Börsungar gerðu engin mistök í Baskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2017 20:45 Lionel Messi er kominn með 12 mörk í spænsku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Barcelona er áfram með fjögurra stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 0-2 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. Lionel Messi hefur verið óstöðvandi í byrjun tímabils og hann var á skotskónum í dag. Messi kom Barcelona yfir á 36. mínútu með sínu tólfta deildarmarki í vetur. Paulinho gulltryggði svo sigur Börsunga þegar hann fylgdi eftir skoti frá Luis Suárez sem Kepa Arrizabalaga varði. Lokatölur 0-2, Barcelona í vil. Spænski boltinn
Barcelona er áfram með fjögurra stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 0-2 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. Lionel Messi hefur verið óstöðvandi í byrjun tímabils og hann var á skotskónum í dag. Messi kom Barcelona yfir á 36. mínútu með sínu tólfta deildarmarki í vetur. Paulinho gulltryggði svo sigur Börsunga þegar hann fylgdi eftir skoti frá Luis Suárez sem Kepa Arrizabalaga varði. Lokatölur 0-2, Barcelona í vil.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti