Volvo mun smíða XC90 í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 10:15 Volvo XC90 öslar snjóinn. Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent
Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent