Vínylplatan lifir enn góðu lífi Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. október 2017 10:30 Addi Intro keypti sína fyrstu plötu fyrir flöskupening. Vísir/Ernir Lífið heyrði í þremur söfnurum vínylplatna en sala á þeim hefur risið síðustu ár. Sum safnanna byrjuðu bara sem eðlileg plötukaup á þeim tíma sem ekkert annað var í boði, sum vegna atvinnu en öll eru þau ákveðið form áráttu.Addi IntroHvenær og hvers vegna byrjaðirðu að safna? „Áhugi minn á að kaupa og safna vínyl blossaði upp í kringum 11-12 ára aldurinn. Stóri bróðir skólafélaga míns var eigandi hinnar goðsagnakenndu verslunar Þruman sem var aðalstaðurinn til að uppgötva nýjar stefnur á tíunda áratugnum. Techno, Oldschool Hardcore, House, Break Beat, Hip Hop og bara allan andskotann var að finna þarna. Minnir að fyrsta platan sem ég keypti fyrir flöskupeninga hafi verið 12" frá Reinforced útgáfunni með Agzilla & Dj L.S.K. Henni var síðan stolið af mér 7 árum seinna.“Hvað áttu margar plötur? „Ég á alls ekki margar plötur í dag. Fór yfir safnið mitt fyrir tveimur árum og losaði mig við sirka 75 prósent af því sem ég átti. Hélt bara plötum sem mér fannst virkilega góðar og nenni ennþá að hlusta á. Ég er svo byrjaður aftur að safna – held ég eigi í kringum 300 stykki í dag.“Hvað er það sem þú leitar eftir við plötukaupin? „Fyrst og fremst góðri tónlist. Hvaða stefnur sem er. Panta mikið á netinu en svo er maður alltaf í Lucky Records að gramsa og „chilla“ svo það fer bara eftir því hvað er til þann daginn. Stundum er ég að leita eftir einhverju til að „sampla“, stundum bara einhverju sem ég vil geta sett á fóninn heima í góðu „chilli“. Mjög „random“ í rauninni.“Hvað myndirðu halda að þú hafir eytt miklum pening í safnið? „Úff. Alveg frá byrjun... meira en milljón. Ekki alveg viss bara. Þori bara varla að hugsa út í það.“Hver er þín uppáhaldsplata? „Held ég eigi enga eina uppáhalds þar sem ég á svo margar stefnur í safninu. En Welcome 2 Detroit með J-Dilla get ég alltaf hlustað á.“Natalie hefur ekki tölu á plötufjöldanum, en segist eiga alltof margar. Vísir/StefánNatalie GunnarsdóttirHvenær og hvers vegna byrjaðirðu að safna? „Ég byrjaði að safna seint á síðustu öld. Ég byrjaði að safna plötum af því að ég hef og hafði óbilandi áhuga á tónlist og mig langaði að gera eitthvað meira en bara að hlusta.“Hvað áttu margar plötur? „Það er eitthvað sem ég hreinlega hef ekki hugmynd um. En heiðarlegt svar er: alltof margar.“Hvað er það sem þú leitar eftir við plötukaupin? „Ég er alltaf að leita eftir einhverju nýju og spennandi. Ég hlusta á allt nema háskólarokk þannig að bilið er breytt. Ég kaupi mikið af klassík fyrir heimahlustun, svo fer það bara eftir stemningunni þann daginn.“Hvað myndirðu halda að þú hafir eytt miklum pening í safnið? „Guð minn almáttugur! Næsta spurning.“Hver er þín uppáhaldsplata? „Þú spyrð ekki um lítið. Ætli það verði ekki að vera tólf tomman Clare de lune eftir Debussy. Sú plata á alltaf ákveðinn stað í hjarta mínu.“Ingvar rekur plötubúðina Lucky Records þannig að það má segja að plöturnar séu líf hans, en sjálfur á hann í kringum sjö þúsund plötur. Vísir/Anton BrinkIngvar GeirssonHvenær og hvers vegna byrjaðirðu að safna? „Sirka í kringum 85-86 og byrjar ekki sem safn heldur það form sem var í boði þá. Svo vex fjöldinn og fer að flokkast undir það að safna einhverju.“Hvað áttu margar plötur? „Í kringum 7 þúsund.“Hvað er það sem þú leitar eftir við plötukaupin? „Um þessar mundir kaupi ég nánast bara nýjar plötur – en geta verið endurútgáfur eða safnplötur frá aðallega sjöunda og áttunda áratugnum. En ég fylgist vel með öllu nýju í afró-funk-soul-reggae-hip hop og raftónlist. Hellingur í gangi.“Hvað myndirðu halda að þú hafir eytt miklum pening í safnið? „Bæði miklum pening og tíma. Það er erfitt að negla niður tölu.“Hver er þín uppáhaldsplata? „Mjög margar uppáhalds en nokkrar sem eru í mikilli spilun þessa daga eru: Epic Rain - Dream Sequences sem Lucky Records var að gefa út á vínyl og geisladisk. Mop Mop - Isle of Magic Cosmic Analog Ensemble - Les Sourdes Oreilles Black Flower - Artifacts Scientist- Introducing Scientist (endurútgáfa af fyrstu Scientist).“ Tengdar fréttir Vínýlplötusala jókst um 32% í Bandaríkjunum í fyrra Innkoma af sölu vínýlplatna var hærri en innkoma frá fríum tónlistarveitum á borð við Spotify og YouTube. 23. mars 2016 23:34 Sony framleiðir vínyl á ný Áætlað er að tekjur af vínyl plötum muni nema rúmlega 100 milljörðum króna í ár. 29. júní 2017 15:48 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lífið heyrði í þremur söfnurum vínylplatna en sala á þeim hefur risið síðustu ár. Sum safnanna byrjuðu bara sem eðlileg plötukaup á þeim tíma sem ekkert annað var í boði, sum vegna atvinnu en öll eru þau ákveðið form áráttu.Addi IntroHvenær og hvers vegna byrjaðirðu að safna? „Áhugi minn á að kaupa og safna vínyl blossaði upp í kringum 11-12 ára aldurinn. Stóri bróðir skólafélaga míns var eigandi hinnar goðsagnakenndu verslunar Þruman sem var aðalstaðurinn til að uppgötva nýjar stefnur á tíunda áratugnum. Techno, Oldschool Hardcore, House, Break Beat, Hip Hop og bara allan andskotann var að finna þarna. Minnir að fyrsta platan sem ég keypti fyrir flöskupeninga hafi verið 12" frá Reinforced útgáfunni með Agzilla & Dj L.S.K. Henni var síðan stolið af mér 7 árum seinna.“Hvað áttu margar plötur? „Ég á alls ekki margar plötur í dag. Fór yfir safnið mitt fyrir tveimur árum og losaði mig við sirka 75 prósent af því sem ég átti. Hélt bara plötum sem mér fannst virkilega góðar og nenni ennþá að hlusta á. Ég er svo byrjaður aftur að safna – held ég eigi í kringum 300 stykki í dag.“Hvað er það sem þú leitar eftir við plötukaupin? „Fyrst og fremst góðri tónlist. Hvaða stefnur sem er. Panta mikið á netinu en svo er maður alltaf í Lucky Records að gramsa og „chilla“ svo það fer bara eftir því hvað er til þann daginn. Stundum er ég að leita eftir einhverju til að „sampla“, stundum bara einhverju sem ég vil geta sett á fóninn heima í góðu „chilli“. Mjög „random“ í rauninni.“Hvað myndirðu halda að þú hafir eytt miklum pening í safnið? „Úff. Alveg frá byrjun... meira en milljón. Ekki alveg viss bara. Þori bara varla að hugsa út í það.“Hver er þín uppáhaldsplata? „Held ég eigi enga eina uppáhalds þar sem ég á svo margar stefnur í safninu. En Welcome 2 Detroit með J-Dilla get ég alltaf hlustað á.“Natalie hefur ekki tölu á plötufjöldanum, en segist eiga alltof margar. Vísir/StefánNatalie GunnarsdóttirHvenær og hvers vegna byrjaðirðu að safna? „Ég byrjaði að safna seint á síðustu öld. Ég byrjaði að safna plötum af því að ég hef og hafði óbilandi áhuga á tónlist og mig langaði að gera eitthvað meira en bara að hlusta.“Hvað áttu margar plötur? „Það er eitthvað sem ég hreinlega hef ekki hugmynd um. En heiðarlegt svar er: alltof margar.“Hvað er það sem þú leitar eftir við plötukaupin? „Ég er alltaf að leita eftir einhverju nýju og spennandi. Ég hlusta á allt nema háskólarokk þannig að bilið er breytt. Ég kaupi mikið af klassík fyrir heimahlustun, svo fer það bara eftir stemningunni þann daginn.“Hvað myndirðu halda að þú hafir eytt miklum pening í safnið? „Guð minn almáttugur! Næsta spurning.“Hver er þín uppáhaldsplata? „Þú spyrð ekki um lítið. Ætli það verði ekki að vera tólf tomman Clare de lune eftir Debussy. Sú plata á alltaf ákveðinn stað í hjarta mínu.“Ingvar rekur plötubúðina Lucky Records þannig að það má segja að plöturnar séu líf hans, en sjálfur á hann í kringum sjö þúsund plötur. Vísir/Anton BrinkIngvar GeirssonHvenær og hvers vegna byrjaðirðu að safna? „Sirka í kringum 85-86 og byrjar ekki sem safn heldur það form sem var í boði þá. Svo vex fjöldinn og fer að flokkast undir það að safna einhverju.“Hvað áttu margar plötur? „Í kringum 7 þúsund.“Hvað er það sem þú leitar eftir við plötukaupin? „Um þessar mundir kaupi ég nánast bara nýjar plötur – en geta verið endurútgáfur eða safnplötur frá aðallega sjöunda og áttunda áratugnum. En ég fylgist vel með öllu nýju í afró-funk-soul-reggae-hip hop og raftónlist. Hellingur í gangi.“Hvað myndirðu halda að þú hafir eytt miklum pening í safnið? „Bæði miklum pening og tíma. Það er erfitt að negla niður tölu.“Hver er þín uppáhaldsplata? „Mjög margar uppáhalds en nokkrar sem eru í mikilli spilun þessa daga eru: Epic Rain - Dream Sequences sem Lucky Records var að gefa út á vínyl og geisladisk. Mop Mop - Isle of Magic Cosmic Analog Ensemble - Les Sourdes Oreilles Black Flower - Artifacts Scientist- Introducing Scientist (endurútgáfa af fyrstu Scientist).“
Tengdar fréttir Vínýlplötusala jókst um 32% í Bandaríkjunum í fyrra Innkoma af sölu vínýlplatna var hærri en innkoma frá fríum tónlistarveitum á borð við Spotify og YouTube. 23. mars 2016 23:34 Sony framleiðir vínyl á ný Áætlað er að tekjur af vínyl plötum muni nema rúmlega 100 milljörðum króna í ár. 29. júní 2017 15:48 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Vínýlplötusala jókst um 32% í Bandaríkjunum í fyrra Innkoma af sölu vínýlplatna var hærri en innkoma frá fríum tónlistarveitum á borð við Spotify og YouTube. 23. mars 2016 23:34
Sony framleiðir vínyl á ný Áætlað er að tekjur af vínyl plötum muni nema rúmlega 100 milljörðum króna í ár. 29. júní 2017 15:48