Náttúrunnar spegill Lára G. Sigurðardóttir skrifar 23. október 2017 07:00 „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur. Sá sem brosir einlægt getur ómeðvitað yljað öðru hjarta og sú sem er glaðvær getur skilið eftir kátínu hjá viðstöddum. Oft er sagt að einhver hafi gefið manni bros, enda getum við í bókstaflegri merkingu tekið á móti og upplifað líðan annarra. Á sama hátt er sagt að hegðun sé smitandi, t.d. að bros sé smitandi. Eins og við erum móttækileg fyrir bros annarra þá getum við einnig auðveldlega smitast af reiði og vanlíðan. Illt augnagot eða biturt andsvar getur vakið upp ónot innanbrjósts. Öll þessi viðbrögð eru mannleg og eiga sér lífeðlisfræðilegar skýringar. Í líkama okkar finnast svonefndar spegilfrumur sem spegla hegðun annarra. Þessi innbyggðu taugaviðbrögð eru grundvöllur fyrir því að við getum lært af öðrum. Þau eru forsenda þess að barn læri af hegðun uppalenda, það horfir á og hermir eftir. Þannig lærir barn meira af hegðun en orðum. Á fullorðinsárum höldum við áfram að spegla hvert annað. Með spegilfrumunum getum við skynjað sálarástand náungans. Brosandi maður kallar fram bros hjá okkur og þegar við mætum sorg annarra verðum við ósjálfrátt sorgmædd. Undanfarið hefur sálarþjáning, niðurlægjandi ummæli og reiði verið ríkjandi í samfélagsumræðunni. Þó svo að við ráðum sjaldnast hvernig aðrir koma fram við okkur þá getur verið gott að hafa hugfast að við sjálf getum sannarlega með einu brosi dimmu í dagsljós breytt :) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
„Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, sem fjalla um mannlegan harmleik sem ekki er alltaf sýnilegur. Sá sem brosir einlægt getur ómeðvitað yljað öðru hjarta og sú sem er glaðvær getur skilið eftir kátínu hjá viðstöddum. Oft er sagt að einhver hafi gefið manni bros, enda getum við í bókstaflegri merkingu tekið á móti og upplifað líðan annarra. Á sama hátt er sagt að hegðun sé smitandi, t.d. að bros sé smitandi. Eins og við erum móttækileg fyrir bros annarra þá getum við einnig auðveldlega smitast af reiði og vanlíðan. Illt augnagot eða biturt andsvar getur vakið upp ónot innanbrjósts. Öll þessi viðbrögð eru mannleg og eiga sér lífeðlisfræðilegar skýringar. Í líkama okkar finnast svonefndar spegilfrumur sem spegla hegðun annarra. Þessi innbyggðu taugaviðbrögð eru grundvöllur fyrir því að við getum lært af öðrum. Þau eru forsenda þess að barn læri af hegðun uppalenda, það horfir á og hermir eftir. Þannig lærir barn meira af hegðun en orðum. Á fullorðinsárum höldum við áfram að spegla hvert annað. Með spegilfrumunum getum við skynjað sálarástand náungans. Brosandi maður kallar fram bros hjá okkur og þegar við mætum sorg annarra verðum við ósjálfrátt sorgmædd. Undanfarið hefur sálarþjáning, niðurlægjandi ummæli og reiði verið ríkjandi í samfélagsumræðunni. Þó svo að við ráðum sjaldnast hvernig aðrir koma fram við okkur þá getur verið gott að hafa hugfast að við sjálf getum sannarlega með einu brosi dimmu í dagsljós breytt :)
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun