Girona skellti Spánar- og Evrópumeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Girona fagna af innlifun.
Stuðningsmenn Girona fagna af innlifun. Vísir/Getty
Girona vann afar óvæntan sigur á Spánar- og Evrópumeisturum Real Madrid, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Girona batt þarna enda á 13 leikja sigurgöngu Real Madrid á útivelli í spænsku deildinni.

Isco kom Real Madrid yfir á 22. mínútu en Cristhian Stuani jafnaði metin á 54. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Portu sigurmark Girona.

Þetta var annar sigur nýliðanna í röð en þeir eru í 11. sæti deildarinnar með 12 stig.

Real Madrid er hins vegar í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, átta stigum á eftir toppliði Barcelona. Það verður því erfitt fyrir lærisveina Zinedines Zidane að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann á síðasta tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira