„Eins og með allar mínar skáldsögur, mín fyrsta kom 1996, þá er þetta tæplega tveggja ára meðganga, en ég kláraði þessa í miklu blússi í París í vor. Ég skrifa yfirleitt á hverjum degi, og hingað til hefur flest gengið upp í þeim skilningi að bækurnar klárast, eru tilbúnar eftir þennan tíma, tæp tvö ár. Þetta er samt alltaf helvítis barátta upp á líf og dauða hvern einasta dag. En ég hafði aldrei áður farið í svona langan tíma í burtu til þess að skrifa, var í París í tvo mánuði, en valdi tímasetninguna út frá mínum rytma. Það varð líka raunin að ég var á lokasprettinum og það var mjög gott að geta unnið svona sleitulaust. Þessi rytmi, skáldsaga annað hvert ár, hefur gengið upp hjá mér frá byrjun, árið 1996, en fyrr eða síðar mun hann riðlast og þá verður lífið enn erfiðara en það er. Miklu verra,“ segir Jón og brosir sposkur. „En ég vil vera búinn með þetta þegar þetta kemur inn í sumarið,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur um nýjustu skáldsöguna sína, Sögu Ástu.Byrjaði þrisvar Saga Ástu ber undirtitilinn Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum? Persónurnar eru á einhvern óræðan hátt kunnuglegar og í senn djúpar þannig að lesandinn fær það á tilfinninguna að Jón Kalman sé búinn að bera þær innra með sér um langa tíð. En skyldi það vera raunin? Hvaðan kemur þetta fólk? „Það er nú bæði já og nei. Reyndar held ég að persónurnar hjá mér séu oft sambland af skáldskap og síðan einhverjum sem maður hefur þekkt, eða heyrt af, lesið um. Ég byrja með einhverja hugmynd að sögu, að persónum, atvikum, en þær hugmyndir eru mjög fljótar að breytast, gerbreytast, taka óvænta vendingu, vegna þess að aflið í skáldskapnum tekur yfir. Þær persónur sem maður hefur verið með í huga breytast þannig og fjarlægjast fyrirmyndir sínar verulega, ef einhverjar hafa verið. Það var óvenjulegt með þessa bók að ég þurfti að byrja þrisvar á henni. Var búinn að skrifa vel hundrað síður þegar ég áttaði mig á því að það voru einhverjar gangtruflanir. Ég byrjaði aftur, skrifaði aðrar hundrað síður, en allt fór á sama veg. Það voru ekki mjög glaðar stundir. Ég var ósáttur við sjálfan mig, húðskammaði mig, fannst allt ónýtt, en áttaði mig loks á því að ég var að flaska á grundvallaratriðinu, nefnilega frásagnaraðferðinni. Eftir að ég var kominn niður á hana þá fór þetta að ganga betur.“Skáldskapur er veruleiki Jón Kalman bendir á að eflaust sjái þeir sem þekkja hans fyrri bækur skyldleika við Snarkið í stjörnunum og Ýmislegt um risafurur og tímann sem komu út fyrir löngu, eins og hann orðar það. „Það er að segja með þessari sögu um móður sem gengur út úr lífi tveggja ungra barna, yfirgefur þau og hverfur. Það er ákveðinn útgangspunktur og grunnur að öllu í Sögu Ástu. Amma mín gerði þetta,“ segir Jón og staldrar við hugsi. „Gekk út, yfirgaf eiginmann og dætur sínar tvær, kornabörn. Þetta er auðvitað svo sérstakt, óskiljanlegt, einkennilegt og skakkt að það er ekki annað hægt en að hugsa um það. Fyrir fólkið í kringum viðkomandi manneskju líkist svona gjörningur kjarnorkusprengju sem gereyðir tilverunni, og síðan dreifist geislavirknin eins og eitur í gegnum líf þeirra. Ég var barn þegar ég fyrst heyrði af þessu og þetta hefur alltaf fylgt mér. Fyrst dæmdi maður hana, því það er svo auðvelt. Hún var sek, hún var glæpamaðurinn. En svo fór mann hægt og bítandi að gruna flóknari ástæður, fór að sjá ógæfuna, harminn, örvæntinguna, því fólk gerir svona lagað ekki bara sér til dundurs. Mig bæði langaði til þess og ég þurfti að fara inn í þetta aftur og skoða það betur. Ég nota mér sem viðspyrnu Huldu Markan, ömmu mína, og langafa minn, Einar Markan söngvara sem fór til Þýskalands og Noregs að nema söng og tók svo upp plötu í Noregi. Ákaflega sjarmerandi maður og með einstaklega fallega rödd, framtíð og frami blasti við, en síðan gerðist eitthvað og hann hættir nánast að syngja. Og það var einmitt þetta „eitthvað“ sem sótti á mig. Skáldskapurinn og óvissan býr í þessu orði, eitthvað. Og hún Ásta, já, hún er að einhverju leyti skyld móðursystur minni, Jóhönnu Þráinsdóttur þýðanda, sem skipti mig svo miklu máli og ég sakna svo sárt. Ég nýti vissa ytri þætti úr lífi hennar. Til að mynda kynni hennar og vináttu við Ara Jósefsson skáld. Það er ákveðinn grunnur í sögunni, en þetta er samt ekki saga þeirra, alls ekki, það væri hrein fölsun, gott ef ekki glæpsamleg einfeldni að halda því fram. Saga Ástu er skáldskapur. En skáldskapurinn byggir alltaf á veruleikanum, kemst ekki af án hans. Alveg eins og veruleikinn kemst ekki af án skáldskapar. Nei, veruleikinn myndi einfaldlega veslast upp, verða eyðimörk, lífvana pláneta, hefði hann ekki skáldskapinn. Þegar ég byrja að skrifa þá tekur skáldskapurinn alltaf yfir, tekur eiginlega völdin af mér. Og drekkir rökhugsuninni eins og blindum kettlingi. En fólk er alltaf að leita að fyrirmyndum í skáldskapnum, við gerum það ósjálfrátt, en yfirleitt drögum við kolrangar ályktanir. Þetta er eins og með stjörnuspár þar sem kannski 5% ríma við þig en þú grípur það og segir – fjandinn maður, þetta passar algjörlega við mig. Fólk vill að skáldsagan sé lífið, að það sé verið að lýsa því sem hefur gerst. En góður skáldskapur er veruleiki í sjálfu sér. Hann getur öllu heldur breytt veruleikanum, stækkað hann, gert ríkari. Veruleiki og list, er það ekki sami hluturinn? Sálumessa Mozarts er jafn mikill veruleiki og vatnið sem við drekkum. Andinn visnar án Mozarts, líkaminn skrælnar án vatnsins. Nema; saga Ástu er ekki um ömmu mína eða mína fjölskyldu, heldur um það hvað verður til þess að þú sprengir líf þitt svona algjörlega upp og af hverju er svona erfitt að vera til. Af hverju er svona erfitt að lifa?Manneskjan er risafura Eftir því sem árin hlaðast á mig þá leitar alltaf sífellt meira á mig hversu erfitt það er að vera manneskja. Og þá sumpart vegna þess að við gerum svo miklar kröfur til okkar, samfélagið, fjölskyldan og trúarbrögðin, um að þú eigir að vera svona og svona. Sem manneskja, sem einstaklingur. Svo rennur þú inn í ákveðinn farveg, inn á ákveðinn bás, og þá er helst ætlast til þess að þú sért þar. Það er eins og við göngum út frá því að eftir að manneskjan hafi náð ákveðnum aldri, ákveðnum þroska, þá sé hún komin á sinn stað. En manneskjan er síbreytileg, og tilfinningar hennar nema aldrei staðar. Við gleymum því að við erum bara tilfinningar. Við erum undir stöðugu áreiti í samtíma okkar. Það er síminn, tölvupósturinn, Twitter, Facebook, Instagram … Fyrir hundrað árum, hvað þá tvö eða þrjú hundruð, var hringurinn af því fólki sem þú kynntist miklu þrengri. Nú er hann orðinn svo miklu stærri og margbrotnari og í þeim skilningi má segja það sé erfiðara að vera til í dag en hér fyrrum.“ En er hætta á að þessi stóri hringur leiði til þess að öll samskipti verði grynnri fyrir vikið þar sem þú átt þúsund vini á Facebook? „Það er ákveðin hætta á að þú týnir þér þar og hættir að greina á milli kunningja og vina. Þar á milli er úthaf. Öll þessi tækni, sem á undraskömmum tíma er orðin sjálfsagður hluti af hversdegi okkar, kom svo hratt inn í líf okkar að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvaða áhrif það á eftir að hafa á tilvist okkar, tilfinningar, viðmið, sýn á heiminn. Manneskjan breytist jafn hægt og risafura sem tekur þúsund ár að vaxa. Það tekur minnst þúsund ár fyrir kerfið innra með okkur að breytast að ráði, en nú hefur samfélagið og umhverfið gerbreyst á fimmtán árum. Það hlýtur að hafa einhver áhrif.“Mikilvægara að skrifa um heiminn Nú eru engin þúsund ár síðan amma þín gekk frá sínum börnum? Hefur þú aldrei óttast að bera þetta í þér? „Nei, alls ekki. Ég tengdi þetta ekki þannig við mig enda kynntist ég henni aldrei. Þó maður sé alltaf að skrifa um sjálfan sig þá er ég aldrei að skrifa um mig. Það er að segja … ég hef ósjaldan notað eitthvað úr mínu lífi sem einhvers konar ytri grind í bókum mínum, einhverja atburði, minningar eða eitthvað slíkt. En það er þá bara grind sem ég síðan hleð skáldskapnum utan á. Það er svo mikið afl í skáldskapnum, hann er svo miklu stærri en ég, víðfeðmari en líf mitt, býr yfir svo miklum möguleikum, ótal salarkynnum, að hann tekur yfir um leið og ég byrja að skrifa. Ég er mjög ánægður með það. Hef takmarkaðan áhuga á því að segja frá mínu lífi í skáldskap. En það er auðvitað svo að ef maður gefur allt sitt í það sem maður gerir þá þvælist eitthvað með. Það lekur yfir en það er aukaatriði. Ég held og ég vona að það séu mörg stef í þessari bók. Eitt af þeim er hin eilífa og knýjandi spurning um skyldu þína sem listamaður? Þetta er samsvarandi spurningunni: Hver er þín skylda sem manneskja? En áttu sem listamaður að glíma við heiminn eða við sjálfan þig? Það er þarna skáld í bókinni, föðurbróðir Ástu, og hann er að glíma við þessa spurningu, þennan efa. Hann er módernisti og sem slíkur vill hann ekki yrkja um sjálfan sig, honum finnst það vera hálfgert vændi, meðal annars vegna þess að heimurinn skiptir meira máli en hann. Ég er að sumu leyti sammála honum, en samt ekki, því sem skáld þá geturðu ekki komist hjá því að yrkja um sjálfan þig. Mér finnst mikilsverðara að skrifa um aðra en sjálfan mig, mikilvægara að skrifa um heiminn, en ekkert er augljóst, hér eru engar skýrar línur vegna þess að skáldskapur er svo persónulegt form. Einkum ef þú skrifar út frá ljóðinu eins og ég geri sumpart. Þá kemur alltaf eitthvað af þínu blóði með.“Ljóðið í skáldsögunni Saga Ástu felur í sér mikinn samruna ljóðs og prósa – líkast til meira en nokkru sinni í verkum Jóns Kalmans. Himinninn leikur þar líka nokkuð stórt hlutverk og því ekki úr vegi að spyrja höfundinn – ertu Skýið í buxunum í þessari bók? Nú hlær Kalman en segir þó léttur: „Majakovskí var mitt skáld lengi vel. Ég er sá sem kem þessum heimi áfram og sjálfsagt er ég víða – alls staðar og hvergi, og er þannig séð ský í buxum. Ég myndi í það minnsta taka að mér að vera himinninn einn dag og það má að vissu leyti segja að himinninn sé sögumaður bókarinnar. En það er alltaf þessi glíma, að koma þeim heimi sem heltekur mann áleiðis á sem bestan og áhrifamestan hátt. Til þess reynir maður að nota alla þá tækni og möguleika sem maður býr yfir. Þó svo ég hugsi aldrei um lesandann þegar ég skrifa þá vil ég auðvitað fyrst og fremst að skáldskapur minn hafi áhrif, að hann skipti máli. Snerti lesandann og hræri í honum. Ef það heppnast þá er það aðalatriðið – hver ég er skiptir minna máli.“ Nú ert þú með djúpar rætur í ljóðinu og ætlaðir að verða ljóðskáld. Færir ljóðið þér ákveðna hæfni? Gerir það þig færari og viðkvæmari? Þú leyfir þér að vera viðkvæmur ólíkt mörgum kyn- og starfsbræðrum þínum. „Ég er sá sem ég er. Ég hef aldrei tekið meðvitaða ákvörðun um það hvernig ég skrifa, útkoman byggir alltaf á tilfinningu og einhverju ómeðvituðu. Einhverju sem kemur að innan. En ég man að mér gekk bölvanlega þegar ég byrjaði að skrifa prósa. Ég skrifaði tvær skáldsögur sem ég henti og enginn fékk að lesa sem betur fer. Þær voru alveg hræðilegar. Ég sá eftir á að ég var einfaldlega ekki búinn að finna mína fjöl, minn takt, var ekki búinn að læra að anda í skáldskapnum. Þessar vondu skáldsögur voru miklu hefðbundnari en það sem ég gerði síðar, eða þegar ég loks datt niður á þá æð og þá opnaðist eitthvað. Og ég áttaði mig á því, það bara kom, að fyrir mér er ekki svo ýkja mikill munur á ljóði og prósa. Eða kannski: Ljóðið er Trójuhestur skáldsögunnar?… En auðvitað er ekkert sem tekur fram góðu ljóði. Það er eins og bestu skáldin geti þjappað öllum alheiminum saman í fáeinar línur. Góð ljóð eru þannig að þú getur lesið þau alla þína ævi, aftur og aftur, hundrað sinnum á ári, og alltaf skynjað eitthvað nýtt. Ég er að reyna að koma þessu inn í skáldsöguna. Það búa svo miklir möguleikar í ljóðinu, eðli þess og andardrætti að það er fáránlegt að nota það ekki að stækka skáldsöguna með því að segja sögu en líka yrkja ljóð um leið. Þannig var það í upphafi, ég er þá að hugsa um kviður Hómers – þær eru skáldsögur í ljóðum. Þetta er nauðaskylt en við erum svo takmörkuð að við erum alltaf að flokka hluti í stað þess að láta þá vinna saman. Fyrir mér er tónlistin líka hluti af þessu, skáldsaga, ljóð og tónlist. En þetta er auðvitað bara mín leið, mín aðferð. Skáldsagan býr yfir endalausum möguleikum, ég er bara að nýta hluta þeirra.“Tvær tíkur og ástin Jón Kalman segir að eftirsjá og söknuður séu gegnumgangandi í þessari sögu. „Eftirsjáin eftir því sem er farið og þú hefur misst, en líka því, og ekki síður, sem þú hefur ekki gert. Því sem þú megnaðir ekki að gera, eða þorðir ekki. Mig grunar og ég óttast að eftirsjáin sé sterkari þráður í lífi fólks en við viljum almennt gangast við, en það er hins vegar spennandi að glíma við það sem höfundur, það varpar svo miklu ljósi á manneskjuna, þetta flókna fyrirbæri. En um leið og maður fer inn í taugakerfið og hjartað og segir sögu tilfinninganna, þá er maður líka einfaldlega að segja sögur af atvikum smáum sem stórum sem detta í fangið á manni og fá mann til að brosa. Og er það ekki brosið sem gerir þessa plánetu byggilega? En ég er jafnframt alltaf, sama hvað ég er að skrifa um, að takast á við minn samtíma, umhverfi mitt nær og fjær, takast á við stjórnmál á Íslandi og loftslagsbreytingar í heiminum, og spurninguna um hvort það séu til fleiri alheimar. Fyrir mér er þetta allt undir og allt eitt og hið sama. Ég hef alltaf haft þessa þörf fyrir að koma að gagni og gagnrýna það sem þarf að gagnrýna. En það er þrennt sem er einna erfiðast að skrifa um. Það er ádeila – pólitík – það er erótík – þessar tvær tíkur og ástin. Hvað mig varðar þá er ádeilan mér erfiðust. Það er eitthvað sem ég hef verið að glíma við frá því að ég byrjaði. Þetta er í ættinni því frændi minn, Hannes Sigfússon, barðist við þetta nákvæmlega sama og stórskemmdi sumar af sínum bókum með því að vera of ákafur í ádeilunni. Hann var fyrstur til þess að viðurkenna það seinna meir. Það er ekki öllum gefið að skrifa ádeilu. Það er ekki öllum gefið að skrifa bók á borð við Meistarann og Margarítu sem ristir í sundur samfélag kúgunar og grimmdar. En mér finnst að maður eigi að reyna það sem listamaður ef maður mögulega getur. Ef það er ekki í þér þá gerir þú það ekki, ekki beint það er segja, en öll list er í sjálfu sér andóf. Listin er alltaf í stjórnarandstöðu og þess vegna enda allir listamenn í helvíti. Alltaf í andstöðu. Ef maður er sendur í himnaríki þá er maður strax farinn að gagnrýna skipan mála þar og verður því sparkað þaðan. En þetta er eitthvað sem mér finnst skipta máli. Að reyna að gera þetta ef maður mögulega getur. Að rista samfélagið í sundur.“Visir/StefánMúrverk og dauðinn Jón Kalman gefur sér stund til þess að hugsa málið og leggur í framhaldinu áherslu á að skáldskapurinn verði alltaf að ráða. „Ef þú reynir að þröngva einhverju inn í skáldskapinn, ádeilu eða erótík, getur lesandinn fengið á tilfinninguna að þetta þurfi ekki að vera, og þá ertu búinn að svíkja sjálfan þig. Allt á að koma vegna þess að það þarf að koma. Þarf að vera þarna. Hvort sem það er erótík eða pólitík þá verður það að vera samofið sögunni og fullkomlega á hennar forsendum. Ef þú nefnir Donald Trump án þess að það þurfi að nefna hann í sögunni þá er allt unnið fyrir gýg og Donald Trump búinn að vinna enn einn sigurinn.“ Er þetta afstaða ljóðskáldsins til tungumálsins – engu má vera ofaukið? „Nei, sko, pabbi minn var múrari, og þú leggur ekki flísar, steypir vatnsbretti, múrar vegg með röngum aðferðum eða efnum. Þetta er nákvæmnisvinna og það eru sömu lögmál sem ríkja í múrverki og skáldskap. Þú verður að gera eins vel og þú mögulega getur, annars molnar úr veggnum, lekur með vatnsbrettinu. Og þá hefur þú brugðist.“ En í þessari sögu segir: „Að skrifa er að berjast við dauðann“ – hann er alltaf nærri, heldur alltaf í hinn endann á öllum þráðum. Er þá alltaf svona mikið undir við skriftirnar? „Það er tvennt sem við vitum: Að við fæðumst og að við deyjum. Þetta sem er þar á milli kallast líf. Dauðinn er eitthvað sem við stefnum að á hverri sekúndu, við erum sem betur fer ekki meðvituð um það öllum stundum, en hann nálgast okkur stöðugt. Ég veit ekki hvort það spilar inn í að móðir mín dó þegar ég var fimm ára gamall, það var minn heimsendir. Hvort það hafi haft þau áhrif að allt frá því að ég man eftir mér þá hefur dauðinn verið mér mjög hugstæður. Mér finnst að það að skrifa sé orrusta mín við dauðann. Mín tilraun til þess að yfirstíga hann en jafnframt langar mig til að vita hver dauðinn er. Hvað ber hann með sér? Hvað er á bak við dauðann? Er eitthvað á bak við hann? Ég er alltaf að reyna að komast að því og er sannfærður um að mér muni takast það, að ég muni komast að því, að ég muni sjá inn í ríki dauðans.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið
„Eins og með allar mínar skáldsögur, mín fyrsta kom 1996, þá er þetta tæplega tveggja ára meðganga, en ég kláraði þessa í miklu blússi í París í vor. Ég skrifa yfirleitt á hverjum degi, og hingað til hefur flest gengið upp í þeim skilningi að bækurnar klárast, eru tilbúnar eftir þennan tíma, tæp tvö ár. Þetta er samt alltaf helvítis barátta upp á líf og dauða hvern einasta dag. En ég hafði aldrei áður farið í svona langan tíma í burtu til þess að skrifa, var í París í tvo mánuði, en valdi tímasetninguna út frá mínum rytma. Það varð líka raunin að ég var á lokasprettinum og það var mjög gott að geta unnið svona sleitulaust. Þessi rytmi, skáldsaga annað hvert ár, hefur gengið upp hjá mér frá byrjun, árið 1996, en fyrr eða síðar mun hann riðlast og þá verður lífið enn erfiðara en það er. Miklu verra,“ segir Jón og brosir sposkur. „En ég vil vera búinn með þetta þegar þetta kemur inn í sumarið,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur um nýjustu skáldsöguna sína, Sögu Ástu.Byrjaði þrisvar Saga Ástu ber undirtitilinn Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum? Persónurnar eru á einhvern óræðan hátt kunnuglegar og í senn djúpar þannig að lesandinn fær það á tilfinninguna að Jón Kalman sé búinn að bera þær innra með sér um langa tíð. En skyldi það vera raunin? Hvaðan kemur þetta fólk? „Það er nú bæði já og nei. Reyndar held ég að persónurnar hjá mér séu oft sambland af skáldskap og síðan einhverjum sem maður hefur þekkt, eða heyrt af, lesið um. Ég byrja með einhverja hugmynd að sögu, að persónum, atvikum, en þær hugmyndir eru mjög fljótar að breytast, gerbreytast, taka óvænta vendingu, vegna þess að aflið í skáldskapnum tekur yfir. Þær persónur sem maður hefur verið með í huga breytast þannig og fjarlægjast fyrirmyndir sínar verulega, ef einhverjar hafa verið. Það var óvenjulegt með þessa bók að ég þurfti að byrja þrisvar á henni. Var búinn að skrifa vel hundrað síður þegar ég áttaði mig á því að það voru einhverjar gangtruflanir. Ég byrjaði aftur, skrifaði aðrar hundrað síður, en allt fór á sama veg. Það voru ekki mjög glaðar stundir. Ég var ósáttur við sjálfan mig, húðskammaði mig, fannst allt ónýtt, en áttaði mig loks á því að ég var að flaska á grundvallaratriðinu, nefnilega frásagnaraðferðinni. Eftir að ég var kominn niður á hana þá fór þetta að ganga betur.“Skáldskapur er veruleiki Jón Kalman bendir á að eflaust sjái þeir sem þekkja hans fyrri bækur skyldleika við Snarkið í stjörnunum og Ýmislegt um risafurur og tímann sem komu út fyrir löngu, eins og hann orðar það. „Það er að segja með þessari sögu um móður sem gengur út úr lífi tveggja ungra barna, yfirgefur þau og hverfur. Það er ákveðinn útgangspunktur og grunnur að öllu í Sögu Ástu. Amma mín gerði þetta,“ segir Jón og staldrar við hugsi. „Gekk út, yfirgaf eiginmann og dætur sínar tvær, kornabörn. Þetta er auðvitað svo sérstakt, óskiljanlegt, einkennilegt og skakkt að það er ekki annað hægt en að hugsa um það. Fyrir fólkið í kringum viðkomandi manneskju líkist svona gjörningur kjarnorkusprengju sem gereyðir tilverunni, og síðan dreifist geislavirknin eins og eitur í gegnum líf þeirra. Ég var barn þegar ég fyrst heyrði af þessu og þetta hefur alltaf fylgt mér. Fyrst dæmdi maður hana, því það er svo auðvelt. Hún var sek, hún var glæpamaðurinn. En svo fór mann hægt og bítandi að gruna flóknari ástæður, fór að sjá ógæfuna, harminn, örvæntinguna, því fólk gerir svona lagað ekki bara sér til dundurs. Mig bæði langaði til þess og ég þurfti að fara inn í þetta aftur og skoða það betur. Ég nota mér sem viðspyrnu Huldu Markan, ömmu mína, og langafa minn, Einar Markan söngvara sem fór til Þýskalands og Noregs að nema söng og tók svo upp plötu í Noregi. Ákaflega sjarmerandi maður og með einstaklega fallega rödd, framtíð og frami blasti við, en síðan gerðist eitthvað og hann hættir nánast að syngja. Og það var einmitt þetta „eitthvað“ sem sótti á mig. Skáldskapurinn og óvissan býr í þessu orði, eitthvað. Og hún Ásta, já, hún er að einhverju leyti skyld móðursystur minni, Jóhönnu Þráinsdóttur þýðanda, sem skipti mig svo miklu máli og ég sakna svo sárt. Ég nýti vissa ytri þætti úr lífi hennar. Til að mynda kynni hennar og vináttu við Ara Jósefsson skáld. Það er ákveðinn grunnur í sögunni, en þetta er samt ekki saga þeirra, alls ekki, það væri hrein fölsun, gott ef ekki glæpsamleg einfeldni að halda því fram. Saga Ástu er skáldskapur. En skáldskapurinn byggir alltaf á veruleikanum, kemst ekki af án hans. Alveg eins og veruleikinn kemst ekki af án skáldskapar. Nei, veruleikinn myndi einfaldlega veslast upp, verða eyðimörk, lífvana pláneta, hefði hann ekki skáldskapinn. Þegar ég byrja að skrifa þá tekur skáldskapurinn alltaf yfir, tekur eiginlega völdin af mér. Og drekkir rökhugsuninni eins og blindum kettlingi. En fólk er alltaf að leita að fyrirmyndum í skáldskapnum, við gerum það ósjálfrátt, en yfirleitt drögum við kolrangar ályktanir. Þetta er eins og með stjörnuspár þar sem kannski 5% ríma við þig en þú grípur það og segir – fjandinn maður, þetta passar algjörlega við mig. Fólk vill að skáldsagan sé lífið, að það sé verið að lýsa því sem hefur gerst. En góður skáldskapur er veruleiki í sjálfu sér. Hann getur öllu heldur breytt veruleikanum, stækkað hann, gert ríkari. Veruleiki og list, er það ekki sami hluturinn? Sálumessa Mozarts er jafn mikill veruleiki og vatnið sem við drekkum. Andinn visnar án Mozarts, líkaminn skrælnar án vatnsins. Nema; saga Ástu er ekki um ömmu mína eða mína fjölskyldu, heldur um það hvað verður til þess að þú sprengir líf þitt svona algjörlega upp og af hverju er svona erfitt að vera til. Af hverju er svona erfitt að lifa?Manneskjan er risafura Eftir því sem árin hlaðast á mig þá leitar alltaf sífellt meira á mig hversu erfitt það er að vera manneskja. Og þá sumpart vegna þess að við gerum svo miklar kröfur til okkar, samfélagið, fjölskyldan og trúarbrögðin, um að þú eigir að vera svona og svona. Sem manneskja, sem einstaklingur. Svo rennur þú inn í ákveðinn farveg, inn á ákveðinn bás, og þá er helst ætlast til þess að þú sért þar. Það er eins og við göngum út frá því að eftir að manneskjan hafi náð ákveðnum aldri, ákveðnum þroska, þá sé hún komin á sinn stað. En manneskjan er síbreytileg, og tilfinningar hennar nema aldrei staðar. Við gleymum því að við erum bara tilfinningar. Við erum undir stöðugu áreiti í samtíma okkar. Það er síminn, tölvupósturinn, Twitter, Facebook, Instagram … Fyrir hundrað árum, hvað þá tvö eða þrjú hundruð, var hringurinn af því fólki sem þú kynntist miklu þrengri. Nú er hann orðinn svo miklu stærri og margbrotnari og í þeim skilningi má segja það sé erfiðara að vera til í dag en hér fyrrum.“ En er hætta á að þessi stóri hringur leiði til þess að öll samskipti verði grynnri fyrir vikið þar sem þú átt þúsund vini á Facebook? „Það er ákveðin hætta á að þú týnir þér þar og hættir að greina á milli kunningja og vina. Þar á milli er úthaf. Öll þessi tækni, sem á undraskömmum tíma er orðin sjálfsagður hluti af hversdegi okkar, kom svo hratt inn í líf okkar að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvaða áhrif það á eftir að hafa á tilvist okkar, tilfinningar, viðmið, sýn á heiminn. Manneskjan breytist jafn hægt og risafura sem tekur þúsund ár að vaxa. Það tekur minnst þúsund ár fyrir kerfið innra með okkur að breytast að ráði, en nú hefur samfélagið og umhverfið gerbreyst á fimmtán árum. Það hlýtur að hafa einhver áhrif.“Mikilvægara að skrifa um heiminn Nú eru engin þúsund ár síðan amma þín gekk frá sínum börnum? Hefur þú aldrei óttast að bera þetta í þér? „Nei, alls ekki. Ég tengdi þetta ekki þannig við mig enda kynntist ég henni aldrei. Þó maður sé alltaf að skrifa um sjálfan sig þá er ég aldrei að skrifa um mig. Það er að segja … ég hef ósjaldan notað eitthvað úr mínu lífi sem einhvers konar ytri grind í bókum mínum, einhverja atburði, minningar eða eitthvað slíkt. En það er þá bara grind sem ég síðan hleð skáldskapnum utan á. Það er svo mikið afl í skáldskapnum, hann er svo miklu stærri en ég, víðfeðmari en líf mitt, býr yfir svo miklum möguleikum, ótal salarkynnum, að hann tekur yfir um leið og ég byrja að skrifa. Ég er mjög ánægður með það. Hef takmarkaðan áhuga á því að segja frá mínu lífi í skáldskap. En það er auðvitað svo að ef maður gefur allt sitt í það sem maður gerir þá þvælist eitthvað með. Það lekur yfir en það er aukaatriði. Ég held og ég vona að það séu mörg stef í þessari bók. Eitt af þeim er hin eilífa og knýjandi spurning um skyldu þína sem listamaður? Þetta er samsvarandi spurningunni: Hver er þín skylda sem manneskja? En áttu sem listamaður að glíma við heiminn eða við sjálfan þig? Það er þarna skáld í bókinni, föðurbróðir Ástu, og hann er að glíma við þessa spurningu, þennan efa. Hann er módernisti og sem slíkur vill hann ekki yrkja um sjálfan sig, honum finnst það vera hálfgert vændi, meðal annars vegna þess að heimurinn skiptir meira máli en hann. Ég er að sumu leyti sammála honum, en samt ekki, því sem skáld þá geturðu ekki komist hjá því að yrkja um sjálfan þig. Mér finnst mikilsverðara að skrifa um aðra en sjálfan mig, mikilvægara að skrifa um heiminn, en ekkert er augljóst, hér eru engar skýrar línur vegna þess að skáldskapur er svo persónulegt form. Einkum ef þú skrifar út frá ljóðinu eins og ég geri sumpart. Þá kemur alltaf eitthvað af þínu blóði með.“Ljóðið í skáldsögunni Saga Ástu felur í sér mikinn samruna ljóðs og prósa – líkast til meira en nokkru sinni í verkum Jóns Kalmans. Himinninn leikur þar líka nokkuð stórt hlutverk og því ekki úr vegi að spyrja höfundinn – ertu Skýið í buxunum í þessari bók? Nú hlær Kalman en segir þó léttur: „Majakovskí var mitt skáld lengi vel. Ég er sá sem kem þessum heimi áfram og sjálfsagt er ég víða – alls staðar og hvergi, og er þannig séð ský í buxum. Ég myndi í það minnsta taka að mér að vera himinninn einn dag og það má að vissu leyti segja að himinninn sé sögumaður bókarinnar. En það er alltaf þessi glíma, að koma þeim heimi sem heltekur mann áleiðis á sem bestan og áhrifamestan hátt. Til þess reynir maður að nota alla þá tækni og möguleika sem maður býr yfir. Þó svo ég hugsi aldrei um lesandann þegar ég skrifa þá vil ég auðvitað fyrst og fremst að skáldskapur minn hafi áhrif, að hann skipti máli. Snerti lesandann og hræri í honum. Ef það heppnast þá er það aðalatriðið – hver ég er skiptir minna máli.“ Nú ert þú með djúpar rætur í ljóðinu og ætlaðir að verða ljóðskáld. Færir ljóðið þér ákveðna hæfni? Gerir það þig færari og viðkvæmari? Þú leyfir þér að vera viðkvæmur ólíkt mörgum kyn- og starfsbræðrum þínum. „Ég er sá sem ég er. Ég hef aldrei tekið meðvitaða ákvörðun um það hvernig ég skrifa, útkoman byggir alltaf á tilfinningu og einhverju ómeðvituðu. Einhverju sem kemur að innan. En ég man að mér gekk bölvanlega þegar ég byrjaði að skrifa prósa. Ég skrifaði tvær skáldsögur sem ég henti og enginn fékk að lesa sem betur fer. Þær voru alveg hræðilegar. Ég sá eftir á að ég var einfaldlega ekki búinn að finna mína fjöl, minn takt, var ekki búinn að læra að anda í skáldskapnum. Þessar vondu skáldsögur voru miklu hefðbundnari en það sem ég gerði síðar, eða þegar ég loks datt niður á þá æð og þá opnaðist eitthvað. Og ég áttaði mig á því, það bara kom, að fyrir mér er ekki svo ýkja mikill munur á ljóði og prósa. Eða kannski: Ljóðið er Trójuhestur skáldsögunnar?… En auðvitað er ekkert sem tekur fram góðu ljóði. Það er eins og bestu skáldin geti þjappað öllum alheiminum saman í fáeinar línur. Góð ljóð eru þannig að þú getur lesið þau alla þína ævi, aftur og aftur, hundrað sinnum á ári, og alltaf skynjað eitthvað nýtt. Ég er að reyna að koma þessu inn í skáldsöguna. Það búa svo miklir möguleikar í ljóðinu, eðli þess og andardrætti að það er fáránlegt að nota það ekki að stækka skáldsöguna með því að segja sögu en líka yrkja ljóð um leið. Þannig var það í upphafi, ég er þá að hugsa um kviður Hómers – þær eru skáldsögur í ljóðum. Þetta er nauðaskylt en við erum svo takmörkuð að við erum alltaf að flokka hluti í stað þess að láta þá vinna saman. Fyrir mér er tónlistin líka hluti af þessu, skáldsaga, ljóð og tónlist. En þetta er auðvitað bara mín leið, mín aðferð. Skáldsagan býr yfir endalausum möguleikum, ég er bara að nýta hluta þeirra.“Tvær tíkur og ástin Jón Kalman segir að eftirsjá og söknuður séu gegnumgangandi í þessari sögu. „Eftirsjáin eftir því sem er farið og þú hefur misst, en líka því, og ekki síður, sem þú hefur ekki gert. Því sem þú megnaðir ekki að gera, eða þorðir ekki. Mig grunar og ég óttast að eftirsjáin sé sterkari þráður í lífi fólks en við viljum almennt gangast við, en það er hins vegar spennandi að glíma við það sem höfundur, það varpar svo miklu ljósi á manneskjuna, þetta flókna fyrirbæri. En um leið og maður fer inn í taugakerfið og hjartað og segir sögu tilfinninganna, þá er maður líka einfaldlega að segja sögur af atvikum smáum sem stórum sem detta í fangið á manni og fá mann til að brosa. Og er það ekki brosið sem gerir þessa plánetu byggilega? En ég er jafnframt alltaf, sama hvað ég er að skrifa um, að takast á við minn samtíma, umhverfi mitt nær og fjær, takast á við stjórnmál á Íslandi og loftslagsbreytingar í heiminum, og spurninguna um hvort það séu til fleiri alheimar. Fyrir mér er þetta allt undir og allt eitt og hið sama. Ég hef alltaf haft þessa þörf fyrir að koma að gagni og gagnrýna það sem þarf að gagnrýna. En það er þrennt sem er einna erfiðast að skrifa um. Það er ádeila – pólitík – það er erótík – þessar tvær tíkur og ástin. Hvað mig varðar þá er ádeilan mér erfiðust. Það er eitthvað sem ég hef verið að glíma við frá því að ég byrjaði. Þetta er í ættinni því frændi minn, Hannes Sigfússon, barðist við þetta nákvæmlega sama og stórskemmdi sumar af sínum bókum með því að vera of ákafur í ádeilunni. Hann var fyrstur til þess að viðurkenna það seinna meir. Það er ekki öllum gefið að skrifa ádeilu. Það er ekki öllum gefið að skrifa bók á borð við Meistarann og Margarítu sem ristir í sundur samfélag kúgunar og grimmdar. En mér finnst að maður eigi að reyna það sem listamaður ef maður mögulega getur. Ef það er ekki í þér þá gerir þú það ekki, ekki beint það er segja, en öll list er í sjálfu sér andóf. Listin er alltaf í stjórnarandstöðu og þess vegna enda allir listamenn í helvíti. Alltaf í andstöðu. Ef maður er sendur í himnaríki þá er maður strax farinn að gagnrýna skipan mála þar og verður því sparkað þaðan. En þetta er eitthvað sem mér finnst skipta máli. Að reyna að gera þetta ef maður mögulega getur. Að rista samfélagið í sundur.“Visir/StefánMúrverk og dauðinn Jón Kalman gefur sér stund til þess að hugsa málið og leggur í framhaldinu áherslu á að skáldskapurinn verði alltaf að ráða. „Ef þú reynir að þröngva einhverju inn í skáldskapinn, ádeilu eða erótík, getur lesandinn fengið á tilfinninguna að þetta þurfi ekki að vera, og þá ertu búinn að svíkja sjálfan þig. Allt á að koma vegna þess að það þarf að koma. Þarf að vera þarna. Hvort sem það er erótík eða pólitík þá verður það að vera samofið sögunni og fullkomlega á hennar forsendum. Ef þú nefnir Donald Trump án þess að það þurfi að nefna hann í sögunni þá er allt unnið fyrir gýg og Donald Trump búinn að vinna enn einn sigurinn.“ Er þetta afstaða ljóðskáldsins til tungumálsins – engu má vera ofaukið? „Nei, sko, pabbi minn var múrari, og þú leggur ekki flísar, steypir vatnsbretti, múrar vegg með röngum aðferðum eða efnum. Þetta er nákvæmnisvinna og það eru sömu lögmál sem ríkja í múrverki og skáldskap. Þú verður að gera eins vel og þú mögulega getur, annars molnar úr veggnum, lekur með vatnsbrettinu. Og þá hefur þú brugðist.“ En í þessari sögu segir: „Að skrifa er að berjast við dauðann“ – hann er alltaf nærri, heldur alltaf í hinn endann á öllum þráðum. Er þá alltaf svona mikið undir við skriftirnar? „Það er tvennt sem við vitum: Að við fæðumst og að við deyjum. Þetta sem er þar á milli kallast líf. Dauðinn er eitthvað sem við stefnum að á hverri sekúndu, við erum sem betur fer ekki meðvituð um það öllum stundum, en hann nálgast okkur stöðugt. Ég veit ekki hvort það spilar inn í að móðir mín dó þegar ég var fimm ára gamall, það var minn heimsendir. Hvort það hafi haft þau áhrif að allt frá því að ég man eftir mér þá hefur dauðinn verið mér mjög hugstæður. Mér finnst að það að skrifa sé orrusta mín við dauðann. Mín tilraun til þess að yfirstíga hann en jafnframt langar mig til að vita hver dauðinn er. Hvað ber hann með sér? Hvað er á bak við dauðann? Er eitthvað á bak við hann? Ég er alltaf að reyna að komast að því og er sannfærður um að mér muni takast það, að ég muni komast að því, að ég muni sjá inn í ríki dauðans.“