BL hefur selt 5.600 fólks- og sendibíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 13:24 Bílaumboð BL er söluhæst það sem liðið er af ári. Bílasala hefur verið með ágætum þetta árið og nýtt sölumet afar líklegt þegar árið verður gert upp. Söluhæsta umboð landsins, líkt og í fyrra, er BL en þar á bæ hafa verið seldir 5.596 fólks- og sendibílar til loka september. Á sama tíma í fyrra var salan hjá BL 4.502 bílar og því um 24,3% söluaukningu að ræða. Næsta umboð á eftir BL í sölu er svo Toyota á Íslandi með 3.554 fólks- og sendibíla. Þar á bæ er um 18,7% söluaukningu að ræða. Þriðja söluhæsta umboðið er svo Hekla með 3.103 bíla og 1,3% aukningu, þá Brimborg með 2.761 bíl og 13,7% aukningu, svo Askja með 2.537 selda fólks- og sendibíla og 43,3% aukningu. Er það mesta aukningin á meðal bílaumboðanna milli ára. Fjögur önnur bílaumboð eru á Íslandi og hefur ekkert þeirra selt fleiri bíla en 650 á árinu, en Suzuki hefur selt 648 bíla, Bílabúð Benna 622, Bernhard 479 og Ísband 339 bíla, en það umboð er nýstofnað. Alls hafa verið seldir 19.824 fólks- og sendibílar til loka september.Sala BL er afgerandi mest á árinu og vöxturinn víðast hvar mikill á milli ára. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Bílasala hefur verið með ágætum þetta árið og nýtt sölumet afar líklegt þegar árið verður gert upp. Söluhæsta umboð landsins, líkt og í fyrra, er BL en þar á bæ hafa verið seldir 5.596 fólks- og sendibílar til loka september. Á sama tíma í fyrra var salan hjá BL 4.502 bílar og því um 24,3% söluaukningu að ræða. Næsta umboð á eftir BL í sölu er svo Toyota á Íslandi með 3.554 fólks- og sendibíla. Þar á bæ er um 18,7% söluaukningu að ræða. Þriðja söluhæsta umboðið er svo Hekla með 3.103 bíla og 1,3% aukningu, þá Brimborg með 2.761 bíl og 13,7% aukningu, svo Askja með 2.537 selda fólks- og sendibíla og 43,3% aukningu. Er það mesta aukningin á meðal bílaumboðanna milli ára. Fjögur önnur bílaumboð eru á Íslandi og hefur ekkert þeirra selt fleiri bíla en 650 á árinu, en Suzuki hefur selt 648 bíla, Bílabúð Benna 622, Bernhard 479 og Ísband 339 bíla, en það umboð er nýstofnað. Alls hafa verið seldir 19.824 fólks- og sendibílar til loka september.Sala BL er afgerandi mest á árinu og vöxturinn víðast hvar mikill á milli ára.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent