Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 22-20 | Fyrsti heimasigur Haukakvenna Benedikt Grétarsson skrifar 15. október 2017 20:30 Haukar unnu í dag baráttusigur gegn Selfossi í fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 22-20 í kaflaskiptum leik þar sem sóknarleikurinn var ekki beint í heimsklassa.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þrír leikmenn Hauka skoruðu fjögur mörk og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 17/1 skot í markinu. Markahæst gestanna var Kristrún Steinþórsdóttir með sjö mörk og Viviann Petersen varði 12 skot í markinu. Fyrri hálfleikur fer seint í sögubækurnar. Leikmenn voru úti á þekju sóknarlega en reyndar verður að gefa hrós fyrir ágætlega útfærðan varnarleik beggja liða. Bak við þéttan varnarmúra, stóðu svo markverðirnir og áttu góðan leik. Selfoss skoraði fyrstu tvö mörkin en Haukar tóku þá sprett og komust í 7-4. Þá hrundi hins vegar allt í leik heimakvenna og Selfoss skoraði næstu fjögur mörk. Haukar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik og staðan því 8-8 að loknum 30 mínútum. Selfoss var sterkari aðilinn nánast allan seinni hálfleikinn og gestirnir virtust vera að fara með stigin tvö yfir Hellisheiðina í stöðunni 13-16. Á þessum kafla var sóknarleikur Hauka hreinasta hörmung og Selfyssingar refsuðu grimmt með hraðupphlaupum. Haukar neituðu þó að gefast upp og innkoma Karenar Helgu í sóknarleikinn skilaði betra flæði og nokkrum fiskuðum vítaköstum. Berta Rut Harðardóttir sýndi fádæmi öryggi á vítalínunni og þessi sprettur Hauka varð til þess að lokakaflinn var æsispennandi. Þar reyndust heimakonur örlítið sterkari og líklega örlítið heppnari. 21.markið var t.d. frákast eftir misheppnað skot þegfar dómararnir voru að fara að dæma boltann af Haukum. Svona hlutir telja dýrt og það eru því Haukar sem fara með stigin tvö í pokanum.Af hverju unnu Haukar leikinn? Heimakonur léku lengstum góðan varnarleik og Elín Jóna var að venju traust í markinu. Þetta lagði grunninn að þessum baráttusigri en sóknarleikurinn var nánast allan leikinn í molum. Gamla góða heppnin var líka með Haukum á lokakaflanum og líklega hefðu sanngjörnustu úrslitin verið jafntefli.Hverjar stóðu upp úr? Maria Ines er góður leikmaður og er ætlað að bera uppi sóknarleik Hauka. Portúgalinn hefur þurft að stíga upp eftir að Ramune Pekarskyte yfirgaf Hauka en þarf að sýna meiri aga í sínum leik. Sigrún Jóhannsdóttir er ólseigur honramaður og fær ekki alltaf verðskuldað hrós fyrir sitt framlag. Elín Jóna er einfaldlega einn besti markvörður deildarinnar og á það skilið að liðsfélagar hennar séu betur vakandi í fráköstum. Kristrún Steinþórsdóttir var ógnandi í liði Selfoss og Perla Ruth er algjör lykilmaður í vörn og sókn. Markvörðurinn Viviann Petersen stóð sig ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hún var með 53% markvörslu. Hin hávaxna Ída Bjarklind Magnúsdóttir sýndi að hún getur alveg þrumað á markið og engin ástæða til að gera það ekki.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var ansi fálmkenndur hjá báðum liðum og þá er vægt til orða tekið. Hvorugt liðið hefur margar afgerandi hávaxnar skyttur í sínum röðum og því var mikið verið að hnoðast á vörninni í leit að glufum. Flest mörkin komu því eftir gegnumbrot, hornaspil og hraðupphlaup. Þetta þarf að bæta fyrir næsta leik.Hvað gerist næst? Haukar fá verðugt verkefni og mæta í Safamýrina til að leika gegn sjálfum Íslandsmeisturum Fram. Haukar þurfa heldur betur að brýna stálið fyrir þá viðureign. Frammistaða eins og í dag mun ekki duga gegn Fram, því get ég lofað. Selfoss fær sterkt lið Vals í heimsókn og þar þurfa Selfyssingar að snúa við gengi sínu á heimavelli, eftir tvö slæm töp í röð. Selfoss getur spilað góða vörn og það verður að vera útgangspunkturinn í næsta leik. Svo þurfa Kristrún og Perla að halda dampi sóknarlega. Örn: Þetta fellur bara ekki með okkur Örn Þrastarson, þjálfari Selfoss hélt í jákvæðnina þrátt fyrir svekkjandi tap að Ásvöllum. Örnn hefði þó viljað sjá dómara taka meira á skrefum Haukakonunnar Maríu Ines. „Mér fannst hún skora einhver þrjú mörk í fjórða skrefinu. Ég þarf að skoða þetta á myndbandi og kannski þarf ég að éta þessa skoðun ofan í mig en þetta er nú kannski ekki það sem skilur á milli í dag. Leikurinn bara fellur ekki með okkur.“ „Við erum að ströggla sóknarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við skorum bara átta mörk. Við finnum ekki Perlu á línunni og svo þurfum við bara að finna betri árásir en raun bar vitni.“ Þrjú stig eru í sarpinum hjá Selfossi eftir fimm leiki. Örn er þó ekkert að detta í eitthvað svartnætti yfir því. „Við erum bara rétt að byrja með mjög breytt lið frá síðustu leiktíð. Við erum með margar ungar og flottar stelpur sem koma inn. Ída kom frábærlega inn í leikinn í dag og við höldum bara áfram að vinna í okkar málum. Ég er þokkalega sáttur eins og er,“ sagði Örn Þrastarson. Elías: Mjög flatt og lélegt Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka var ósáttur í leikslok, þrátt fyrir sigurinn. „Ég er mjög feginn að fá þessi tvö stig. Við áttum það kannski ekkert skilið,“ sagði Elías eftir leik.+ „Sóknarleikurinn var hræðilega lélegur og ég er mjög óánægður með hann og áræðnina hjá okkur. Stelpurnar eru bara hræddar að taka af skarið og það vantaði leiðtoga inn á völlinn. Ég er eiginlega ekki að átta mig á þessu, þetta var bara mjög flatt og lélegt.“ Það eru nokkrir lykilhlutar sem skipta öllu í þessum leik að mati Elíasar. „Við náum að loka vörninni og svo kemur smá áræðni með innkomu Karenar Helgu í sóknina. Hún er mikill karakter, fiskar víti og skorar mark. Það er líklega það sem ræður úrslitum og það var vel þess virði að taka hana með í leikinn.“ E n þurfa Haukar ekki að bæta sig mjög mikið fyrir næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Fram? „Stelpurnar verða að átta sig á því að við getum ekki mætt með þetta á móti Fram, þá fer það mjög illa. Við höfum níu daga til að undirbúa okkur og við þurfum bara að vinna í þessum málum. Á meðan við erum að taka stigin, erum við sátt en spilamennskann var alls ekki góð.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þjálfaranum, þar sem hann var á skýrslu í leik með Haukum-U, strax að leik loknum. „Jájá, ég er sjóðheitur. Ég er reyndar brjálaður þar sem mér skilst að ég byrji á bekknum,“ sagði Elías léttur að lokumHaukakonan Þórhildur Braga Þórðardóttir reynir linusendingu í dag.Vísir/StefánÖrn Þrastarson, þjálfari Selfoss.Vísir/StefánElías Már Halldórsson, þjálfari HaukaVísir/Getty Olís-deild kvenna
Haukar unnu í dag baráttusigur gegn Selfossi í fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 22-20 í kaflaskiptum leik þar sem sóknarleikurinn var ekki beint í heimsklassa.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þrír leikmenn Hauka skoruðu fjögur mörk og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 17/1 skot í markinu. Markahæst gestanna var Kristrún Steinþórsdóttir með sjö mörk og Viviann Petersen varði 12 skot í markinu. Fyrri hálfleikur fer seint í sögubækurnar. Leikmenn voru úti á þekju sóknarlega en reyndar verður að gefa hrós fyrir ágætlega útfærðan varnarleik beggja liða. Bak við þéttan varnarmúra, stóðu svo markverðirnir og áttu góðan leik. Selfoss skoraði fyrstu tvö mörkin en Haukar tóku þá sprett og komust í 7-4. Þá hrundi hins vegar allt í leik heimakvenna og Selfoss skoraði næstu fjögur mörk. Haukar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik og staðan því 8-8 að loknum 30 mínútum. Selfoss var sterkari aðilinn nánast allan seinni hálfleikinn og gestirnir virtust vera að fara með stigin tvö yfir Hellisheiðina í stöðunni 13-16. Á þessum kafla var sóknarleikur Hauka hreinasta hörmung og Selfyssingar refsuðu grimmt með hraðupphlaupum. Haukar neituðu þó að gefast upp og innkoma Karenar Helgu í sóknarleikinn skilaði betra flæði og nokkrum fiskuðum vítaköstum. Berta Rut Harðardóttir sýndi fádæmi öryggi á vítalínunni og þessi sprettur Hauka varð til þess að lokakaflinn var æsispennandi. Þar reyndust heimakonur örlítið sterkari og líklega örlítið heppnari. 21.markið var t.d. frákast eftir misheppnað skot þegfar dómararnir voru að fara að dæma boltann af Haukum. Svona hlutir telja dýrt og það eru því Haukar sem fara með stigin tvö í pokanum.Af hverju unnu Haukar leikinn? Heimakonur léku lengstum góðan varnarleik og Elín Jóna var að venju traust í markinu. Þetta lagði grunninn að þessum baráttusigri en sóknarleikurinn var nánast allan leikinn í molum. Gamla góða heppnin var líka með Haukum á lokakaflanum og líklega hefðu sanngjörnustu úrslitin verið jafntefli.Hverjar stóðu upp úr? Maria Ines er góður leikmaður og er ætlað að bera uppi sóknarleik Hauka. Portúgalinn hefur þurft að stíga upp eftir að Ramune Pekarskyte yfirgaf Hauka en þarf að sýna meiri aga í sínum leik. Sigrún Jóhannsdóttir er ólseigur honramaður og fær ekki alltaf verðskuldað hrós fyrir sitt framlag. Elín Jóna er einfaldlega einn besti markvörður deildarinnar og á það skilið að liðsfélagar hennar séu betur vakandi í fráköstum. Kristrún Steinþórsdóttir var ógnandi í liði Selfoss og Perla Ruth er algjör lykilmaður í vörn og sókn. Markvörðurinn Viviann Petersen stóð sig ágætlega, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hún var með 53% markvörslu. Hin hávaxna Ída Bjarklind Magnúsdóttir sýndi að hún getur alveg þrumað á markið og engin ástæða til að gera það ekki.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var ansi fálmkenndur hjá báðum liðum og þá er vægt til orða tekið. Hvorugt liðið hefur margar afgerandi hávaxnar skyttur í sínum röðum og því var mikið verið að hnoðast á vörninni í leit að glufum. Flest mörkin komu því eftir gegnumbrot, hornaspil og hraðupphlaup. Þetta þarf að bæta fyrir næsta leik.Hvað gerist næst? Haukar fá verðugt verkefni og mæta í Safamýrina til að leika gegn sjálfum Íslandsmeisturum Fram. Haukar þurfa heldur betur að brýna stálið fyrir þá viðureign. Frammistaða eins og í dag mun ekki duga gegn Fram, því get ég lofað. Selfoss fær sterkt lið Vals í heimsókn og þar þurfa Selfyssingar að snúa við gengi sínu á heimavelli, eftir tvö slæm töp í röð. Selfoss getur spilað góða vörn og það verður að vera útgangspunkturinn í næsta leik. Svo þurfa Kristrún og Perla að halda dampi sóknarlega. Örn: Þetta fellur bara ekki með okkur Örn Þrastarson, þjálfari Selfoss hélt í jákvæðnina þrátt fyrir svekkjandi tap að Ásvöllum. Örnn hefði þó viljað sjá dómara taka meira á skrefum Haukakonunnar Maríu Ines. „Mér fannst hún skora einhver þrjú mörk í fjórða skrefinu. Ég þarf að skoða þetta á myndbandi og kannski þarf ég að éta þessa skoðun ofan í mig en þetta er nú kannski ekki það sem skilur á milli í dag. Leikurinn bara fellur ekki með okkur.“ „Við erum að ströggla sóknarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við skorum bara átta mörk. Við finnum ekki Perlu á línunni og svo þurfum við bara að finna betri árásir en raun bar vitni.“ Þrjú stig eru í sarpinum hjá Selfossi eftir fimm leiki. Örn er þó ekkert að detta í eitthvað svartnætti yfir því. „Við erum bara rétt að byrja með mjög breytt lið frá síðustu leiktíð. Við erum með margar ungar og flottar stelpur sem koma inn. Ída kom frábærlega inn í leikinn í dag og við höldum bara áfram að vinna í okkar málum. Ég er þokkalega sáttur eins og er,“ sagði Örn Þrastarson. Elías: Mjög flatt og lélegt Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka var ósáttur í leikslok, þrátt fyrir sigurinn. „Ég er mjög feginn að fá þessi tvö stig. Við áttum það kannski ekkert skilið,“ sagði Elías eftir leik.+ „Sóknarleikurinn var hræðilega lélegur og ég er mjög óánægður með hann og áræðnina hjá okkur. Stelpurnar eru bara hræddar að taka af skarið og það vantaði leiðtoga inn á völlinn. Ég er eiginlega ekki að átta mig á þessu, þetta var bara mjög flatt og lélegt.“ Það eru nokkrir lykilhlutar sem skipta öllu í þessum leik að mati Elíasar. „Við náum að loka vörninni og svo kemur smá áræðni með innkomu Karenar Helgu í sóknina. Hún er mikill karakter, fiskar víti og skorar mark. Það er líklega það sem ræður úrslitum og það var vel þess virði að taka hana með í leikinn.“ E n þurfa Haukar ekki að bæta sig mjög mikið fyrir næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Fram? „Stelpurnar verða að átta sig á því að við getum ekki mætt með þetta á móti Fram, þá fer það mjög illa. Við höfum níu daga til að undirbúa okkur og við þurfum bara að vinna í þessum málum. Á meðan við erum að taka stigin, erum við sátt en spilamennskann var alls ekki góð.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þjálfaranum, þar sem hann var á skýrslu í leik með Haukum-U, strax að leik loknum. „Jájá, ég er sjóðheitur. Ég er reyndar brjálaður þar sem mér skilst að ég byrji á bekknum,“ sagði Elías léttur að lokumHaukakonan Þórhildur Braga Þórðardóttir reynir linusendingu í dag.Vísir/StefánÖrn Þrastarson, þjálfari Selfoss.Vísir/StefánElías Már Halldórsson, þjálfari HaukaVísir/Getty
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti