Hvaða bónusar? Hörður Ægisson skrifar 6. október 2017 06:00 Kerfislega mikilvægar bankastofnanir eru ekki eins og hver önnur fyrirtæki. Þetta þekkja Íslendingar af fenginni reynslu eftir fjármálahrunið 2008. Það er því ekki að ástæðulausu að mjög strangar reglur gilda um starfsemi þeirra, meðal annars verulegar takmarkanir á bónusum til starfsmanna. Óheftir kaupaukar, eins og tíðkuðust fyrir fjármálakreppuna, ýta enda undir óhóflega áhættusækni til skamms tíma sem getur endað með skelfingu, ekki aðeins fyrir bankakerfið heldur hagkerfið í heild sinni. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins, sem eru mun meira íþyngjandi en innan ESB, þá mega bónusar að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum starfsmanna. Þótt þessi sjónarmið eigi tæpast við um starfsemi smærri fjármálafyrirtækja, sem sýsla ekki með innlán almennings, þá gilda engu að síður sömu reglur um kaupaukagreiðslur þeirra. Öllum má vera ljóst að þetta hefur þær óæskilegu afleiðingar að samkeppnisstaða stóru bankanna, sem í ofanálag njóta í reynd ókeypis ríkisábyrgðar, styrkist enn frekar enda er fastur rekstrarkostnaður þeirra hlutfallslega mun minni en hjá smærri fjármálafyrirtækjum. Í því skyni að halda aftur af launaskriði hafa því mörg slík fyrirtæki farið þá leið á undanförnum árum að gefa lykilstarfsmönnum sínum kost á að gerast B-hluthafar og umbuna þeim þannig í formi arðgreiðslna sem taka mið af hagnaði hvers árs. Sambærilegt fyrirkomulag er vel þekkt hjá flestum lögmannsstofum og endurskoðunarfyrirtækjum landsins. Núna hefur FME hins vegar komist að þeirri niðurstöðu gagnvart tveimur félögum – verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance og Kviku banka – að þau hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem slíkar greiðslur til starfsmanna þeirra hafi í reynd verið kaupaukar en ekki arðgreiðslur. Sú niðurstaða sætir talsverðri furðu, ekki hvað síst tímasetningin. Fyrir liggur í tilfelli Arctica, sem hefur verið sektað um 72 milljónir, að FME hefur verið vel kunnugt um arðgreiðslufyrirkomulag félagsins allt frá því að reglur um kaupaukagreiðslur tóku gildi fyrir sex árum. FME er hér á nokkuð undarlegri vegferð. Varðar það almannahagsmuni með hvaða hætti lítil verðbréfafyrirtæki kjósa að umbuna starfsmönnum sínum – hvort sem það er í formi kaupauka eða arðgreiðslna? Erfitt er að sjá hverjir þeir gætu verið. Fari slík fyrirtæki á hliðina þá mun sá kostnaður lenda á herðum hluthafa og starfsmanna – ekki ríkissjóði. Ólíkt stóru bönkunum þá felst lítil sem engin kerfisáhætta í starfsemi smærri fjármálafyrirtækja. Það sjónarmið hlýtur að skipta sköpum þegar stjórnvöld telja ástæðu til að setja hömlur á einkaréttarlega samninga fyrirtækja. Þótt stundum mætti halda annað þá eru kaupaukar í starfandi fjármálafyrirtækjum hverfandi. Það stoppar samt ekki stjórnmálamenn að tala með öðrum hætti. Þannig boðar formaður VG aukna skattlagningu á bónusa enda þótt hún viti sjálfsagt vel að slíkar aðgerðir myndu nánast engu skila í ríkissjóð. Sá málflutningur kann að skila pólitískum ávinningi. Það sem meira máli skiptir – og ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni – er hins vegar að hann er til þess fallinn að viðhalda vantrausti almennings gagnvart fjármálakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Kerfislega mikilvægar bankastofnanir eru ekki eins og hver önnur fyrirtæki. Þetta þekkja Íslendingar af fenginni reynslu eftir fjármálahrunið 2008. Það er því ekki að ástæðulausu að mjög strangar reglur gilda um starfsemi þeirra, meðal annars verulegar takmarkanir á bónusum til starfsmanna. Óheftir kaupaukar, eins og tíðkuðust fyrir fjármálakreppuna, ýta enda undir óhóflega áhættusækni til skamms tíma sem getur endað með skelfingu, ekki aðeins fyrir bankakerfið heldur hagkerfið í heild sinni. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins, sem eru mun meira íþyngjandi en innan ESB, þá mega bónusar að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum starfsmanna. Þótt þessi sjónarmið eigi tæpast við um starfsemi smærri fjármálafyrirtækja, sem sýsla ekki með innlán almennings, þá gilda engu að síður sömu reglur um kaupaukagreiðslur þeirra. Öllum má vera ljóst að þetta hefur þær óæskilegu afleiðingar að samkeppnisstaða stóru bankanna, sem í ofanálag njóta í reynd ókeypis ríkisábyrgðar, styrkist enn frekar enda er fastur rekstrarkostnaður þeirra hlutfallslega mun minni en hjá smærri fjármálafyrirtækjum. Í því skyni að halda aftur af launaskriði hafa því mörg slík fyrirtæki farið þá leið á undanförnum árum að gefa lykilstarfsmönnum sínum kost á að gerast B-hluthafar og umbuna þeim þannig í formi arðgreiðslna sem taka mið af hagnaði hvers árs. Sambærilegt fyrirkomulag er vel þekkt hjá flestum lögmannsstofum og endurskoðunarfyrirtækjum landsins. Núna hefur FME hins vegar komist að þeirri niðurstöðu gagnvart tveimur félögum – verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance og Kviku banka – að þau hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem slíkar greiðslur til starfsmanna þeirra hafi í reynd verið kaupaukar en ekki arðgreiðslur. Sú niðurstaða sætir talsverðri furðu, ekki hvað síst tímasetningin. Fyrir liggur í tilfelli Arctica, sem hefur verið sektað um 72 milljónir, að FME hefur verið vel kunnugt um arðgreiðslufyrirkomulag félagsins allt frá því að reglur um kaupaukagreiðslur tóku gildi fyrir sex árum. FME er hér á nokkuð undarlegri vegferð. Varðar það almannahagsmuni með hvaða hætti lítil verðbréfafyrirtæki kjósa að umbuna starfsmönnum sínum – hvort sem það er í formi kaupauka eða arðgreiðslna? Erfitt er að sjá hverjir þeir gætu verið. Fari slík fyrirtæki á hliðina þá mun sá kostnaður lenda á herðum hluthafa og starfsmanna – ekki ríkissjóði. Ólíkt stóru bönkunum þá felst lítil sem engin kerfisáhætta í starfsemi smærri fjármálafyrirtækja. Það sjónarmið hlýtur að skipta sköpum þegar stjórnvöld telja ástæðu til að setja hömlur á einkaréttarlega samninga fyrirtækja. Þótt stundum mætti halda annað þá eru kaupaukar í starfandi fjármálafyrirtækjum hverfandi. Það stoppar samt ekki stjórnmálamenn að tala með öðrum hætti. Þannig boðar formaður VG aukna skattlagningu á bónusa enda þótt hún viti sjálfsagt vel að slíkar aðgerðir myndu nánast engu skila í ríkissjóð. Sá málflutningur kann að skila pólitískum ávinningi. Það sem meira máli skiptir – og ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni – er hins vegar að hann er til þess fallinn að viðhalda vantrausti almennings gagnvart fjármálakerfinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun