Nálgaðist það gamla á nýjan hátt Guðný Hrönn skrifar 16. október 2017 12:45 Ann-Sofie og Erdem ásamt leikstjóranum Baz Luhrmann (t.h.) sem gerði stuttmynd og auglýsingar fyrir ERDEM x H&M-línuna. Það ríkir alltaf mikil spenna þegar þekkt tískuhús fara í samstarf með H&M og senda frá sér línur á tiltölulega viðráðanlegu verði. Í nóvember mun samstarf tískuhúss ERDEM og H&M koma í útvaldar verslanir, þar á meðal H&M í Smáralind, og tískuspekúlantar bíða með eftirvæntingu. Kanadísk/tyrkneski hönnuðurinn Erdem Moralioglu, maðurinn á bak við ERDEM, er spenntur fyrir samstarfinu við H&M en nú er hann kominn í hóp tískuhúsa og hönnuða á borð við Balmain, Karl Lagerfeld, Stellu McCartney, Kenzo og Lanvin.Blómamynstur er áberandi í línunni sem Erdem hannaði í samvinnu við H&M.Spurður út í hvernig honum þyki að feta í fótspor þeirra hönnuða og tískuhúsa sem hafa unnið línur í samstarfi við H&M segir hann: „Það er æðislegt að feta í fótspor þeirra. Listinn yfir hönnuðina er ótrúlegur, það er mér heiður að komast í hóp þeirra.“ Aðspurður hvernig hann myndi lýsa línunni, sem hann hannaði í samstarfi við H&M, segir hann hana vera innblásna af verkum sínum sem hann hefur unnið í gegnum tólf ára tímabil. „ERDEM x H&M-línan snerist m.a. um líta til baka og endurskoða eldri snið og skilja hvernig hægt er að nálgast þau á nýjan hátt. Ég lagði svo áherslu á að þetta væru eigulegar flíkur.“Hlakkar til að sjá viðbrögð karla ERDEM x H&M hefur að geyma flíkur fyrir bæði karla og konur en þetta er í fyrsta sinn sem ERDEM vinnur línu fyrir karlmenn. „Ég er mjög spenntur að sjá hver viðbrögð karlmanna verða við línunni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þeim mun takast að nýta flíkurnar við það sem þeir eiga til í fataskápnum nú þegar,“ útskýrir hann. Spurður út í hvort hann ætli að halda áfram að hanna fyrir karlmenn segir hann: „Ég ætla að sjá hvernig móttökurnar verða áður en ég tek ákvörðun um hvort ég fari að gera karlalínur fyrir ERDEM.“En hver er munurinn á að vinna að hátískulínu í samanburði við línu í ódýrari kantinum? „Það er góð spurning vegna þess að þegar ég féllst á að koma í samstarf með H&M þá vissi ég að ég þyrfti að einbeita mér að því að flíkurnar gætu orðið eins fallegar og mögulegt er. Ég var ákveðinn í að gera sniðin eins glæsileg og hægt er og að nota eins falleg efni og ég kæmist í. Svo er mikil áhersla lögð á öll smáatriði í frágangi,“ segir Erdem.Ullarpeysur línunnar minna óneitanlega á íslensku ullarpeysurnar.Það sem vakti athygli blaðamanns er að í línunni eru peysur sem minna óneitanlega á íslenskar ullarpeysur. Spurður út í hvaðan innblásturinn á bak við þær peysur komi segir Erdem innblásturinn koma frá Noregi. „Reyndar eru þær byggðar á norskum peysum. Þetta er mín túlkun á peysunni sem ég klæddist daglega þegar ég gekk í skóla í Kanada, þar sem ég ólst upp. Það var æðislegt fyrir mig að fá tækifæri til að líta til baka, til barnæskunnar, og gera flíkur sem eru innblásnar af fötum sem ég, systir mín og foreldrar klæddumst.“Erfitt að velja uppáhaldsflík Ann-Sofie Johansson, listrænn stjórnandi hjá H&M, hefur yfirsýn með öllu samstarfi sem H&M fer í með tískuhúsum. Ann-Sofie er afar ánægð með útkomu samstarfsins við ERDEM. „Þegar við höfðum ákveðið í sameiningu um hvers konar línu yrði að ræða þá fékk Erdem frjálsar hendur í hönnunarferlinu. Svo var það okkar hlutverk að finna leið til að framleiða flíkurnar þannig að þær yrðu á viðráðanlegu verði fyrir viðskiptavini okkar. Eftir það tók við áframhaldandi þróunarvinna,“ segir Ann-Sofie spurð út í vinnuferlið á bak við línuna. „Línan er öll mjög fjölbreytt. Maður getur auðveldlega notað flíkurnar við bæði hversdagsleg tilefni og líka fín tilefni.“Þessi hlýja kápa er í miklu uppáhaldi hjá Ann-Sofie.Á hún sér uppáhaldsflík úr línunni? „Það er erfitt að velja bara eina, ég elska alla línuna! Ég er mjög hrifin af dragtinni úr mynsturofnu efni, flíkurnar úr „tweed“-efni og gervipelsinn með hlébarðamynstri, þessar flíkur með skreyttri handtöskunni eru mjög töff saman. Og það er líka gaman að blanda flíkum úr karlmannslínunni saman við aðrar flíkur.“ Ann-Sofie segir viðbrögðin við nýju línunni hafa verið afar jákvæð. „Það er líka dásamlegt að fólk sem þekkir ekki til ERDEM fái að kynnast merkinu vegna þessa samstarfs.“ Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Það ríkir alltaf mikil spenna þegar þekkt tískuhús fara í samstarf með H&M og senda frá sér línur á tiltölulega viðráðanlegu verði. Í nóvember mun samstarf tískuhúss ERDEM og H&M koma í útvaldar verslanir, þar á meðal H&M í Smáralind, og tískuspekúlantar bíða með eftirvæntingu. Kanadísk/tyrkneski hönnuðurinn Erdem Moralioglu, maðurinn á bak við ERDEM, er spenntur fyrir samstarfinu við H&M en nú er hann kominn í hóp tískuhúsa og hönnuða á borð við Balmain, Karl Lagerfeld, Stellu McCartney, Kenzo og Lanvin.Blómamynstur er áberandi í línunni sem Erdem hannaði í samvinnu við H&M.Spurður út í hvernig honum þyki að feta í fótspor þeirra hönnuða og tískuhúsa sem hafa unnið línur í samstarfi við H&M segir hann: „Það er æðislegt að feta í fótspor þeirra. Listinn yfir hönnuðina er ótrúlegur, það er mér heiður að komast í hóp þeirra.“ Aðspurður hvernig hann myndi lýsa línunni, sem hann hannaði í samstarfi við H&M, segir hann hana vera innblásna af verkum sínum sem hann hefur unnið í gegnum tólf ára tímabil. „ERDEM x H&M-línan snerist m.a. um líta til baka og endurskoða eldri snið og skilja hvernig hægt er að nálgast þau á nýjan hátt. Ég lagði svo áherslu á að þetta væru eigulegar flíkur.“Hlakkar til að sjá viðbrögð karla ERDEM x H&M hefur að geyma flíkur fyrir bæði karla og konur en þetta er í fyrsta sinn sem ERDEM vinnur línu fyrir karlmenn. „Ég er mjög spenntur að sjá hver viðbrögð karlmanna verða við línunni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þeim mun takast að nýta flíkurnar við það sem þeir eiga til í fataskápnum nú þegar,“ útskýrir hann. Spurður út í hvort hann ætli að halda áfram að hanna fyrir karlmenn segir hann: „Ég ætla að sjá hvernig móttökurnar verða áður en ég tek ákvörðun um hvort ég fari að gera karlalínur fyrir ERDEM.“En hver er munurinn á að vinna að hátískulínu í samanburði við línu í ódýrari kantinum? „Það er góð spurning vegna þess að þegar ég féllst á að koma í samstarf með H&M þá vissi ég að ég þyrfti að einbeita mér að því að flíkurnar gætu orðið eins fallegar og mögulegt er. Ég var ákveðinn í að gera sniðin eins glæsileg og hægt er og að nota eins falleg efni og ég kæmist í. Svo er mikil áhersla lögð á öll smáatriði í frágangi,“ segir Erdem.Ullarpeysur línunnar minna óneitanlega á íslensku ullarpeysurnar.Það sem vakti athygli blaðamanns er að í línunni eru peysur sem minna óneitanlega á íslenskar ullarpeysur. Spurður út í hvaðan innblásturinn á bak við þær peysur komi segir Erdem innblásturinn koma frá Noregi. „Reyndar eru þær byggðar á norskum peysum. Þetta er mín túlkun á peysunni sem ég klæddist daglega þegar ég gekk í skóla í Kanada, þar sem ég ólst upp. Það var æðislegt fyrir mig að fá tækifæri til að líta til baka, til barnæskunnar, og gera flíkur sem eru innblásnar af fötum sem ég, systir mín og foreldrar klæddumst.“Erfitt að velja uppáhaldsflík Ann-Sofie Johansson, listrænn stjórnandi hjá H&M, hefur yfirsýn með öllu samstarfi sem H&M fer í með tískuhúsum. Ann-Sofie er afar ánægð með útkomu samstarfsins við ERDEM. „Þegar við höfðum ákveðið í sameiningu um hvers konar línu yrði að ræða þá fékk Erdem frjálsar hendur í hönnunarferlinu. Svo var það okkar hlutverk að finna leið til að framleiða flíkurnar þannig að þær yrðu á viðráðanlegu verði fyrir viðskiptavini okkar. Eftir það tók við áframhaldandi þróunarvinna,“ segir Ann-Sofie spurð út í vinnuferlið á bak við línuna. „Línan er öll mjög fjölbreytt. Maður getur auðveldlega notað flíkurnar við bæði hversdagsleg tilefni og líka fín tilefni.“Þessi hlýja kápa er í miklu uppáhaldi hjá Ann-Sofie.Á hún sér uppáhaldsflík úr línunni? „Það er erfitt að velja bara eina, ég elska alla línuna! Ég er mjög hrifin af dragtinni úr mynsturofnu efni, flíkurnar úr „tweed“-efni og gervipelsinn með hlébarðamynstri, þessar flíkur með skreyttri handtöskunni eru mjög töff saman. Og það er líka gaman að blanda flíkum úr karlmannslínunni saman við aðrar flíkur.“ Ann-Sofie segir viðbrögðin við nýju línunni hafa verið afar jákvæð. „Það er líka dásamlegt að fólk sem þekkir ekki til ERDEM fái að kynnast merkinu vegna þessa samstarfs.“
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira