Ótrúleg markahrina Real Madrid á enda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiano Ronaldo svekktur í leiknum í kvöld.
Cristiano Ronaldo svekktur í leiknum í kvöld. vísir/getty
Cristiano Ronaldo snéri aftur í lið Real Madrid í kvöld eftir leikbann en það breytti engu því liðið tapaði, 0-1, á heimavelli fyrir Real Betis.

Sigurmark Betis kom í uppbótartíma er Madrid var komið með alla sína menn í sókn. Markið skoraði Antonio Sanabria.

Real var búið að skora mark í 73 leikjum í röð fyrir kvöldið og ótrúlegri markahrinu liðsins þar með lokið. Síðast skoraði liðið ekki í apríl á síðasta ári er það gerði markalaust jafntefli við Man. City.

Það er reyndar með ólíkindum að Real hafi ekki skorað í leiknum. Liðið átti 25 skot að marki og fékk fjölda fínna færa.

Madridingar hafa farið hörmulega af stað í deildinni. Eru búnir að vinna tvo leiki, gera tvö jafntefli og tapa einum leik. Real er því sjö stigum á eftir toppliði Barcelona.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira