Börsungar björguðu stigi gegn Atletico 14. október 2017 20:30 Messi reynir að sleppa úr gæslu Atletico-manna í kvöl Vísir/Getty Luis Suárez bjargaði stigi fyrir Barcelona í 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid með skalla þegar stutt var til leiksloka í lokaleik dagsins í spænska boltanum. Eftir sigur Real Madrid gegn Getafe í dag gátu Börsungar náð sjö stiga forskoti á ný á toppi deildarinnar er þeir mættu á Wanda Metropolitano, heimavöll Atletico sem sat í þriðja sæti fyrir leikinn. Saul Niguez kom heimamönnum yfir með snyrtilegu skoti á 21. mínútu er hann lagði boltann í fjærhornið og leiddu heimamenn í hálfleik. Tíu mínútum fyrir leikslok tókst Suárez að jafna fyrir gestina, fékk hann góða sendingu á fjærstöng frá Sergi Roberto og skallaði í netið af stuttu færi. Reyndist það vera síðasta mark leiksins og skyldu þau því jöfn en eftir leik eru Börsungar með fimm stiga forskot á erkifjenduna í Real Madrid en Valencia getur náð öðru sætinu með sigri á Betis. Spænski boltinn
Luis Suárez bjargaði stigi fyrir Barcelona í 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid með skalla þegar stutt var til leiksloka í lokaleik dagsins í spænska boltanum. Eftir sigur Real Madrid gegn Getafe í dag gátu Börsungar náð sjö stiga forskoti á ný á toppi deildarinnar er þeir mættu á Wanda Metropolitano, heimavöll Atletico sem sat í þriðja sæti fyrir leikinn. Saul Niguez kom heimamönnum yfir með snyrtilegu skoti á 21. mínútu er hann lagði boltann í fjærhornið og leiddu heimamenn í hálfleik. Tíu mínútum fyrir leikslok tókst Suárez að jafna fyrir gestina, fékk hann góða sendingu á fjærstöng frá Sergi Roberto og skallaði í netið af stuttu færi. Reyndist það vera síðasta mark leiksins og skyldu þau því jöfn en eftir leik eru Börsungar með fimm stiga forskot á erkifjenduna í Real Madrid en Valencia getur náð öðru sætinu með sigri á Betis.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti