur fjári. „Ég þvældist um í tímanum líkt og ég rásaði um lífið. Eða kannski rásaði ég um tímann með sama hætti og ég þvældist um í lífinu ...“ (Tímagarðurinn, bls. 9) Þessi orð Brynjars, aðalpersónu skáldsögunnar Tímagarðurinn eftir Guðmund S. Brynjólfsson, eru dálítið eins og manifesto höfundar. Verkið, líkt og sögupersónan sem syrgir föður sinn og bróður eftir sjóslys, rásar frjálslega um tímann í leit að einhvers konar innra friði – í leit að sátt. Friðsælt líf er efalaust helst að finna í garði, okkar eigin garði, í kirkjugarði þeirra sem við syrgjum, eða guðsgarði Paradís og þar liggur þessi skemmtilega tenging höfundar á milli tímans og garðsins. Pilturinn Brynjar er í ofanálag frá bæjarfélaginu Garði og fjölmargar fleiri slíkar vísanir og tengingar og leikir á milli tíma og garðs er einnig að finna í verkinu. Á stundum verða þeir reyndar helst til margar og hefði Guðmundur kannski mátt toga aðeins í skottið á sjálfum sér með að tefla ekki fram svo mörgum vísunum. Lesandinn þarf að geta séð skóginn fyrir trjánum. Tímagarðurinn er fyrst og fremst þroskasaga Brynjars, römmuð inn í ferðalag. Aðalpersónan Brynjar vaknar í Hveragerði eftir fjörlegt nætursvall og fær föðurbróður sinn, Begga, til þess að koma frá Garði til þess að koma honum heim. Beggi gerir það auðvitað svikalaust en þarf aðeins að koma við annars staðar fyrst og fer svo að þeir aka hringferð um landið, á skemmtilega óræðum tíma, og í hópinn bætist Tóti í tauinu, valinkunnur drykkjumaður og vasaheimspekingur af bestu gerð. Saman fara þeir um landið og á vegi þeirra verður fjölbreytt og skemmtilegt persónugallerí auk þess sem mikið er unnið með persónu móður Brynjars, konu af gamla skólanum, sterka og dugmikla. Þrátt fyrir fjölda vísana og eilítið óvenjulega innrömmun sögunnar er frásögnin í rauninni einföld og skemmtileg. Sitthvað fyndið og skemmtilegt dillar lesandanum svo lengi sem þess er gætt að taka alla lífsspekina ekki of alvarlega, það er helst til mikið af henni, því hún rennur stöðugt upp úr drykkjumanninum valinkunna og svo hrökkva líka einhverjir molar frá bílakallinum Begga. Það er auðvitað stórmerkilegt að þeir sem hafa virkilega klúðrað lífi sínu frá a til ö séu allra best til þess fallnir að ráðleggja ungum manni um það hvernig því sé best lifað. En styrkur Tímagarðsins og góðrar stílfimi Guðmundar liggur ekki í skemmtilegheitum. Bestu kaflarnir eru ótvírætt þeir kyrrlátu og einlægu þar sem Brynjar tekst í raun á við sorgina. Þar er allt svo spart og hreint frá höfundi og það er virkilega vel gert. Það gefur til kynna að Tímagarðurinn hefði orðið enn sterkari bók ef aðeins meiri einfaldleiki hefði fengið að ráða. Það breytir því þó ekki að Tímagarðurinn er skemmtileg lesning og vel stundarinnar virði.Niðurstaða: Tímagarðurinn er skemmtilegt tímaferðalag um Ísland með skemmtilegum persónum sem er vel þess virði að kynnast.
Bókmenntir Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira