Dekkjaskipti - 90% munur á hæsta og lægsta verði Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 09:32 Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð. Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum vítt og breitt um landið. Hjá flestum fyrirtækjunum eða 24 er verið að bjóða sama verð fyrir þjónustuna núna og í vorkönnun FÍB 2017. Átta fyrirtæki lækka verðið frá því vor og átta hækka. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og t.d. FÍB afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið tekið fram að sum fyrirtækin í könnunni gefa enga afslætti á þau verð sem gefin eru upp. Miðið var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla á íslenska markaðnum. Afsættir til FÍB félaga af hjólbarðaþjónustu Í könnunni á þessu hausti var lægsta verðið gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. Hæst var það hins vegar í N1 9.493 krónur (sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er 90%. Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð, þegar löglegt verður að aka á negldum vetrarhjólbörum. Samkvæmt hefðinni má reikna með mikilli ös á hjólbarðaverkstæðum á þessu degi sem að þessu sinni ber upp á miðvikudag. Eins og alltaf má síðan reikna með að mikið verði að gera í hjólbarðaskiptum þegar fyrsti snjórinn fellur. Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á vinnu við umfelgun og jafnvægisstillingu á fjórum 16 tommu álfelgum. Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekki var lagt mat á gæði þjónustunnar og mögulegan mun á henni. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda eru þær undir stærri hluta fólksbíla.Kannað var verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum.FÍB Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent
Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum vítt og breitt um landið. Hjá flestum fyrirtækjunum eða 24 er verið að bjóða sama verð fyrir þjónustuna núna og í vorkönnun FÍB 2017. Átta fyrirtæki lækka verðið frá því vor og átta hækka. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og t.d. FÍB afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið tekið fram að sum fyrirtækin í könnunni gefa enga afslætti á þau verð sem gefin eru upp. Miðið var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla á íslenska markaðnum. Afsættir til FÍB félaga af hjólbarðaþjónustu Í könnunni á þessu hausti var lægsta verðið gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. Hæst var það hins vegar í N1 9.493 krónur (sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er 90%. Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð, þegar löglegt verður að aka á negldum vetrarhjólbörum. Samkvæmt hefðinni má reikna með mikilli ös á hjólbarðaverkstæðum á þessu degi sem að þessu sinni ber upp á miðvikudag. Eins og alltaf má síðan reikna með að mikið verði að gera í hjólbarðaskiptum þegar fyrsti snjórinn fellur. Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á vinnu við umfelgun og jafnvægisstillingu á fjórum 16 tommu álfelgum. Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekki var lagt mat á gæði þjónustunnar og mögulegan mun á henni. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda eru þær undir stærri hluta fólksbíla.Kannað var verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum.FÍB
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent