Stóra málið Magnús Guðmundsson skrifar 23. október 2017 07:00 Það er merkilegt að í hvert sinn sem þöggun, spillingu og sérhagsmuni ber á góma, sem er óneitanlega sorglega oft að gefnu tilefni, þá er mikið kvartað undan vöntun á málefnalegri umræðu í íslenskum stjórnmálum. Að engin málefnaleg umræða eigi sér stað um heilbrigðis- og menntamál fremur en fjármál, skattastefnu, byggðastefnu, samgöngumál og þannig mætti áfram telja, vegna þess að tíminn fari allur í eitthvað annað. Engu að síður er það einmitt þetta eitthvað annað sem hefur orðið til þess að landsmenn eru að ganga að kjörborðinu í annað sinn á einu ári. Þetta eitthvað annað hefur orðið til þess að tvær síðustu ríkisstjórnir hafa hrökklast frá völdum með skottið á milli lappanna. Ekkert af öllum þeim mikilvægu málefnum, sem íslenskt samfélag þarf svo sárlega á að halda að taka til umræðu á opinn og skynsamlegan máta, kom í raun þar nokkurs staðar nærri. Þetta eitthvað annað velti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr forsætisráðherrastól á sínum tíma og því má vel halda fram að vanmat á þessu fyrirbæri hafi kostað Benedikt Jóhannesson formannsstólinn í Viðreisn fyrir skömmu. Allt þetta hlýtur að sýna okkur svart á hvítu að þetta eitthvað annað er ekki léttvægt og ómerkilegt fyrirbæri, þótt það hafi verið mörgum óþægur ljár í þúfu, heldur þvert á móti jafnvel mál málanna. Öll þessi óþægilegu mál sem varða hrunið þar sem öll kurl virðast enn ekki vera komin til grafar, Panamaskjölin, Borgunarmálið og fleiri viðskiptagjörningar, „höfum hátt“ byltingin og núna síðast glórulaust lögbann á málfrelsi tveggja íslenskra fjölmiðla er og verður að vera stóra málið. Málið sem þarf að ræða bæði í þessari kosningabaráttu og ekki síður inni á Alþingi þegar þar að kemur. Þó að þetta eitthvað annað snúi kannski ekki með beinum hætti að því hvað landsmenn fá í budduna eða hver fær hvað af þjóðarkökunni er þetta einfaldlega stærra og mikilvægara. Þetta eitthvað annað er spurning um grundavallargildi í lýðræðisríki. Spurning um það hvernig við ætlum að opna stjórnsýsluna með þeim hætti að þegnarnir geti fylgst með stjórnsýslunni allri og treyst því að stjórnmálamenn jafnt sem embættismenn séu að vinna að hagsmunum almennings en ekki sérhagsmunum einhverra óræðra aðila. Spurning um það hvernig við ætlum að treysta stoðir lýðræðisins með því að bæta starfsumhverfi og réttarstöðu fjölmiðla, í ríki þar sem yfirvaldið hefur ítrekað verið dæmt fyrir að brjóta á rétti blaðamanna fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Stjórnmálin þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að almenningur treystir þeim illa og það að gefnu tilefni eða öllu heldur tilefnum. Ef það á að breytast þurfa stjórnmálin að átta sig á því að þetta eitthvað annað er umræða sem þarf að taka af fullri alvöru. Flokkar þurfa að setja fram hugmyndir og stefnu að endurbótum og gefa þannig kjósendum kost á því að vega og meta hvernig atkvæði þeirra er best varið í þágu lýðræðis. Lýðræðis sem treystir á opna stjórnsýslu, sterka fjölmiðla og ábyrga stjórnmálamenningu. Allt málefnalegri umræðu framtíðarinnar til heilla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Það er merkilegt að í hvert sinn sem þöggun, spillingu og sérhagsmuni ber á góma, sem er óneitanlega sorglega oft að gefnu tilefni, þá er mikið kvartað undan vöntun á málefnalegri umræðu í íslenskum stjórnmálum. Að engin málefnaleg umræða eigi sér stað um heilbrigðis- og menntamál fremur en fjármál, skattastefnu, byggðastefnu, samgöngumál og þannig mætti áfram telja, vegna þess að tíminn fari allur í eitthvað annað. Engu að síður er það einmitt þetta eitthvað annað sem hefur orðið til þess að landsmenn eru að ganga að kjörborðinu í annað sinn á einu ári. Þetta eitthvað annað hefur orðið til þess að tvær síðustu ríkisstjórnir hafa hrökklast frá völdum með skottið á milli lappanna. Ekkert af öllum þeim mikilvægu málefnum, sem íslenskt samfélag þarf svo sárlega á að halda að taka til umræðu á opinn og skynsamlegan máta, kom í raun þar nokkurs staðar nærri. Þetta eitthvað annað velti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr forsætisráðherrastól á sínum tíma og því má vel halda fram að vanmat á þessu fyrirbæri hafi kostað Benedikt Jóhannesson formannsstólinn í Viðreisn fyrir skömmu. Allt þetta hlýtur að sýna okkur svart á hvítu að þetta eitthvað annað er ekki léttvægt og ómerkilegt fyrirbæri, þótt það hafi verið mörgum óþægur ljár í þúfu, heldur þvert á móti jafnvel mál málanna. Öll þessi óþægilegu mál sem varða hrunið þar sem öll kurl virðast enn ekki vera komin til grafar, Panamaskjölin, Borgunarmálið og fleiri viðskiptagjörningar, „höfum hátt“ byltingin og núna síðast glórulaust lögbann á málfrelsi tveggja íslenskra fjölmiðla er og verður að vera stóra málið. Málið sem þarf að ræða bæði í þessari kosningabaráttu og ekki síður inni á Alþingi þegar þar að kemur. Þó að þetta eitthvað annað snúi kannski ekki með beinum hætti að því hvað landsmenn fá í budduna eða hver fær hvað af þjóðarkökunni er þetta einfaldlega stærra og mikilvægara. Þetta eitthvað annað er spurning um grundavallargildi í lýðræðisríki. Spurning um það hvernig við ætlum að opna stjórnsýsluna með þeim hætti að þegnarnir geti fylgst með stjórnsýslunni allri og treyst því að stjórnmálamenn jafnt sem embættismenn séu að vinna að hagsmunum almennings en ekki sérhagsmunum einhverra óræðra aðila. Spurning um það hvernig við ætlum að treysta stoðir lýðræðisins með því að bæta starfsumhverfi og réttarstöðu fjölmiðla, í ríki þar sem yfirvaldið hefur ítrekað verið dæmt fyrir að brjóta á rétti blaðamanna fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Stjórnmálin þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að almenningur treystir þeim illa og það að gefnu tilefni eða öllu heldur tilefnum. Ef það á að breytast þurfa stjórnmálin að átta sig á því að þetta eitthvað annað er umræða sem þarf að taka af fullri alvöru. Flokkar þurfa að setja fram hugmyndir og stefnu að endurbótum og gefa þannig kjósendum kost á því að vega og meta hvernig atkvæði þeirra er best varið í þágu lýðræðis. Lýðræðis sem treystir á opna stjórnsýslu, sterka fjölmiðla og ábyrga stjórnmálamenningu. Allt málefnalegri umræðu framtíðarinnar til heilla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. október.