Lífið

Átakanlegar sögur barna sem tekin hafa verið af heimili sínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri Sindrason er umsjónarmaður þáttarins.
Sindri Sindrason er umsjónarmaður þáttarins.

Hvers vegna geta um fjögur hundruð börn á Íslandi ekki búið heima hjá mömmu og pabba og hvað verður þá um þau?

Fósturbörn, sjöþáttaröð í umsjá Sindra Sindrasonar, hefur göngu sína þriðjudaginn 10. október en þar verður skyggnst inn í falinn heim sem lítið hefur verið rætt um.

Áhorfendur fá að heyra átakanlegar sögur barna sem tekin hafa verið af heimili sínu vegna vanrækslu. Einnig verður farið yfir sögur foreldra sem misst hafa börn frá sér, fósturforeldra sem tekið hafa börn að sér, kennara sem fá fósturbörn í bekkinn sem og starfsfólks barnaverndarnefnda sem lendir oft í hættu enda bregðast foreldrarnir oftar en ekki illa við eins og gefur að skilja.

Fósturbörn verður á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudögum í vetur klukkan 20:30 á Stöð 2. Fyrsti þátturinn verður 10.október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.